Fréttir

Tryggvi Þór Herbertsson ráðinn bankastjóri
Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, hefur verið ráðinn bankastjóri nýs fjárfestingabanka sem taka mun til starfa í byrjun næsta árs. Að bankanum standa meðal annars Sjóvá fjárfestingar, fasteignafélagið AVP og Ráðgjöf og efnahagsspá.

Sigurður Óli verður aðstoðarforstjóri Actavis
Sigurður Óli Ólafsson tekur við af Svöfu Grönfeldt sem aðstoðarforstjóri Actavis en Svafa var í dag kynnt sem næsti rektor Háskólans í Reykjavík. Fram kemur í tilkynngu frá Actavis að Sigurður Óli hafi verið framkvæmdastjóri félagsins í Bandaríkjunum og muni nú einnig gegna stöðu aðstoðarforstjóra félagsins frá 1.desember 2006.
Vogunarsjóðir gegn Stork
Vogunarsjóðirnir Centaurus og Paulson, sem eiga samanlagt um 32% hlutafjár í hollensku fyrirtækjasamstæðunni Stork, hafa sett fram kröfu um að haldinn verði sérstakur hluthafafundur til að taka fyrir vantrausttillögu á stjórn félagsins.

Skautasvell á Ingólfstorgi í desember
Skautasvell verður opnað á Ingólfstorgi þann 7. desember og verður opið til mánaðarloka. Það er Tryggingamiðstöðin, sem er með höfuðstöðvar sínar við Aðalstræti, sem setur svellið upp í samvinnu við borgina og er það gert vegna 50 ára afmælis félagsins sem einmitt verður haldið hátíðlegt þann 7. desember næstkomandi.

Slíta stjórnmálasambandi við Frakkland
Rúanda hefur slitið stjórnmálasambandi við Frakkland og gefið franska sendiherranum tuttugu og fjóra tíma til þess að koma sér úr landi.

Sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi
Karlmaður var í dag sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi og umferðarlagabrot í Héraðsdómi Norðurlands eystra í tengslum við alvarlegt umferðarslys á Hringveginum sunnan við Syðri Bægisá í Hörgárbyggð í maí fyrra.

Brenndu sex menn lifandi
Vopnaðir sjía múslimar, í Írak, réðust í dag á sex súnní múslima sem voru að koma frá bænahaldi, og brenndu þá lifandi. Þetta er talið vera hefnd fyrir mannskæða sprengjuárás, í gær, sem kostaði yfir 200 manns lífið, í hverfi sjía múslima í Bagdad.

Viðræður við Norðmenn um öryggissamstarf ákveðnar
Geir H. Haarde forsætisráðherra og Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, ákváðu í dag að hefja þegar í næsta mánuði formlegar viðræður milli Íslands og Noregs um eftirlit í Norðurhöfum og framtíðarsamstarf landanna á sviði öryggis- og varnarmála. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.

Scania fellir tilboð MAN
Stjórn sænska vörubílaframleiðandans Scania hefur fellt óvinveitt yfirtökutilboð þýska samkeppnisaðilans MAN í félagið. Tilboðið hljóðaði upp á 10,2 milljarða evrur eða um 942 milljarða íslenskra króna.

Nasistastytta afhjúpuð í Noregi
Stytta af lögreglustjóra Oslóarborgar, á stríðsárunum, hefur verið afhjúpuð í dag. Knut Röd vann sér það helst til frægðar að senda um 850 norska Gyðinga í útrýmingarbúðir nasista. Aðeins ellefu þeirra áttu afturkvæmt.

Varað við svifryki í borginni
Umhverfissvið Reykjavíkurborgar varar við því að svifryk mælist nú yfir heilsuverndarmörkum í Reykjavík. Búist er við áframhaldandi stilltu veðri fram á kvöld og því er útlit fyrir að magn svifryks í andrúmslofti verði áfram yfir heilsuverndarmörkum.

Landsvirkjun tvöfaldar styrk sinn við Ómar
Stjórn Landsvirkjunar hefur samþykkt að tvöfalda stuðning sinn við Ómar Ragnarsson fréttamann úr fjórum milljónum í átta vegna kvikmyndar sem hann vinnur að um fyllingu Hálslóns við Kárahnjúka. Ákvörðunin var tekin á fundi stjórnarinnar í morgun.

Íslendingar í samstarf við Bollywood?
Íslendingar munu leita eftir nánara samstarfi við Indverja á sviði kvikmynda og reyna að lokka framleiðendur Bollywood-mynda til landsins. Frá þessu er greint á indverska fréttavefnum newkerala.com.
IKEA, þú sem ert á himnum
Ný könnun sýnir að Svíar setja mublurisann IKEA mikilu hærra en kirkjuna, þegar trú og traust er annarsvegar.

Telja hvalaskoðunarbáta ógna lífi hvalanna
Sameiginlegar rannsóknir breskra og kanadiskra vísindamanna benda til þess að hvalaskoðunarbátar trufli svo hvalina, að lífi þeirra geti stafað hætta af. Bátarnir trufli hvalina við fæðuöflun og hreki þá jafnvel frá góðum matar- og hvíldarsvæðum.

Umferðaröryggi á Íslandi meðal þess besta í Evrópu
Íslendingar eru í fremstu röð Evrópuþjóða hvað varðar umferðaröryggi að mati doktors Günters Breyers, aðstoðarvegamálastjóra Austurríkis og forstöðumanns tækni- og umferðaröryggissviðs samgönguráðuneytis landsins.

Enn ein fjöldagröfin í Bosníu
Enn ein fjöldagröfin er fundin í Bosníu og er talið að hún sé frá fjöldamorðunum í Srebrenica árið 1995. Samtals fundust jarðneskar leifar 156 fórnarlamba. Þar af voru níutíu heil lík og svo líkamshlutar af sextíu og sex mönnum.
Hrakningar Wilke halda áfram
Hrakningum flutningaskipsins Wilke hér við land virðist ekki ætla að linna því í gær sigldi skipið á fiskiskipið Brynjólf í höfninni í Vestmannaeyjum. Engin slys urðu á fólki en töluverðar skemmdir urðu á Brynjólfi. Þetta kemur fram á vef Eyjafrétta.

Enski boltinn aftur á Sýn
365 hafði betur í keppni við Skjásport í baráttu um sýningarrétt frá ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu tímabilinu 2007 til 2010. Ari Edwald, forstjóri 365, staðfesti þetta við fréttastofu NFS. Skjár einn og Skjásport hafa haft réttinn síðastliðin þrjú ár en þar áður hafði Sýn sýningarréttinn.

Raðsælkeri dæmdur í eins árs fangelsi
Karlmaður var í dag dæmdur í eins árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir fjársvik, með því að hafa á tímabilinu frá mars til nóvember í ár pantað og neytt veitinga á veitingahúsum í Reykjavík fyrir samtals rúmlega sextíu þúsund krónur án þess að geta greitt fyrir þær.

Vonar að Pólverjarnir snúi sem fyrst heim á ný
Utanríkisráðherra Póllands kveðst vona að pólskir verka- og iðnaðarmenn snúi heim aftur sem fyrst, enda á landið í nokkrum vandræðum vegna atgervisflótta.

Le Pen vinsælli en nokkru sinni
Hægri öfgamaðurinn Jean-Marie Le er nú vinsælli en nokkrusinni, í Frakklandi, og gerir sér góðar vonir um að fara með sigur af hólmi í forsetakosningunum sem haldnar verða eftir sex mánuði.

15 mánuðir fyrir rán í apóteki
Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir rán í apóteki í Kópavogi í febrúar síðastliðnum. Maðurinn réðst inn í lyfjaverslunina Apótekarann að Smiðjuvegi vopnaður hnífi og með andlit sitt hulið, fór inn fyrir afgreiðsluborðið og ógnaði starfsmönnunum.

Fermingarbörn söfnuðu sjö milljónum fyrir vatnsverkefni
Fermingarbörn söfnuðu sjö milljónum króna í vatnsverkefni Hjálparstofnunar kirkjunnar með því að ganga í hús um allt land. Er þar um að ræða metupphæð en í fyrra söfnuðust 6,8 milljónir

Volvo innkallar 360.000 bíla í Bandaríkjunum
Bandaríska umferðaöryggisstofnunin (NHTSA) hefur skikkað bílaframleiðandann Volvo, dótturfyrirtæki Ford, til að innkalla 360.000 bíla í Bandaríkjunum vegna galla í rafeindastýrðri eldsneytisgjöf bílanna.

Aðeins ljósmyndarar mega taka myndir í vegabréf
Ljósmyndarar með iðnréttindi og nemar í ljósmyndun mega einir taka ljósmyndir í vegabréf samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll í dag.

Vanefndir af hálfu ríkisstjórnar ef vaxtabótafrumvarp fer óbreytt í gegn
Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, segir að ef tillögur ríkisstjórnarinnar um breytingar á vaxtabótum, sem nú eru til umfjöllunar á Alþingi, verði samþykktar óbreyttar sé um vanefndir að ræða af hálfu ríkisstjórnarinnar.

Nærri tíunda hvert heimili án reykskynjara
Enginn reykskynjari er á nærri einu af hverjum tíu heimilum á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt nýrri könnun Capacent fyrir Landssamband sjúkraflutninga- og slökkviliðsmanna.

Styrkir til ættleiðingar erlendis frá
Nýtt frumvarp um styrki frá ríkinu til foreldra sem ættleiða barn erlendis frá verður lagt fram í næstu viku. Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra, hefur boðað til blaðamannafundar í dag klukkan hálf fjögur þar sem hann ætlar að kynna frumvarpið. Styrkirnir nema tæpri hálfri milljón króna en allir sem uppfylla skilyrði laga um ættleiðingar eiga rétt á styrknum.