Húsnæðismál

Fréttamynd

Fast­eigna­kaup leigj­enda, compu­ter says NO!

Nú erum við hjón með 3 börn á leigumarkaði, leigjum fína íbúð, með toppleigusala. Erum með fína greiðslugetu á mánuði. Langar komast í örlítið stærri eign. Langar að kaupa. Getum við það? Nei. Af hverju? Því kerfið leyfir það ekki.

Skoðun
Fréttamynd

Að skapa jarð­veginn

Eftirspurn á fasteignamarkaði eykst. Þar er mikil hreyfing á bæði nýbyggingum og eldri eignum. En er nógu mikið byggt? Hvernig liggur landið úti á landi? Getur byggingariðnaðurinn annað eftirspurn?

Skoðun
Fréttamynd

Fjórir börðust um hverja íbúð í Þorpinu

Þorpið vistfélag hefur lokið úthlutun síðustu fimmtíu íbúða félagsins í Gufunesi í samstarfsverkefni félagsins og Reykjavíkurborgar um hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. Tæplega fjórir umsækjendur voru um hverja íbúð sem úthlutað var en dregið var á milli þeirra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Að rjúfa stöðnun á hús­næðis­markaði

Stöðnun á húsnæðismarkaði á landsbyggðinni er og hefur verið viðvarandi vandamál í mörgum byggðum landsins undanfarna áratugi og hefur hindrað atvinnuuppbyggingu og eðlilega samfélagsþróun.

Skoðun
Fréttamynd

Verð á fjölbýli hækkar en sérbýli lækkar

Hækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu í febrúar var 0,6 prósent miðað við 0,1 prósent í janúar. Hækkunin var þó misskipt þar sem verð á fjölbýli hækkaði um 0,9 prósent á meðan verð á sérbýli lækkaði um 0,7 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Að eiga í engin hús að venda

Það er alls ekki langt síðan ónefndur netverji lét reyna á mátt Facebook í von um að finna húsaskjól fyrir mann sem svaf fyrir utan loftræsiskerfisviftu frá bílakjallara í Reykjavík.

Skoðun
Fréttamynd

Húsbyggingar þola vel jarðskjálftaálagið undanfarið

Sérfræðingur  hjá Náttúruhamfaratryggingu Íslands segir hús hér á landi  þola vel langvarandi skjálftahrinu eins og staðið hefur undanfarið. Það sé ekki fyrr en skjálftar verð sex eða stærri að þeir geti haft áhrif á burðavirki húsa. Þó slíkur skjálfti yrði í tengslum við hrinuna á Reykjanesi þá yrði hann það fjarri byggð að hann myndi líklega ekki hafa áhrif á burðavirki húsa. Fimmtíu þúsund skjálftar hafa orðið frá því hrinan hófst.

Innlent
Fréttamynd

Lekt þak, brotið klósettrör og kaldur ofn

Eins stærsta fjárfesting hvers og eins er húsnæði. Þeim fer fjölgandi sem kjósa að kaupa ekki húsnæði heldur leigja. Seinustu ár hefur leigufélögum sem bjóða viðskiptavinum sínum upp á langtíma samninga fjölgað og er það vel.

Skoðun
Fréttamynd

Hús­næðis­málin og líf­eyris­sjóðirnir

Enn og aftur stefnir í alvarlegan húsnæðisskort á næstu árum samkvæmt greiningum Húsnæðis og mannvirkjastofnunar. Húsnæðisöryggi er ein af grunnstoðum allra samfélaga og eitt af mikilvægustu innviðum okkar og kjarabaráttumálum.

Skoðun
Fréttamynd

Aldrei verið auð­veldara að kaupa hús­næði

Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Hagfræðideild Landsbankans, segir að það hafi aldrei verið auðveldara að kaupa íbúðarhúsnæði á Íslandi. Hann hefur lengi fylgst með þróun fasteigna- og leigumarkaðsins hér á landi og segir að á síðustu tuttugu árum hafi alla jafna verið hagstæðara að kaupa en að leigja.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Aðal­fundir hús­fé­laga

Nú fer að verða hægt að halda aðalfundi húsfélaga en stærri húsfélög hafa þurft að fresta þeim vegna covid. Samkomutakmarkanir hafa haft bein áhrif á eigendur margra fjöleignarhúsa sem ekki hafa getað haldið fundi vegna þeirra þar sem fjöleignarhúsalögin heimila ekki rafræna fundi.

Skoðun
Fréttamynd

„Í rauninni er hægt að finna myglu í hverju einasta húsi“

Líffræðingur og lýðheilsufræðingur hjá Eflu verkfræðistofu segir að finna megi myglu í einhverjum mæli í öllum húsum. Það sé upp að vissu marki eðlilegt að mygla myndist en mikilvægt sé að vera vel vakandi og fjarlægja alla myglu sem upp kemur. Góð loftskipti gegni lykilhlutverki í baráttunni gegn myglu í húsum.

Innlent
Fréttamynd

Um 150 manns mættu á opið hús

140 til 150 manns mættu til að skoða einbýlishús í Hafnarfirði nýlega á opnu húsi. Húsið seldist síðan á 8% yfir ásettu verði. Davíð Ólafsson, löggiltur fasteignasali hjá fasteignasölunni Borg sem sá um söluna á húsinu, segir þetta til marks um skort á íbúðarhúsnæði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hús­fundur án heimilis

Félags- og barnamálaráðherra kynnti nýverið drög að frumvarpi til breytinga á fjöleignarhúsalögum. Þær breytingar sem hann hefur boðað er ætlað að nútímavæða fjöleignarhúsalögin að fenginni reynslu undanfarinna ára og þá einkum varðandi tækninýjungar og breyttrar samfélagsmyndar frá því lögin tóku fyrst gildi.

Skoðun