Fréttir

Fréttamynd

Von á fleiri uppsögnum hjá GM

Rick Wagoner, forstjóri bandaríska bílaframleiðandans General Motors, hefur greint frá því að svo geti farið að fyrirtækið segi upp fleiri starfsmönnum á nýju ári. Fyrirtækið sagði upp 34.000 manns í fyrra ákvað að loka 12 verksmiðjum til að draga úr hallarekstri.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

OECD þrýstir á evrulöndin

Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD) hefur hvatt stjórnvöld til að draga úr fjárlagahalla landanna og auka samkepnnishæfni innan þeirra. OECD segir stjórnvöld í Þýskalandi eina landið á evrusvæðinu sem hafi gripið til aðgerða. Stjórnvöld í Slóveníu eru undanskilin gagnrýni OECD en landið tók upp evrur um áramótin.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Boeing tekur fram úr Airbus

Stjórn bandarísku flugvélasmiðjanna Boeing greindi frá því í gær að fyrirtækið hefði selt 1.044 farþegaflugvélar á síðasta ári. Þetta er 42 vélum meira en á síðasta ári og annað árið í röð sem fyrirtækið skilar metsölu. Allt stefnir í að Boeing taki fljótlega fram úr evrópska flugvélaframleiðandanum Airbus sem söluhæsti flugvélaframleiðandi heims.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Fjórföld hækkun á yfirflugsgjaldi fyrirhuguð

Gjöld Flugstoða vegna flugs á íslensku flugstjórnarsvæði gætu hækkað ef gjald vegna fjarskiptaþjónustu verður fjórfaldað, en ákvörðun um það verður tekin fljótlega. Flugumferðarstjórn er hins vegar komin í eðlilegt horf á ný eftir óvissutíma síðustu daga og vikur. Í lok dagsins í gær höfðu allir flugumferðarstjórarnir 58 sem ekki höfðu ráðið sig til Flugstoða í byrjun árs, skrifað undir starfssamning við hið nýja opinbera hlutafélag.

Innlent
Fréttamynd

Stærsti vaxtarsamningur sinnar tegundar

Í gær var undirritaður samningur á Egilsstöðum til uppbyggingar og þróunarstarfs á Austulandi. Um er að ræða 190 milljónir á þremur árum sem veittar verða til uppbyggingar á ýmsum sviðum á Austurlandi. Samningurinn er sá stærsti sinnar tegundar hér á landi. Það var Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra sem undirritaði vaxtarsamninginn á Hótel Héraði á Egilsstöðum ásamt fulltrúum samningsaðila.

Innlent
Fréttamynd

Verðlækkanir hérlendis ólíklegar

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hríðfallið undanfarna daga og hefur ekki verið lægra í hálft annað ár. Talsmenn íslensku olíufélaganna segja ólíklegt að eldsneytisverð lækki hér á landi á næstunni vegna óhagstæðrar gengisþróunar.

Erlent
Fréttamynd

Nýr sæstrengur er þjóðhagslega hagkvæmur

Póst- og fjarskiptastofnun hefur látið vinna skýrslu um áhrif sambandsrofa í millilandasamskiptum. Í skýrslunni, sem unnin var í desember, kemur fram að þjóðhagslega hagkvæmt er að ráðast í lagningu nýs sæstrengs, FARICE-2, fyrr en síðar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nýtt lággjaldaflugfélag í Asíu

Auðkýfingurinn Tony Fernandes, forstjóri Air Asia, greindi frá því í dag að lággjaldaflugfélögin Air Asia og Fly Asian Express ætla að stofna nýtt lággjaldaflugfélag, Air Asia X, sem mun sinna millilandaflugi á milli Kína, Indlands og Evrópu frá og með júlí í sumar. Air Asia hefur sömuleiðis tilkynnt að það hafi pantað 100 A320 farþegaþotur frá Airbus og geti svo farið að félagið kaupi jafn margar til viðbótar til að anna eftirspurn.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Um 50 flugumferðarstjórar ráðnir í dag

Um fimmtíu flugumferðarstjórar, sem neitað höfðu að ráða sig hjá Flugstoðum ohf., óskuðu í dag eftir starfi þar. Þeir fyrstu mættu á vakt strax í morgun og viðbúnaðaráætlun var aflýst um hádegi. Flugumferðarstjórn er því komin í eðlilegt horf. Félag íslenskra flugumferðarstjóra og Flugstoðir náðu í gær samkomulagi eftir margra vikna deilur en hið opinbera hlutafélag, Flugstoðir, tóku við af Flugmálastjórn um áramótin. Sex flugumferðarstjórar voru komnir á biðlaun núna í janúar, þar á meðal formaður Félags flugumferðarstjóra, en að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur, upplýsingafulltrúa Flugmálastjórnar, mun það ekki valda vandkvæðum við ráðningar þeirra. Hún segir viðbúnaðaráætlunina hafa gengið vel við tilstuðlan þeirra starfsmanna sem stóðu vaktina.

Innlent
Fréttamynd

Fagleg íslensk leyniþjónusta

Samkvæmt leyniskjölum, sem Stöð 2 fékk aðgang að í krafti upplýsingalaga, virðist náið samstarf hafa verið á milli íslensku öryggisþjónustunnar og leyniþjónustu bandaríska flotans undir lok sjöunda áratugarins, þegar fullvíst er talið að víðtækar fjarskiptanjósnir hafi verið stundaðar í sovéska sendiráðinu. Í einu þessara skjala hæla bandarískir leyniþjónustumenn íslenskum kollegum sínum í hástert fyrir fagmennsku.

Innlent
Fréttamynd

1,9 prósenta verðbólga á evrusvæðinu

Verðbólga mældist 1,9 prósent á ársgrundvelli á evrusvæðinu í desember, samkvæmt bráðabirgðatölum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Þetta er 0,1 prósentustiga hækkun á milli mánaða en í takt við væntingar markaðsaðila.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Samvinna við Easyjet og Virgin ekki í bígerð

Talsmenn bresku flugfélaganna Easyjet og Virgin neita báðir að flugfélögin ætli að hefja samstarf við lággjaldaflugfélagið Air Asia í Malasíu. Orðrómur um hugsanlegt samstarf fór af stað í byrjun vikunnar þegar talsmaður Air Asia sagði von á stórri tilkynningu frá flugfélaginu í vikulokin.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Greiðsluafkoma ríkissjóðs jákvæð um 23 milljarða

Handbært fé frá rekstri ríkissjóðs jókst um 52 milljarða krónur á fyrstu ellefu mánuðum síðasta árs, samkvæmt greiðsluuppgjöri ríkissjóðs. Þetta er 30,1 milljarði hagstæðari niðurstaða en á sama tíma árið áður. Þetta merkir að greiðsluafkoma ríkissjóðs var jákvæð um rúma 23 milljarða krónur á fyrstu ellefu mánuðum ársins samanborið við 11,4 milljarða árið áður.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Baráttan harðnar um Hutchison Essar

Hin auðuga indverska Hinduja-fjölskyldan, sem á samnefnt félag, hefur bæst í hóp þeirra sem vilja kaupa ráðandi hlut í Hutchison Essar, fjórða stærsta farsímafélag Indlands. Ljóst er að kapphlaup er hafið um 67 prósenta hlut kínverska félagsins Hutchison Whampoa í farsímafélaginu eftir að það lýsti yfir áhuga á sölu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Darwin verðlaunin veitt

Charles Darwin verðlaunin hafa verið veitt fyrir síðastliðið ár en þau eru veitt því fólki sem bætir genamengi mannsins mest með þeirri einföldu athöfn að draga sig úr því. Fyrstu verðlaun hlaut par sem náði sér í risastóran auglýsingabelg, fylltan af helíumi, sem það síðan skreið inn í, í von um að komast í vímu. Þau fundust síðar látin af völdum súrefnisskorts.

Erlent
Fréttamynd

Hvít-Rússar ögra Rússum

Hvít-Rússar hafa tilkynnt Rússum að þeir ætli sér að setja flutningstolla á olíu sem kemur frá Rússlandi í gegnum Hvíta-Rússland og til Evrópu. Rússar hafa þó tilkynnt að þetta muni ekki hafa áhrif á útflutning olíu til evrópulanda.

Erlent
Fréttamynd

Samdráttur hjá bandarískum bílaframleiðendum

Sala á nýjum bílum dróst nokkuð saman á milli ára hjá bílaframleiðendunum General Motors (GM), Ford og DaimlerChrysler á síðasta ári. Samdrátturinn var mestur hjá GM eða 8,7 prósent. Á sama tíma jókst sala á nýjum bílum um 12 prósent hjá Toyota í Bandaríkjunum. Fyrirtækið hefur verið á miklum hraðbyr og stefnir í að það taki fram úr GM á árinu sem stærsti bílaframleiðandi í heimi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Gengi Kaupþings hækkar eftir nýtt verðmat

Bandaríski bankinn Citigroup gaf í dag út nýtt verðmat á Kaupþingi. CitiGroup metur bankann á 1.000 krónur á hlut. Gengi Kaupþings stóð 859 krónum á hlut við upphaf viðskipta í morgun. Það hækkaði um tæp 4 prósent í kjölfar verðmatsins og stóð gengið í 887 krónum á hlut rétt fyrir klukkan hálf 11.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bin Laden ekki sést í tvö ár

Leiðtogi talibana, Mullah Omar, sagði í svari við spurningum Reuters fréttastofunnar að hann hefði ekki hitt Osama Bin Laden síðan árið 2001. Spurningunum var komið til hans í gegnum talsmann hans. Bin Laden hefur ekki sést á myndbandi síðan á árinu 2004 en myndbönd af hægri hönd hans, Ayman al-Zawahri, eru gefin út með nokkuð reglulegu millibili.

Erlent
Fréttamynd

Verð á hráolíu undir 59 dölum

Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði um 4 prósent á helstu fjármálamörkuðum í gær og fór í rúma 58 dali á tunnu eftir að orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna greindi frá því að olíubirgðir landsins hefðu aukist á milli vikna. Hráolíuverðið nú er 1 senti hærra en það var við árslok 2005.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Vöruskipti óhagstæð um 13,5 milljarða í nóvember

Vöruskipti voru óhagstæð í nóvember um 13,5 milljarða krónur í nóvember í fyrra. Þetta er 300 milljónum krónum meira en á sama tíma árið 2005, samkvæmt bráðabirgðaútreikningum Hagstofu Íslands. Halli á vöruskiptum við útlönd nam 122,6 milljörðum króna á fyrstu 11 mánuðum síðasta árs sem er 27,9 milljörðum krónum meira en árið áður.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vígamenn enn í Mogadishu

Vígamenn í Mogadish, höfuðborg Sómalíu, skutu loftskeyti á tankbíl sem var að flytja bensín í gær. Þó nokkrir særðust í árásinni en stjórnvöld sögðu málið ekki stórt, sem kannski gefur hugmynd um ástandið í borginni.

Erlent
Fréttamynd

13 láta lífið í sprengingu í Bagdad

Tvær bílsprengjur sprungu við bensínstöð í vesturhluta Bagdad í morgun. Samkvæmt fréttum frá lögreglu á staðnum er talið að 13 hafi látist og 22 særst. Fyrst sprakk sprengja í vegarkanti og þegar sjúkraliðar komu á vettvang sprakk annar bíll á staðnum.

Erlent
Fréttamynd

SÞ biður Íraka að þyrma lífi hálfbróðurs Saddams

Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, Lousie Arbour, hefur beðið Íraka um að taka ekki af lífi tvo fyrrum háttsetta starfsmenn Saddams Hússeins en búist er við því að þeir fái að hanga síðar í dag. Mennirnir sem um ræðir eru hálfbróðir Saddams, sem var yfirmaður leyniþjónustunnar, og fyrrum æðsti dómari hæstaréttar.

Erlent
Fréttamynd

Kenía lokar landamærum fyrir sómölum

Landamærum Kenía að Sómalíu hefur verið lokað. Hersveitir hafa verið sendar til að stöðva stríðan straum sómalskra flóttamanna inn í landið. 420 flóttamenn, flest konur og börn, hafa verið sendir til baka frá landamærunum. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir hins vegar að Kenía beri skylda til þess að taka á móti þeim.

Erlent
Fréttamynd

Umskurður vinsæll í Úganda

Æ fleiri karlmenn í Uganda sækjast nú eftir umskurði eftir að vísindamenn komust að þeirri niðurstöðu að forhúðarlausir væru menn ekki jafnmóttækilegir fyrir HIV-smiti. Þarlent dagblað segir að umskurðum hafi fjölgað úr tæplega 400 árið 2005 í 2.500 árið 2006.

Erlent
Fréttamynd

Þrír til skoðunar á sjúkrahús eftir árekstur

Þrír fóru á sjúkrahús til skoðunar eftir árekstur flutningabíls og jepplings í Öxnadal um sex-leytið í gærkvöldi. Við áreksturinn fór jepplingurinn út af og valt. Ekki er talið að mennirnir hafi meiðst alvarlega, en talsverð hálka var á svæðinu. Kyrrstæður bíll var á veginum og var flutningabíllinn að sveigja fram hjá honum þegar jepplingurinn kom úr gagnstæðri átt.

Innlent
Fréttamynd

Náðu loks saman

Flugstoðir ohf. og Félag íslenskra flugumferðarstjóra skrifuðu undir samning um kjaramál klukkan sjö í gærkvöldi. Samningurinn er sá sami og ekki náðist að samþykkja í fyrrakvöld, þegar flugumferðarstjórar gengu út af fundi. Loftur Jóhannsson, formaður FÍF, segist sáttur við samninginn og býst við að flugumferð verði komin í eðlilegt horf í seinasta lagi í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Tilraun til hraðbankaráns við Laugaveg

Ungur maður gerði í nótt tilraun til einskonar bankaráns með því að reyna að stela hraðbanka í heilu lagi við Laugaveg í Reykjavík. Hann beitti öflugu kúbeini og var búinn að losa bankann úr festingunum þegar lögregla greip hann glóðvolgan á vettvangi. Hraðbankinn er það þungur að þjófurinn hefði varla getað numið hann á brott einn síns liðs, en ekki liggur fyrir hvort hann átti sér vitorðsmann.

Innlent