Beckham vakti athygli í íslenskri hönnun Romeo Beckham, fótboltamaður og sonur David Beckham, var klæddur íslenskri hönnun frá 66°Norður í gönguferð á Norður-Englandi í dag. 23.12.2022 19:50
Rússneska sendiráðið gagnrýnir Þórdísi Kolbrúnu harðlega Rússneska sendiráðið gagnrýnir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra harðlega fyrir ummæli sem hún lét falla í sjónvarpsþætti í vikunni. Í þættinum gagnrýndi ráðherra rússnesk stjórnvöld en sendiráðið vísar ummælunum á bug. 23.12.2022 19:20
Skoða gjaldtöku á öllum bílastæðum HÍ Gjaldtaka á bílastæðum Háskóla Íslands er til skoðunar. Nemendur og starfsfólk hafa hingað til fengið að leggja endurgjaldslaust við skólann. Á nýju ári gæti það heyrt sögunni til. 23.12.2022 18:25
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Þingmaður Vinstri grænna segir ekkert réttlæta nafnleynd vændiskaupenda. Endurskoða þurfi hefð dómara um nafnleynd og ef lagabreytingu þurfi til verði þingheimur að bregðast við. Héraðsdómur hefur dæmt fjölskyldumann í fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun, vændiskaup, hættulega líkamsárás og frelsissviptingu í kjallara í Reykjavík. 23.12.2022 18:01
Sérsveitin í aðgerð á Keflavíkurflugvelli Sérsveit ríkislögreglustjóra var með töluverðan viðbúnað á Keflavíkurflugvelli á fimmta tímanum í dag. Lögregla var kölluð til eftir að taska fannst yfirgefin í flugvallarbyggingunni. 23.12.2022 17:37
Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn framlengdur fram yfir áramót Einn situr enn í gæsluvarðhaldi vegna hnífstunguárásarinnar á Bankastræti Club. Úrskurðurinn var í dag framlengdur til 17. janúar næstkomandi. 23.12.2022 17:13
Blæs til skoðanakönnunar um hvort hann eigi að hætta Elon Musk, forstjóri og eigandi Twitter, hefur blásið til skoðanakönnunar um hvort hann eigi að hætta sem forstjóri. Hann kveðst ætla að fylgja niðurstöðunni. 18.12.2022 23:59
Birgir fundaði með talíbönum í Afganistan Birgir Þórarinsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins er fyrsti erlendi stjórnmálamaðurinn til að heimsækja talíbana síðan þeir tóku völd í águst. Hann segir mikilvægt að alþjóðasamfélagið ræði við talíbana, annars muni það aðeins bitna á almenningi. Birgir hvatti ríkisstjórn talíbana til að virða mannréttindi. 18.12.2022 23:30
Twitter bannar hlekki á aðra samfélagsmiðla Samfélagsmiðillinn Twitter hyggst banna færslur sem vísa eingöngu á aðra samfélagsmiðla. Miðillinn mun einnig eyða aðgöngum sem aðeins eru notaðir til að auglýsa efni á öðrum samfélagsmiðlum. 18.12.2022 23:01
„Vindurinn verður ótrúlega mikill“ Ekkert ferðaveður verður á Suðausturlandi á morgun. Vindhviður geta farið upp í fimmtíu metra á sekúndu og óvissustig Almannavarna tekur gildi í fyrramálið. „Mjúk lokun“ tekur gildi á Hellisheiði og í Þrengslum klukkan fjögur í nótt. 18.12.2022 22:10