Fréttamaður

Viktor Örn Ásgeirsson

Viktor er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Dauða­leit að upp­reisnar­mönnum sem myrtu ný­gift hjón

Forseti Úganda segir að dauðaleit standi yfir að mönnum sem taldir eru hafa myrt nýgift hjón, ferðamenn í brúðkaupsferð. Hann segir að öryggissveitir séu komnar á sporið. Bresk yfirvöld ráðleggja ríkisborgurum sínum að ferðast til tiltekinna svæða í Úganda.

Banna samstöðumótmæli með Palestínumönnum

Um helgina lagði innanríkisráðherra Frakklands á landlægt bann við samstöðumótmælum með Palestínu. Þjóðverjar hafa gert slíkt hið sama. Fjölmargir hafa verið handteknir og enn fleiri sektaðir vegna mótmæla síðustu daga.

Af­vopnaður með hníf í mið­borginni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu afvopnaði mann, sem var ógnandi og vopnaður hnífi, í miðborginni í dag. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar þar sem fjallað er um helstu verkefni embættisins í dag. Ekki kemur fram hvort maðurinn hafi verið handtekinn.

Sjö ára börn í Rúss­landi læra her­kænsku

Sjö ára börnum er kennd herkænska í skólum í Rússlandi. Rússlandsforseti kynnti nýjan skylduáfanga í skólum fyrr á árinu þar sem farið er yfir helstu atriði sem þarf að kunna í stríði. Krakkar á unglingastigi læra að beita vopnum.

Veiði­réttar­eig­endur borgi ekki einu sinni virðis­auka­skatt

Stofnandi fiskeldisfyrirtækisins Arnarlax sér tækifæri til að bæta framkvæmdina sem er á sjókvíeldi í dag en mikill styr hefur undanfarið staðið um greinina. Framkvæmdastjóri Landsambands veiðifélaga líkir mistökum Artic Fish við slysið í Tsjernobyl og segir að íslenska laxastofninum verði útrýmt í boði stjórnvalda verði ekkert gert.

Fastir vextir í­gildi skulda­lækkunar og nú þurfi að borga til baka

Prófessor í hagfræði segir að komið sé að skuldaskilum hjá þeim sem festu vexti fyrir þremur árum. Lánin hafi falið í sér skuldalækkun á kostnað lánveitenda vegna mikillar verðbólgu. Ríkisstjórnin gæti gripið inn í og aðstoðað lántakendur standi vilji til, enda hafi Seðlabankinn takmarkaðan tækjabúnað.

Sjá meira