Fréttir

Fréttamynd

Krónan fellur eftir lækkað lánshæfismat ríkissjóðs

Krónan hefur fallið um tæp þrjú prósent eftir að matsfyrirtækið Standard & Poor’s greindi frá því í dag að það hefði lækkað lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands. Matsfyrirtækið segir lækkanirnar endurspegla minnkandi aðhald í ríkisfjármálum í aðdraganda þingkosninga á næsta ári og líkur hafi aukist á harðri lendingu í efnahagslífinu. Moody´s matsfyrirtækið staðfestir hinsvegar gildandi mat. Fjárlög fyrir næsta ár sögð þensluhvetjandi og á skjön við peningamálastefnu Seðlabankans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Icelandic Group selur VGI

Icelandic Group hefur gert samning um sölu á öllum hlutabréfum í VGI ehf, sem framleiðir umbúðir og rekstrarvörur til matvælafyrirtækja. Söluverð nemur 270 milljónum króna. Samningurinn tekur gildi á Nýársdag og taka nýir stjórnendur við rekstri félagsins frá þeim tíma.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kaupþing spáir lægri verðbólgu

Greiningardeild Kaupþings segir flest benda til að verðbólga hafi náð hámarki. Vegna vísbendinga um að draga muni úr eftirspurn í hagkerfinu á næstu mánuðum muni draga úr verðbólguþrýstingi. Muni verðbólgumarkmiðið Seðlabankans verða náð á þriðja fjórðungi næsta árs. Greininardeildin spáir því sömuleiðis, að fasteignaverð muni lækka um 4 prósent á næsta ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Toyota stærsti bílaframleiðandi heims?

Allt virðist stefna í að japanski bílaframleiðandinn Toyota taki fram úr bandaríska bílaframleiðandanum General Motors sem stærsta fyrirtækið á þessu sviði á næsta ári. Toyota ætlar að gefa í á nýju ári og auka framleiðslu á nýjum bílum um 4 prósent sem jafngildir því að fyrirtækið búi til 9,42 milljónir bíla á árinu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Vodafone staðfestir fyrirtækjaskoðun á Indlandi

Stjórn breska farsímarisans Vodafone hefur staðfest að fyrirtækið sé að íhuga að gera tilboð í indverska farsímafélagið Hutchison Essar. Vodafone mun bjóða allt að rúma 13,5 dali eða um 944 milljarða krónur í félagið. Með kaupunum er horft til þess að stækka fyrirtækið þar sem evrópski farsímamarkaðurinn er mettur.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Össur kaupir franskt stoðtækjafyrirtæki

Stoðtækjafyrirtækið Össur hefur keypt franska fyrirtækið Gibaud Group fyrir um 132 milljónir Bandaríkjadala eða rúma 9,2 milljarða íslenskra króna. Gibaud Group er forystufyrirtæki í Frakklandi á sviði þróunar og framleiðslu á stuðningstækjum með sérstakri áherslu á spelkur og vörur til notkunar við blóðrásarmeðferðir (phlebology).

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Barbikjúsósa bjargaði lífi manns

Læknar eru forviða að Japani einn sé enn á lífi, eftir að hann villtist í fjallgöngu og lá úti í 23 daga með eina flösku af barbikjúsósu til matar. Öll líffæri fyrir utan heilann í honum voru hætt að virka, líkamshitinn var kominn niður í 22 gráður og púlsinn mjög veikur. Tveimur mánuðum eftir að hann fannst og var færður á sjúkrahús eru öll líffæri hans farin að virka á eðlilegan hátt og hann virðist ekki ætla að bera neinn skaða af.

Erlent
Fréttamynd

Háskólanemar með ólæti á Broadway

Töluverð ölvun og læti voru á dansleik háskólanema á Broadway í gærkvöldi og í nótt og var hvað eftir annað kallað á lögreglu til að skakka leikinn þegar slagsmál brutust út. Lögregla náði að róa viðkomandi þannig að ekki þurfti að handtaka neinn, en flytja þurfti einn slasaðan á slysadeild, eftir að hann hafði dottið vegna ölvunar.

Innlent
Fréttamynd

Laus úr fangelsi eftir afneitun helfararinnar

Breski rithöfundurinn David Irving kom aftur til Englands í gær, eftir að honum var sleppt fyrr út úr þriggja ára fangavist í Austurríki, fyrir að hafa neitað helförinni. Hæstiréttur Austurríkis breytti fangelsisdómi Irvings á þann veg að tveir þriðju hlutar hans eru skilorðsbundnir.

Erlent
Fréttamynd

Veruleg röskun á millilandaflugi

Veruleg röskun er á millilandaflugi þótt nokkrar vélar fari frá landinu samkvæmt áætlun. Nokkurra klukkustunda seinkun er á öllum vélum frá Bandaríkjunum og brottför þónokkra Evrópuvéla tefjast til hádegis. Veður er þokkalegt á Keflavíkurflugvelli þessa stundina.

Innlent
Fréttamynd

Átök í Gazaborg

Átök blossuðu upp í kvöld í Gazaborg nærri heimili utanríkisráðherra ríkisstjórnarinnar, Mahmoud al-Zahar. Kúlnahríð dundi á hverfinu og hart var tekist á samkvæmt vitnum á svæðinu. Ekki var þó vitað hvort að um væri að ræða átök á milli Hamas samtakanna og Fatah stuðningsmanna.

Erlent
Fréttamynd

Þakplötur á ferð og flugi um land allt

Björgunarsveitir víða um land hafa verið ansi uppteknar í kvöld en veðurofsinn hefur verið mikill. Þakplötur hafa víða tekist á loft sem og fótboltamörk í Vík í Mýrdal. Björgunarsveitin á Akranesi er enn með vakt við höfnina en smábátar hafa losnað upp en þá tókst þó að festa aftur.

Innlent
Fréttamynd

Lögregla í Kína bannar stripplingahlaup

Lögregla í Kína bannaði í dag fjöldahlaup sem átti að hlaupa á aðfangadagskvöld til þess að mótmæla of miklum umbúðum á víni. Ástæðan fyrir banninu var þó að allir sem áttu að taka þátt í því áttu að vera naktir.

Erlent
Fréttamynd

Atkvæðagreiðslu frestað til laugardags

Sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum sagði í kvöld að líklegt væri að atkvæðagreiðslu í öryggisráðinu vegna ályktunar um refsiaðgerðir vegna kjarnorkuáætlunar Írans yrði frestað til laugardags.

Erlent
Fréttamynd

Maður ákærður fyrir fimm morð

Breskur maður, Steven Wright, var í dag ákærður fyrir morð á fimm vændiskonum í austurhluta Englands. Hann er grunaður um að hafa myrt þær á síðustu fimm vikum.

Erlent
Fréttamynd

Ingunn AK komin að landi á ný

Landfestar togarans Ingunn AK gáfu sig í óveðrinu í kvöld og rak hann um höfnina um tíma. Rakst hann meðal annars í löndunarkrana hjá fiskimjölsverksmiðjunni og skemmdi hann en dansaði framhjá togaranum Bjarna Ólafssyni AK.

Innlent
Fréttamynd

Samkomulag nánast í höfn

Viðræður um hugsanlegar refsiaðgerðir vegna kjarnorkuáætlunar Írans eru á lokastigi og samningamenn voru leggja lokahönd á tillögu sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun greiða atkvæði um á morgun.

Erlent
Fréttamynd

Vatnsmagn í Ölfusá minnkar

Lögreglan á Selfossi sagði í kvöld að flóðið í Ölfusá væri að minnka samkvæmt mælum í ánni og er búist við því að það taki vatnsmagnið um sólarhring að fara niður fyrir varúðarmörk. Einnig hefur gengið mjög vel að dæla upp úr húsum sem flæddi inn í svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Bandaríski herinn ákærir átta hermenn

Bandarísk heryfirvöld hafa nú kært alls fjóra vegna morða á allt að 24 óvopnuðum óbreyttum borgurum í bænum Haditha í Írak en atburðirnir áttu sér stað í nóvember á síðasta ári. Einnig eru fjórir til viðbótar kærðir fyrir að hafa tekið þátt í ódæðinu á annan hátt.

Erlent
Fréttamynd

Öxnadalsheiði lokuð vegna veðurs

Lögreglan á Akureyri var rétt í þessu að senda frá sér tilkynningu um að vegurinn á Öxnadalsheiði hefði lokast. Starfsmenn vegagerðarinnar eru að störfum við að aðstoða bíla sem fastir eru en einn flutningabíla er fastur þversum á veginum.

Innlent
Fréttamynd

Bílslys í Hafnarfirði

Árekstur varð á mótum Álftanesvegar og Hafnarfjarðarvegar, eða Engidalnum, um klukkan hálf átta í kvöld. Skemmdust báðir bílar það mikið að þurfti að draga þá af vettvangi. Ökumaður annars bílsins þurfti að fara á slysadeild til skoðunar en enginn meiddist alvarlega í slysinu.

Innlent
Fréttamynd

Átökin í Sómalíu breiðast út

Stjórnarherinn í Sómalíu, sem studdur eru af Eþíópíu, hefur í dag barist heiftarlega við íslamska uppreisnarmenn sem stjórna meirihluta landsins. Er þetta þriðji dagurinn í röð sem barist er.

Erlent
Fréttamynd

Hermaður ákærður fyrir 13 morð

Bandarískur hermaður hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt 13 óvopnaða óbreytta borgara í borginni Haditha í Írak en lögfræðingar hans skýrðu frá þessu í dag.

Erlent
Fréttamynd

Sjálfstæðisflokkur samþykkir framboðslista í Reykjavíkurkjördæmum

Framboðslistar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður og norður voru samþykktir á fundi í fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík í dag. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, verður í 1. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður og Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður, verður í efsta sæti á lista flokksins í Reykjavík norður í alþingiskosningunum í maí á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

Níðstöng veldur vandræðum

Bóndinn í Otradal við Bíldudal hefur reist manni í plássinu níðstöng með áfestum kálfshausi og ósk um útlegð eða dauða. Þetta er gert til að hefna hvolps sem varð fyrir átta tonna dráttarvél fyrir ári síðan og drapst. Sá sem varð fyrir níðinu varð hefur kært málið til lögreglu sem morðhótun.

Innlent
Fréttamynd

Skriðuhætta ekki enn liðin hjá

Talið er að skriðuhætta sé ekki enn liðin hjá í innanverðum Eyjafirði og þá sérstaklega við bæinn Grænuhlíð. Í ljósi þess er lagt til að fólk hafist ekki við á þeim bæjum sem í mestri hættu eru taldir, það er á svæðinu frá Æsustöðum að Arnarfelli, að báðum bæjum meðtöldum.

Innlent
Fréttamynd

Kóraninn notaður við embættistöku

Deilur hafa blossað upp á bandaríska þinginu vegna þess að nýkjörinn þingmaður Minnesota fylkis, Keith Ellison, ætlar sér að nota Kóraninn þegar hann sver embættiseið en Ellison er múslimi. Þingmenn hafa jafnan notað biblíuna við athafnir sem þessar þó svo að samkvæmt lögum sé þess ekki krafist.

Erlent
Fréttamynd

Neytendur fá kartöflu í skóinn frá Seðlabankanum

Íslenskir neytendur hafa aldrei verið bjartýsnni en nú ef marka má Væntingavísitölu Gallup sem birt var í dag. Gildi vísitölunnar hækkaði um 17,3 prósent á milli mánaða og 8,5 prósent á milli ára og hefur aldrei verið hærri. Greiningardeild Kaupþings segir bjartsýnina skjóta skökku við á sama tíma og peningalegt aðhald Seðlabankans sé í hæstu hæðum. Sé bjartsýnin vísbending um þróun einkaneyslu veitir neytendum ekki af kartöflu í skóinn frá Seðlabankanum, að sögn deildarinnar.

Viðskipti innlent