Fréttir

Fréttamynd

Unnið að breytingum á gatnamótum

Slökkt verður á umferðarljósum á gatnamótum Kringlumýrar- og Miklubrautar á sunnudaginn kemur frá kl. 8 um morguninn og fram eftir degi vegna breytinga á gatnamótnum. Þá verða ljósin einnig slökkt í um þrjá tíma eftir morgunumferð á mánudeginum vegna enduruppsetningar á stjórnbúnaði. Lögregla mun sjá um umferðarstjórn á gatnamótunum á meðan á þessu stendur en á meðan umferð er handstýrt verður lokað fyrir vinstribeygjustrauma.

Innlent
Fréttamynd

Ofbeldisbrotum fækkar í miðbænum

Skráðum ofbeldisverkum í miðborg Reykjavíkur fækkaði um 40 prósent frá árinu 2000 til loka ársins 2004 samkvæmt úttekt sem gerð var fyrir lögregluna í Reykjavík og kynnt var í gær. Þykir lögregluyfirvöldum þetta sýna að umtalsverður árangur hefur náðst og þakka það helst öryggismyndavélum og breyttum opnunartíma skemmti- og veitingastaða.

Innlent
Fréttamynd

Olíuverð hækkar enn

Heimsmarkaðsverð á hráolíufatinu fór upp í 68 Bandaríkjadali í gær og hefur aldrei verið hærra.

Erlent
Fréttamynd

Hátt í 40 látnir í flóðum í Evrópu

Nærri fjörutíu manns hafa látist af völdum mikilla flóða í Evrópu undanfarna fjóra daga. Björgunarsveitarmenn um alla álfuna standa nú í stórræðum vegna flóðanna sem ekki virðist ætla að linna alveg í bráð. Verst er ástandið í Rúmeníu, þar sem 1400 hús hafa eyðilagst þegar ár hafa flætt yfir bakka sína í úrhellisrigningu. Minnst 25 hafa farist þar.

Erlent
Fréttamynd

Staða Íbúðalánasjóðs könnuð

Félagsmálaráðherra hefur skipað sex manna nefnd sem mun á næstu vikum kanna stöðu og hlutverk íbúðalánasjóðs. Verður meðal annars skoðað hvort raunhæft sé að gera sjóðinn að heildsölubanka.

Innlent
Fréttamynd

Fimm teknir af lífi

Róstusamt hefur verið fyrir botni Miðjarðarhafs síðustu daga eftir að fimm manns voru skotnir á Vesturbakkanum.

Erlent
Fréttamynd

Ójöfnuðurinn eykst stöðugt

Ójöfnuður er meiri í heiminum í dag en fyrir áratug og stór hluti heimsbyggðarinnar er fastur í gildru fátæktar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna.

Erlent
Fréttamynd

Varað við gylliboðum í Karíbahaf

Talsmaður neytenda varar Íslendinga við gylliboðum um ferðavinninga til Karíbahafsins sem birtast neytendum á Netinu og berast símleiðis. Norrænir neytendaumboðsmenn hafa sent bandaríska viðskiptaeftirlitinu sameiginlegt bréf vegna tíu fyrirtækja þar í landi sem náð hafa sambandi við neytendur á Norðurlöndum.

Innlent
Fréttamynd

Ekki treyst til að skrifa fréttir

Yfirmenn frétta á Ríkisútvarpinu treysta ekki lengur forstöðumanni svæðisútvarpsins á Suðurlandi til að skrifa fréttir eftir að hann úthúðaði forsvarsmönnum Baugs og bankastjórum KB banka á bloggsíðu sinni. Lögfræðingur Ríkisútvarpsins er að fara yfir málið.

Innlent
Fréttamynd

Haldnir til styrktar Björgu

Fjöldi tónlistarmanna kemur fram á tónleikum sem haldnir verða í Kerinu í Grímsnesi klukkan tvö á morgun til styrktar björgunarsveitinni Björg á Eyrarbakka. Röð báta á vatni sprengigígsins myndar svið fyrir listamennina, en gestir tylla sér í gróna hlíð Kersins.

Innlent
Fréttamynd

Anna stefnir á efsta sætið

Anna Kristinsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, mun að öllum líkindum bjóða sig fram í efsta sæti listans fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor. Verið er að safna liði í kringum hana til að fella Alfreð Þorsteinsson sem hefur verið oddviti flokksins í borgarstjórn til fjölda ára.

Innlent
Fréttamynd

Sigurður formaður stjórnar ÞSÍ

Utanríkisráðherra skipaði í dag Sigurð Helgason, fyrrverandi forstjóra Icelandair, formann stjórnar Þróunarsamvinnustofnunar Íslands til fjögurra ára. Sigurður tekur við af Birni Inga Hrafnssyni, aðstoðarmanni forsætisráðherra, sem að eigin ósk hefur látið af því starfi. Þróunarsamvinnustofnunin var stofnuð með lögum árið 1981 og er ætlað að vinna að tvíhliða samstarfi Íslands við þróunarlönd.

Innlent
Fréttamynd

Átök á Vesturbakkanum

Fimm manns féllu í átökum Palestínumanna og Ísraela í Jerúsalem og á Vesturbakkanum í gær. Ísraelski herinn skaut fjóra palestínska uppreisnarmenn til bana seint í gærkvöldi. Að sögn talsmanns hersins voru mennirnir fjórir allir hryðjuverkamenn, sem meðal annars stóðu nýlega fyrir tveimur sprengjuárásum í Ísrael. Fyrr um kvöldið stakk palestínskur uppreisnarmaður tvo öfgafulla gyðinga í Jerúsalem. Annar þeirra lést af sárum sínum.

Erlent
Fréttamynd

Hætt við hækkun leikskólagjalda

Samþykkt var samhljóða á fundi borgarráðs, sem lauk nú fyrir skömmu, að hætta við að hækka leikskólagjöld hjá börnum námsmanna, að sögn Alfreðs Þorsteinssonar.

Innlent
Fréttamynd

Reksturinn nálægt jafnvægi

79 milljóna króna halli var á rekstri Landspítala - háskólasjúkrahúss fyrstu sex mánuði ársins. Uppsafnaður rekstrarhalli fyrri ára gerir greiðslustöðu Landspítalans erfiða, að því er fram kemur í hálfsársuppgjöri spítalans. Fyrsta hálfsársuppgjör Landspítalans var birt í gær.

Innlent
Fréttamynd

Athuga ný flugvallarstæði

Borgarráð fól í dag framkvæmdasviði borgarinnar og skipulags- og byggingarsviði að hafa forgöngu um athugun á styttingu núverandi flugbrauta í Vatnsmýrinni og hugsanlegum nýjum flugvallarstæðum í samvinnu við stýrihóp um heildarskipulag Vatnsmýrarinnar. Tillaga þessa efnis var samþykkt einróma í borgarráði í dag, að því er fram kemur í tilkynningu frá borgarstjórn.

Innlent
Fréttamynd

Aron til landsins í næstu viku

Aron Pálmi Ágústsson, sem setið hefur í fangelsi í Texas síðustu átta ár, er væntanlegur til landsins í næstu viku. Fréttastofan ræddi við Aron Pálma í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Vilja áfram flug til Narsarsuaq

Vestnorræna ráðið hvetur ríkisstjórnir Vestur-Norðurlanda til að tryggja nú þegar að nýr samningur verði gerður um flugsamgöngur milli Narsarsuaq og Reykjavíkur. Ráðið leggur jafnframt til að samningur um flugsamgöngur milli Narsarsuaq og Reykjavíkur verði gerður til fleiri ára, en núverandi samkomulag milli Grænlands og Íslands rennur út þann 31. desember 2005.

Innlent
Fréttamynd

Mest útgjöld til félagsmála

Útgjöld til félagsmála vega þyngst í útgjöldum ríkissjóðs og hefur hlutfall þeirra aukist um þrjú prósent síðustu fimm árin eða úr 62,1 prósenti í 65,1 prósent og eru því nálægt tveimur þriðju af heildarútgjöldum. Þetta kemur fram í vefriti fjármálaráðuneytisins. Skoðuð var fimm ára þróun útgjalda ríkissjóðs, frá árinu 1999 til og með árinu 2003.

Innlent
Fréttamynd

Allt að 100 þúsund fyrir fermetra

Hesthúsaeigendum í Glaðheimum hafa undanfarið verið boðnar 80.000 eða 100.000 krónur á fermetrann fyrir hesthús sín sem er hærra fermetraverð en fæst fyrir góð einbýlishús víða á landsbyggðinni, en til að mynda fæst jafnvel tvöfalt hærra verð fyrir hesthúsin en íbúðarhús í Vestmannaeyjum eða Höfn í Hornafirði.

Innlent
Fréttamynd

Kókabændur myrtir

Skæruliðar myrtu að minnsta kosti fjórtán bændur, þrettán karla og eina konu, sem voru við að tína uppskeru af kókarunnum í Norðvestur-Kólumbíu í gær. Skæruliðarnir eru meðlimir í samtökum sem kalla sig Byltingarher Kólumbíu.

Erlent
Fréttamynd

Hraðakstur við grunnskóla

Lögeglan í Keflavík hélt uppi eftirliti við grunnskóla á skólatíma í gær. Á Skólavegi voru fjórir kærðir fyrir hraðakstur þar sem hámarkshraði er 30 kílómetrar á klukkustund. Sá sem hraðast ók mældist á 70 kílómetra hraða.

Innlent
Fréttamynd

Fjögur sjúkraflug frá Akureyri

Fjögur sjúkraflug voru farin frá Akureyri í gær. Sóttur var veikur maður til Grænlands og á Vopnafjörð þar sem slys hafði orðið. Þá var flogið með sjúkling frá Akureyri til Reykjavíkur þar sem hann þurfti að gangast undir aðgerð. Fjórða vélin var svo kölluð á Egilsstaði upp úr klukkan sex til að ná í sjúkling og flytja hann til Reykjavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Lögfræðingur RÚV fer yfir skrif

Markús Örn Antonsson útvarpssjóri segir lögfræðing stofnunarinnar fara yfir skrif Sigmundar Sigurgeirssonar, forstöðumanns svæðisútvarpsins á Suðurlandi, á bloggsíðu sína. Hann vildi að örðu leyti ekki tjá sig um skrif starfsmannsins. Sigmundur, sem starfað hefur við svæðisútvarpið um nokkurt skeið, hefur á bloggsíðu sinni beðist afsökunnar á skrifum sínum þar sem hann var mjög orðljótur í garð Baugsfjölskyldunnar.

Innlent
Fréttamynd

Heimsþing Ladies Circle sett í dag

Árlegt heimsþing samtakanna Ladies Circle hefst í Reykjavík í dag. Er þetta í fyrsta skipti sem þingið er haldið á Íslandi en það sækja um 600 konur frá 28 þjóðlöndum. Að lokinni setningu þingsins í Hallgrímskrikju klukkan hálfsjö í kvöld verður gengið í skrúðgöngu að Kjarvalsstöðum og munu margar konurnar klæðast þjóðbúningum landa sinna.

Innlent
Fréttamynd

Mestu dýraflutningar sögunnar

Yfirvöld í Kenía hófu í dag að flytja 400 fíla af friðlýstu svæði í landinu við strendur Indlandshafs vegna plássleysis. Um 600 fílar eru í Shimba Hills á svæði sem aðeins ber 200 fíla, en fílarnir hafa að undanförnu valdið nokkrum búsifjum hjá bændum á svæðinu. Fílarnir eru fyrst svæfðir en ætlunin er að flytja eina fjölskyldu á dag á sérstyrktum vörubílum í Tsavo East þjóðgarðinn sem er sá stærsti í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Kallaði Baugsfjölskyldu skítapakk

Forstöðumaður svæðisstöðvar Ríkisútvarpsins á Suðurlandi, Sigmundur Sigurgeirsson, hefur á bloggsíðu sinni beðist afsökunnar á skrifum sínum þar sem hann var mjög orðljótur í garð Baugsfjölskyldunnar. Þar kallaði hann Jóhannes Jónsson og börn hans skítapakk og hét hann því að stíga aldrei fæti inn í verslanir þeirra í framtíðinni.

Innlent
Fréttamynd

Lögreglumenn látast við leit

Tveir egypskir lögreglumenn létust í dag þegar tvær jarðsprengjur sprungu á svæði á Sínaískaga þar sem lögregla leitar þeirra sem stóðu að sprengjutilræði í Sharm el-Sheikh í síðasta mánuði. Þetta er í annað sinn á tveimur dögum sem jarðsprengja springur á svæðinu en í gær skemmdist brynvarinn bíll og þrír lögreglumenn særðust í leit sinni að hryðjuverkamönnunum.

Erlent