Fréttir

Fréttamynd

Borgarastyrjöld í Írak

NBC fréttastöðin í Bandaríkjunum hefur ákveðið að kalla ástandið í Írak borgarastyrjöld þrátt fyrir að hvorki yfirvöld þar í landi eða Írak skilgreini það svo. Talsmenn Hvíta hússins hafa þegar mótmælt þessari skoðun stöðvarinnar. Stjórnmálafræðingar telja að þetta eigi eftir að hafa töluverð áhrif á skoðanir amerísks almennings á ástandinu í Írak.

Erlent
Fréttamynd

Latibær hreppti BAFTA-verðlaunin

Sjónvarpsþættirnir um Latabæ hlutu í gærkvöldi fyrstu verðlaun bresku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, BAFTA, í flokki alþjóðlegs barnaefnis.

Innlent
Fréttamynd

Grunsamleg efni finnast í Washington

Hluta af minnismerkinu um Abraham Lincoln hefur verið lokað eftir að grunsamlegt efni fannst á svæðinu en lögreglumaður þar skýrði frá þessu í dag. Sögðust þeir vera að fylgja settum starfsreglum og að svæðið myndi sennilega aðeins vera lokað í stuttan tíma á meðan efnið yrði rannsakað. Starfsmaður bandarísku ríkisstjórnarinnar sagði að umslag með orðinu "anthrax" hefði fundist við minnismerkið.

Erlent
Fréttamynd

Skautasvell á Ingólfstorgi

Skautasvell verður á Ingólfstorgi í desember og er nú unnið hörðum höndum að gerð þess. Tryggingamiðstöðin stendur að svellinu í tilefni hálfrar aldar afmælis.

Innlent
Fréttamynd

Jón H. Snorrason hættir brátt í starfi

Jón H. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, hættir brátt hjá embættinu. Hann tekur við starfi aðstoðarlögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, samkvæmt heimildum fréttastofu. Jón mætti í héraðsdóm dag fyrir hönd ríkislögreglustjóra þar sem þingfest var kæra Baugsmanna þess efnis að rannsókn embættisins á skattamálum þeirra væri ólögmæt.

Innlent
Fréttamynd

Bati á fasteignamarkaði

Greiningardeild Landsbankans segir auknar vísbendingar komið fram á síðustu vikum um að fasteignamarkaðurinn sé að taka við sér eftir samdrátt lengst af á þessu ári. Vísbendingarnar eru þó fremur veikar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kvörtunum Bemba vísað frá dómi

Hæstiréttur Austur-Kongó úrskurðaði rétt í þessu í kvörtunum þeim sem Jean-Pierre Bemba lagði fram vegna því sem hann kallaði óreglu í lokaumferð forsetakosninga landsins sem fram fóru þann 29. október síðastliðinn. Hæstiréttur vísaði þeim öllum frá og samkvæmt því ætti ekki að vera langt þangað til Joseph Kabila, sigurvegari kosninganna, verði staðfestur af hæstarétti sem forseti landsins.

Erlent
Fréttamynd

837 demantar í einum hring

Úkraínska skartgripahúsið Lobortas & Karpova afhjúpaði í dag gullhring með alls 837 afrískum og jakútskum demöntum og segja þeir jafnframt að þetta sé heimsmet í fjölda demanta á einum hring. Ekki hefur þó verið gefið upp hversu mikils virði hringurinn, sem kallaður er "Dans engilsins" er en hann er í einkaeign úkraínskar viðskiptakonu.

Erlent
Fréttamynd

Utanríkisráðherra á ferð og flugi

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra heldur í dag til Lettlands þar sem hún tekur þátt í leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins, sem hefst á þriðjudaginn. Ráðherra heimsækir einnig íslensk fyrirtæki í Lettlandi. Að leiðtogafundi loknum fer utanríkisráðherra til Litháen og á meðal annars fund með utanríkisráðherra landsins, Petras Vaitiekunas, og opnar nýja ræðisskrifstofu í Vilníus.

Innlent
Fréttamynd

Sprenging í skíðaferðum

Hátt í fjögur þúsund Íslendingar fljúga suður á bóginn yfir jólin og hafa líklega aldrei verið fleiri. Þá hefur sprenging orðið í sölu skíðaferða.

Innlent
Fréttamynd

Merkel endurkjörin formaður CDU

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, var í dag endurkjörin formaður Kristilegra demókrata á landsfundi þeirra í Dresden. Merkel hlaut 93 prósent atkvæða sem staðfesti stuðning flokkssystkina hennar við hana í embætti.

Erlent
Fréttamynd

Hvernig er veðrið í Ástralíu ?

Farsími sem hvarf af skoska þinginu í janúar árið 2004 hefur verið aftengdur. Hinsvegar verður erfiðara að aftengja símreikning upp á tæpar átta milljónir króna, sem eftir stendur. Síminn var ætlaður starfsfólki til afnota um helgar og þegar það þurfti að yfirgefa skrifstofur sínar.

Erlent
Fréttamynd

Tveggja mánaða fangelsi fyrir brot gegn barni og vörslu barnakláms

Karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 300 þúsund króna í miskabætur fyrir að hafa sært blygðunarsemi ungrar stúlku með því að sýna henni tvær klámmyndir í tölvu sinni, þar á meðal aðra sem sýndi barn á kynferðislegan og klámfenginn hátt, og fyrir að hafa rúmlega 40 ljósmyndir og 21 hreyfimynd í tölvu sinni með barnaklámi.

Innlent
Fréttamynd

Óvægin kvikmyndagagnrýni

Hópur vopnaðra múslima réðst inn í kvikmyndahús í Sómalíu, í gær, þar sem verið var að sýna leik Chelsea og Manchester United, í ensku úrvalsdeildinni. Byssumennirnir skutu yfir höfuð fótboltaunnenda, brutu tæki og handtóku tuttugu og fimm þeirra. Meðal hinna handteknu voru börn allt niður í tíu ára.

Erlent
Fréttamynd

Peningafalsari á ferð í borginni

Peningafalsari var á ferðinnni um helgina því tveimur fölsuðum fimm þúsund króna seðlum var framvísað í verslunum. Báðir höfðu þeir verið ljósritaðir og báru þeir sama númer. Fram kemur á vef lögreglunnar að af því megi ráða að þeir komi frá sama aðila.

Innlent
Fréttamynd

30 þúsund króna sekt fyrir ólöglegar veiðar

Karlmaður var í dag í Héraðsdómi Norðurlands eystra dæmdur til greiðslu 30 þúsund króna fyrir að hafa brotið lög um lax- og silungsveiði með því að hafa í vor veitt í tvö silungsnet í sjó sunnan við bæ sinn í Hörgárbyggð en bannað er að veiða göngusilung í sjó frá 15. maí til 15. ágúst ár hvert

Innlent
Fréttamynd

65 umferðaróhöpp í Reykjavík um helgina

Sextíu og fimm umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar í Reykjavík um helgina. Flest þeirra voru minniháttar en í aðeins einu tilviki þurfti að flytja slasaðan með sjúkrabíl. Fram kemur á vef lögreglunnar að í átta tilfellum hafi menn stungið af frá vettvangi óhappsins.

Innlent
Fréttamynd

Ný flugslysaáætlun fyrir Keflavíkurflugvöll undirrituð

Forsvarsmenn almannavarna á Keflavíkurflugvelli og ríkislögreglustjóri undirrituðu í dag nýja og endurskoðaða flugslysaáætlun fyrir Keflavíkurflugvöll. Áætlunin segir fyrir um skipulag og stjórnun aðgerða í kjölfar flugslyss á Keflavíkurflugvelli eða annars staðar á Reykjanesskaga.

Innlent
Fréttamynd

Olmert býður Palestínumönnum sættir

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels hefur boðið Palestínmönnum sættir, í kjölfar vopnahlés sem lýst var yfir í gær. Hann sagði í stefnuræðu að Ísraelar myndu draga sig í hlé frá Vesturbakkanum og leggja niður landamærabyggðir þar. Forsætisráðherrann sagði líka að ísraelar væru reiðubúnir að fækka eftirlitsstöðvum hersins, afhenda palestínumönnum skattekjur sem þeir hafa innheimt og láta lausa fanga.

Erlent
Fréttamynd

Fékk hjartastopp á leið á lögreglustöð

Karlmaður fékk hjartastopp og hætti að anda þegar verið að flytja hann á lögreglustöð eftir handtöku um helgina. Lögreglan var kölluð að hóteli í borginni aðfaranótt sunnudags en þar hafði karlmaðurinn gengið berserksgang og meðal annars kastað til húsgögnum og ráðist inn á herbergi sofandi hótelgesta.

Innlent
Fréttamynd

Ítalskir hermenn farnir frá Írak fyrir vikulok

Síðustu ítölsku hermennirnir í Írak verða komnir til síns heima fyrir vikulok. Þetta segir Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu. Um 60-70 hermenn eru enn í Nassyria þar sem þeir hafa haft yfirumsjón með öryggismálum en írakska lögreglan tekur við af þeim fyrir helgi.

Erlent
Fréttamynd

Blaðamenn fá líflátshótanir

Tveir blaðamenn við rússneska blaðið Novaya Gazeta fengu líflátshótanir, í síðustu viku, vegna frétta sem þeir væru að vinna að. Þetta er sama blað og Anna Politkovskaya vann fyrir, en hún var myrt í síðasta mánuði.

Erlent
Fréttamynd

Kristján segir það mistök að hafa stutt innrásina í Írak

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri og sigurvegari í prófkjöri sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi um helgina, segir að það hafi verið mistök hjá íslenskum stjórnvöldum að styðja innrásina í Írak árið 2003 og telur að Sjálfstæðisflokkurinn eigi líkt og Framsóknarflokkurinn að fara yfir ákvörðunartöku í aðdraganda málsins. Þá segist hann telja eðlilegt að sjálfstæðismenn í Norðausturkjördæmi fái ráðherrasæti fari svo að Sjálfstæðisflokkurinn sitji áfram í ríkisstjórn að loknum þingkosningum í vor.

Innlent
Fréttamynd

Eurotunnel bjargað frá gjaldþroti

Meirihluti lánadrottna Eurotunnel, sem rekur göngin á milli Bretlands og Frakklands undir Ermarsundi, hafa samþykkt skuldabreytingu hjá félaginu sem á að forða því frá gjaldþroti og sölu eigna. Breytingin felur í sér stofnun nýs rekstrarfélags, Groupe Eurotunnel.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Vilja bætur frá Bretum vegna þrælahalds

Blökkumenn í Bretlandi segja að Tony Blair, forsætisráðherra, hafi ekki gengið nógu langt þegar hann harmaði innilega þátt Breta í þrælahaldi fyrr á öldum. Þeir vilja að ráðherrann biðjist fyrirgefningar og lýsi vilja til þess að greiða bætur.

Erlent