Banna samstöðumótmæli með Palestínumönnum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 19. október 2023 19:57 Myndin er tekin á samstöðumótmælum á Republique-torginu í París. Getty/Ibrahim Ezzat Um helgina lagði innanríkisráðherra Frakklands á landlægt bann við samstöðumótmælum með Palestínu. Þjóðverjar hafa gert slíkt hið sama. Fjölmargir hafa verið handteknir og enn fleiri sektaðir vegna mótmæla síðustu daga. Ríkisstjórnir landanna segja að bannið hafi verið lagt á til að halda uppi allsherjarreglu og koma í veg fyrir gyðingahatur. Fréttamiðilinn Reuters greinir frá því að Palestínumönnum, sem búa í Frakklandi eða Þýskalandi, líði eins og tjáningarfrelsi þeirra sé skert. Frönsk kona, hin tuttugu ára gamla Messika Medjoub, sem hefur mótmælt í París þrátt fyrir bannið, segir í samtali við Reuters að henni líði eins og verið sé að þagga niður í sér og öðrum sem vilji koma óbreyttum borgurum á Gasasvæðinu til hjálpar. Hún sé hrædd og hafi áhyggjur af því að vera ásökuð um að réttlæta hryðjuverk þegar hún og aðrir mótmælendur vilji einfaldlega halda uppi merkjum mannúðar. Hún hélt ræðu á mótmælum í París í dag en lögregla braut mótmælin á bak aftur með táragas og vatnsbyssur að vopni. Mikilvægt í ljósi sögunnar Lögreglan í Berlín í Þýskalandi hefur veitt Palestínumönnum leyfi til mótmæla tvisvar síðan Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels lýsti yfir stríði, hinn 7. október síðastliðinn. 190 hafa verið handteknir í mótmælum í Þýskalandi síðan þá. „Það er okkar skylda að taka þátt í að vernda öryggi Ísraels, sögunnar vegna – ábyrgðar okkar á Helförinni,“ sagði Olaf Scholz kanslari Þýskalands í síðustu viku. Átökin hafa vakið sérstaklega mikið umtal í Þýskalandi vegna þessa. Eins og fyrr greinir hafa Frakkar einnig tekið hart á málum og hafa 327 verið handteknir síðan 7. október fyrir andúð gegn gyðingum. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Frakkland Tengdar fréttir „Aldrei verið jafn þungt yfir Ísrael“ Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir Hamas, Hezbollah og bakhjarla þeirra í Íran vilja færa Mið-Austurlönd aftur til tíma stríða, þrælkunar og útrýmingar. Hann segir heiminn allan þurfa að standa með Ísrael í baráttunni við þennan „ás hins illa“. 19. október 2023 12:04 Semja um neyðaraðstoð en segja hana háða framgöngu Hamas Eftir margra klukkustunda langan fund Joe Biden Bandaríkjaforseta og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær samþykktu Ísraelsmenn að hleypa neyðaraðstoð til handa íbúum Gasa yfir landamærin við Egyptaland. 19. október 2023 06:49 Hver átti sprengjuna? Mikil óvissa ríkir um það hver beri ábyrgð á sprengingunni sem varð við al Ahli Arab sjúkrahúsið á Gasa í gærkvöldi. Strax eftir sprenginguna lýsti heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem stýrt er af Hamas, því yfir að hundruð hefðu fallið og særst og beindu forsvarsmenn Hamas-samtakanna spjótum sínum strax að ísraelska hernum. 18. október 2023 14:26 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira
Ríkisstjórnir landanna segja að bannið hafi verið lagt á til að halda uppi allsherjarreglu og koma í veg fyrir gyðingahatur. Fréttamiðilinn Reuters greinir frá því að Palestínumönnum, sem búa í Frakklandi eða Þýskalandi, líði eins og tjáningarfrelsi þeirra sé skert. Frönsk kona, hin tuttugu ára gamla Messika Medjoub, sem hefur mótmælt í París þrátt fyrir bannið, segir í samtali við Reuters að henni líði eins og verið sé að þagga niður í sér og öðrum sem vilji koma óbreyttum borgurum á Gasasvæðinu til hjálpar. Hún sé hrædd og hafi áhyggjur af því að vera ásökuð um að réttlæta hryðjuverk þegar hún og aðrir mótmælendur vilji einfaldlega halda uppi merkjum mannúðar. Hún hélt ræðu á mótmælum í París í dag en lögregla braut mótmælin á bak aftur með táragas og vatnsbyssur að vopni. Mikilvægt í ljósi sögunnar Lögreglan í Berlín í Þýskalandi hefur veitt Palestínumönnum leyfi til mótmæla tvisvar síðan Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels lýsti yfir stríði, hinn 7. október síðastliðinn. 190 hafa verið handteknir í mótmælum í Þýskalandi síðan þá. „Það er okkar skylda að taka þátt í að vernda öryggi Ísraels, sögunnar vegna – ábyrgðar okkar á Helförinni,“ sagði Olaf Scholz kanslari Þýskalands í síðustu viku. Átökin hafa vakið sérstaklega mikið umtal í Þýskalandi vegna þessa. Eins og fyrr greinir hafa Frakkar einnig tekið hart á málum og hafa 327 verið handteknir síðan 7. október fyrir andúð gegn gyðingum.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Frakkland Tengdar fréttir „Aldrei verið jafn þungt yfir Ísrael“ Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir Hamas, Hezbollah og bakhjarla þeirra í Íran vilja færa Mið-Austurlönd aftur til tíma stríða, þrælkunar og útrýmingar. Hann segir heiminn allan þurfa að standa með Ísrael í baráttunni við þennan „ás hins illa“. 19. október 2023 12:04 Semja um neyðaraðstoð en segja hana háða framgöngu Hamas Eftir margra klukkustunda langan fund Joe Biden Bandaríkjaforseta og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær samþykktu Ísraelsmenn að hleypa neyðaraðstoð til handa íbúum Gasa yfir landamærin við Egyptaland. 19. október 2023 06:49 Hver átti sprengjuna? Mikil óvissa ríkir um það hver beri ábyrgð á sprengingunni sem varð við al Ahli Arab sjúkrahúsið á Gasa í gærkvöldi. Strax eftir sprenginguna lýsti heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem stýrt er af Hamas, því yfir að hundruð hefðu fallið og særst og beindu forsvarsmenn Hamas-samtakanna spjótum sínum strax að ísraelska hernum. 18. október 2023 14:26 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira
„Aldrei verið jafn þungt yfir Ísrael“ Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir Hamas, Hezbollah og bakhjarla þeirra í Íran vilja færa Mið-Austurlönd aftur til tíma stríða, þrælkunar og útrýmingar. Hann segir heiminn allan þurfa að standa með Ísrael í baráttunni við þennan „ás hins illa“. 19. október 2023 12:04
Semja um neyðaraðstoð en segja hana háða framgöngu Hamas Eftir margra klukkustunda langan fund Joe Biden Bandaríkjaforseta og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær samþykktu Ísraelsmenn að hleypa neyðaraðstoð til handa íbúum Gasa yfir landamærin við Egyptaland. 19. október 2023 06:49
Hver átti sprengjuna? Mikil óvissa ríkir um það hver beri ábyrgð á sprengingunni sem varð við al Ahli Arab sjúkrahúsið á Gasa í gærkvöldi. Strax eftir sprenginguna lýsti heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem stýrt er af Hamas, því yfir að hundruð hefðu fallið og særst og beindu forsvarsmenn Hamas-samtakanna spjótum sínum strax að ísraelska hernum. 18. október 2023 14:26