Fréttir

Fréttamynd

Fangelsi fyrir hatursraus

Breskur maður hefur verið dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir að hrækja framan í múslimakonu, og svívirða trú hennar með því að líkja henni við hryðjuverk.

Erlent
Fréttamynd

Stofnfundur samráðsvettvangs trúfélaga á morgun

Samráðsvettvangur trúfélaga heldur stofnfund sinn á morgun í Tjarnarsal Ráðhússins. Að vettvangnum standa þrettán trúfélög og er markmiðið að stuðla að umburðarlyndi og virðingu milli fólks af ólíkum lífsviðhorfum, trúarhópum og trúarbrögðum og standa vörð um trúfrelsi og önnur mannréttindi.

Innlent
Fréttamynd

Rúmlega 140 fórust í árásinni

Tala látinna í sprengjuárásunum í Bagdad í dag er komin upp í rúmlega 140. Á þriðja hundrað eru særðir, sumir lífshættulega. Þetta er eitthvert mesta blóðbað sem orðið hefur í svona árásum í Íraksstríðinu frá upphafi.

Erlent
Fréttamynd

Eltast við þjóðarmorðingja í Rúanda

Franskur dómari hefur gefið út alþjóðlega handtökuskipun á hendur níu embættismönnum í Rúanda sem eru grunaðir um að hafa skipulagt morðið á forseta landsins árið 1994. Dauði forsetans var kveikjan að þjóðarmorðinu sem framið var í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Dularfulla löggan

Þýsku lögregluþjónarnir héldu að þá væri að dreyma, þegar vel merktur amerískur lögreglubíll renndi fram úr þeim á hraðbrautinni. Við stýrið sat amerískur lögregluþjónn, með kaskeyti og Smith&Wesson skammbyssu.

Erlent
Fréttamynd

Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar stofnuð

Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar var í dag formlega stofnuð við athöfn í Þjóðmenningarhúsinu. Með henni á að leitast við að efla og skapa sóknarfæri til handa rétthöfum tónlistar og auka möguleika íslenskra fyrirtækja og einstaklinga í tónlistarútrás og í að ná árangri í alþjóðlegum viðskiptum á þessu sviði, eins og segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.

Innlent
Fréttamynd

Landsvirkjun styrkir Ómar

Landsvirkjun ætlar að styrkja verkefni Ómars Ragnarssonar, Örkina, um fjórar milljónir króna. Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, lýsti þessu yfir í opnum fundi í morgun. Ómar óskaði eftir því að Landsvirkjun styrkti verkefni hans en Ómar hefur verið að kvikmynda myndun Hálslóns.

Innlent
Fréttamynd

Orkumál í myrkri

Það varð nokkur þögn þegar ljósin slokknuðu í Brussel, á enn einum ráðherrafundi Evrópusambandsins, í dag. Eftir nokkurt þóf var ákveðið að halda fundinum áfram, við kertaljós.

Erlent
Fréttamynd

Flugvél lenti í Marseille vegna sprengjuhótunar

Flugvél á leið frá París til Fílabeinsstrandarinnar var skipað að lenda í Marseilli fyrr í dag vegna tilkynningar um að sprengja væri um borð. Vélin lenti heilu og höldnu í Marseille og farþegar fóru frá borði en sprengjusveit leitar nú að hugsanlegri sprengju.

Erlent
Fréttamynd

Livedoor selur fjármálaarm sinn

Japanska netfyrirtækið Livedoor ætlar að selja fjármálaarm fyrirtækisins fyrir 17,6 milljarða jena eða 10,6 milljarða krónur til fjárfestingafélagsins Advantage Partners. Þessi hluti fyrirtækisins hefur fram til þessa verið peningamaskína Livedoor en þaðan koma um 80 prósent af tekjum fyrirtækisins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Nær allur afgangur fjárlaga fari til elli- og örorkulífeyrisþega

Stjórnarandstaðan leggur til að nær allur áætlaður tekjuafgangur á fjárlögum næsta árs, eða ríflega sjö milljarðar króna, fari til að bæta stöðu elli - og örorkulífeyrisþega. Talsmenn stjórnarandstöðunnar segja tillögurnar skref í áttina að samræmdum málflutningi hennar fyrir kosningarnar í vor.

Innlent
Fréttamynd

Þriggja daga þjóðarsorg vegna námuslyss

Nú er orðið ljóst að enginn komst lífs af þegar gassprenging varð í pólskri námu í fyrrakvöld. Búið er að finna lík þeirra tuttugu og þriggja námumanna sem fóru þangað niður.

Erlent
Fréttamynd

Sýknaður af ákæru um naugðun

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað karlmann af ákæru um naugðun en honum var gefið að sök að hafa þröngvað ungri stúlku til samræðis við sig þegar þau voru saman í bíl. Atvikið átti sér stað í fyrrasumar en stúlkan lagði ekki fram kæru í málinu fyrr en tæpu ári síðar.

Innlent
Fréttamynd

Stefnt að samruna Air France KLM og Alitalia

Jean-Cyril Spinetta, forstjóri fransk-hollenska flugfélagsins Air France KLM, greindi frá því í dag að flugfélagið ætti í viðræðum um hugsanlegan samruna við ítalska flugfélagið Alitalia. Samruni flugfélaganna hefur verið á áætlun í langan tíma, að hans sögn.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Vantar peninga svo hægt sé að opna skíðasvæðið

Skortur á fjármagni kemur í veg fyrir að hægt sé að opna skíðasvæði Ísfirðinga og verður það að öllum líkindum ekki opnað fyrr en eftir áramót. Fréttavefurinn Bæjarins besta greinir frá þessu en nægur snjór er kominn í Skutulsfjörð svo hægt sé að hefja skíðaiðkun.

Innlent
Fréttamynd

Glitnir spáir 7 prósenta verðbólgu

Greiningardeild Glitnis segir útlit fyrir að vísitala neysluverðs hækki um 0,1 prósent á milli nóvember og desember. Gangi spáin eftir lækkar verðbólga úr 7,3 prósentum í 7,0 prósent í desember.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Aðalhagfræðingur Seðlabankans segir vexti sennilega verða hækkaða

Stýrivextir Seðlabanka Íslands verða sennilega hækkaðir í næsta mánuði. Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, sagði í morgun í viðtali við fréttastofu Bloomberg að vísbendingar séu um að bankinn þyrfti að hækka vexti sína til að ná markmiði um 2,5% verðbólgu innan ásættanlegs tíma. Frá þessu er sagt í Morgunkorni Glitnis.

Innlent
Fréttamynd

700 þúsund króna sekt fyrir illa meðferð á hrossum

Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í gær karlmann til greiðslu 700 þúsund króna sektar vegna illrar meðferðar á hrossum. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa síðla árs 2005 og í janúar og febrúar 2006, vanrækt gróflega aðbúnað, umhirðu og fóðrun á ellefu hrossum sem voru í hans umsjá en fjórum þeirra þurfti að lóga vegna þess hve horuð þau voru.

Innlent
Fréttamynd

Methagnaður hjá Air France á öðrum ársfjórðungi

Stærsta flugfélag Evrópu, Air France-KLM, skilaði methagnaði á öðrum ársfjórðungi þessa rekstrarárs, eða sem nemur um 28 milljörðum íslenskra króna. Annar ársfjórðungur í rekstrarári félagsins nær frá júlí til september en hagnaðurinn á því tímabili í fyrra var um 22 milljarðar sem er um fjórðungi minni hagnaður en í ár.

Erlent
Fréttamynd

Rússar hóta Evrópusambandinu

Rússar hafa hótað að banna allan innflutning á kjöti frá ríkjum Evrópusambandsins frá og með fyrsta janúar næstkomandi, þegar Rúmenía og Búlgaría fá aðild að sambandinu. Talsmaður ESB segir að Rússar fari offari með þessari hótun sinni, og hún stefni í hættu árangri á fundi sambandsins og Rússlands í Helsinki á morgun.

Erlent
Fréttamynd

Komið í veg fyrir áfengiskaup

Evrópudómstóllinn hefur úrskurðað að Bretar, sem kaupa áfengi og tóbak í öðrum löndum á netinu og láta senda sér heim, verði að greiða tolla og gjöld af vörunum. Einhverjum Bretum kann að þykja þetta súrt í broti enda hafa margir keypt vörurnar í öðrum löndum þar sem tollar eru lægri en í Bretlandi og látið senda sér.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Kristrún Lind nýr aðstoðarmaður samgönguráðherra

Kristrún Lind Birgisdóttir, aðstoðarskólastjóri Lindaskóla í Kópavogi, hefur verið ráðin aðstoðarmaður Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra. Hefur hún störf í ráðuneytinu eftir næstu helgi. Þetta kemur fram á vef ráðuneytisins.

Innlent
Fréttamynd

Líðan Litvinenkos versnar eftir hjartaáfall í nótt

Alexander Litvinenko, fyrrverandi njósnari hjá KGB sem talið er að eitrað hafi verið fyrir, fékk hjartaáfall í nótt og ástand hans er sagt mjög alvarlegt. Litvinenko hefur dvalið á University College sjúkrahúsinu í Lundúnum frá því í byrjun mánaðarins en nýjustu fregnir herma að þrír hlutir hafi fundist í meltingarvegi hans.

Erlent
Fréttamynd

Vilja 900 þúsund króna frítekjumark hjá elli- og örorkulífeyrisþegum

Stjórnarandstaðan leggur fram sameiginlegar tillögur við breytingar á fjárlögum við aðra umræðu um þau sem varðar lífeyrisgreiðslur til elli- og örorkulífeyrisþega. Gert er ráð fyrir að greiðslur til þeirra hækki um samtals sjö milljarða króna samkvæmt tillögunum en þær voru kynntar á sameiginlegum fundi stjórnarandstöðunnar í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Kerkorian selur í General Motors

Bandaríski auðkýfingurinn Kirk Kerkorian er sagður ætla að minnka við sig í bandaríska bílaframleiðandanum General Motors. Kerkorian á 9,9 prósenta hlut í fyrirtækinu og einn stærsti einstaki hluthafi þess. Breska ríkisútvarpið segir Kerkorian ætla að selja 14 milljón hluti í félaginu og fara niður í 7,4 prósenta eignarhlut.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Tíbeti kveikti í sér

Tíbeskur maður kveikti í sjálfum sér fyrir utan hótelið sem Hu Jintao, forseti Kína dvelur á, í heimsókn sinni til Indlands.

Erlent