Kauphöllin

Fréttamynd

Innrás Rússa setur strik í reikning Síldarvinnslunnar

Síldarvinnslan er með útistandandi viðskiptakröfur í Úkraínu upp á 1,1 milljarð króna og hafði áformað að selja töluvert magn af loðnu inn á markaðinn áður en fréttir bárust af innrás Rússlands. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Síldarvinnslan sendi til Kauphallarinnar.

Innherji
Fréttamynd

Markaðir rétta úr kútnum, Brim hækkar um meira en 11 prósent

Eftir einn svartasta dag í Kauphöllinni frá fjármálahruninu 2008 varð mikill viðsnúningur á hlutabréfamörkuðum í dag og hækkaði Úrvalsvísitalan um rúmlega 3,6 prósent eftir að hafa fallið um nærri 6 prósent daginn áður. Öll félögin á aðalmarkaði hækkuðu í verði, mest Brim, en gengi bréfa sjávarútvegsfélagsins hækkaði um 11,5 prósent og hefur virði þess á markaði aldrei verið meira.

Innherji
Fréttamynd

Tilkynningarskyld viðskipti samkvæmt MAR

Gildistaka MAR hefur í för með sér töluverðar breytingar hvað varðar viðskipti æðstu stjórnenda einkum í ljósi þess að þeir þurfa ekki að óska eftir heimild til viðskipta og hafa að auki rýmri tíma til þess að upplýsa um slík viðskipti. Þá hverfur sú krafa sem gerð var til skráðra félaga um að þau haldi úti sérstökum lista yfir innherja.

Umræðan
Fréttamynd

Versti dagur í langan tíma

Icelandair hefur lækkað mest íslenskra félaga á rauðum degi á hlutabréfamarkaði í dag. Hækkandi olíuverð bítur flugfélög - en mun væntanlega einnig bíta íslenska neytendur, þegar það ratar inn í bensínverð.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Sala eigna og uppstokkun á rekstri hækkar verðmatsgengi Skeljungs um þriðjung

Sala eigna, meðal annars á rúmlega helmingshlut í færeyska olíufélaginu Magn, og mikil umbreyting á efnahag Skeljungs gerir það að verkum að nýtt verðmatsgengi Jakobsson Capital á félaginu er hækkað um 31 prósent frá fyrra mati og er nú 14,5 krónur á hlut. Það er samt um 7 prósentum lægra en núverandi markaðsgengi sem stóð í 15,5 krónum á hlut við lokun markaða í dag.

Innherji
Fréttamynd

Væntingar um virði Tempo ýta gengi Origo upp í hæstu hæðir

Hlutabréfaverð Origo hefur rokið upp um 23 prósent eftir að upplýsingatæknifyrirtækið birti ársuppgjör sitt fyrir aðeins tveimur vikum síðan. Markaðsvirði félagsins, sem er á meðal þeirra minnstu á aðalmarkaði Kauphallarinnar, hefur á þeim tíma hækkað um nærri 7 milljarða króna og nemur nú rúmlega 35 milljörðum.

Innherji
Fréttamynd

Vill selja yfir 15 prósenta hlut í Íslandsbanka í næsta áfanga

Bankasýsla ríkisins, sem heldur utan um eftirstandandi 65 prósenta eignarhlut ríkissjóðs í Íslandsbanka, mun stefna að því að selja að lágmarki svo stóran hlut í næsta áfanga söluferlisins á komandi vikum að eignarhald íslenska ríkisins fari niður fyrir helmingshlut í bankanum, samkvæmt heimildum Innherja.

Innherji
Fréttamynd

Útboð og skráning Íslandsbanka kostaði ríkissjóð yfir 1.700 milljónir

Beinn kostnaður íslenska ríkisins við skráningu og hlutafjárútboð Íslandsbanka um mitt síðasta ár nam 1.704 milljónum króna, að stærstum hluta vegna söluþóknunar til fjölda erlendra og íslenskra ráðgjafa. Kostnaðurinn jafngilti um 3,1 prósenti af söluandvirðinu en ríkið seldi 35 prósenta hlut í bankanum fyrir rúmlega 55 milljarða króna.

Innherji
Fréttamynd

Forstjóri Marel: Við fórum viljandi af stað á undan vextinum

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, boðar stórar yfirtökur í því skyni að ná metnaðarfullum markmiðum um tekjuvöxt sem þarf að vera töluvert meiri á næstu fimm árum en hann hefur að meðaltali verið á síðustu fimm. Hann segir að fjárfesting í sölu- og þjónustuneti í miðjum heimsfaraldri hafi skilað sér í því að tæknifyrirtækið sé í góðri stöðu miðað við keppinauta og býst við að „dulinn kostnaður“ vegna tafa og verðhækkana í aðfangakeðju, sem nemur um tveimur prósentum af tekjum Marel, muni ganga til baka á seinni hluta ársins.

Innherji
Fréttamynd

Metár í pöntunum og Marel með augun á stærri yfirtökum

Hagfelldar markaðsaðstæður, sterk staða og fjárhagsstyrkur fyrirtækisins gerir Marel nú „kleift að ráðast í stærri yfirtökur til að knýja fram áframhaldandi vöxt og viðgang,“ segir Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, í tilkynningu með ársuppgjöri félagsins sem var birt eftir lokun markaða í gær.

Innherji
Fréttamynd

Hefnd busanna

Titill greinarinnar vísar til hinnar stórgóðu kvikmyndar Revenge of the Nerds (þýtt sem Hefnd busanna, höldum okkur við þá hugtakanotkun hér), sem kom út á níunda áratug síðustu aldar. Myndin fjallar í mjög stuttu máli um upprisu busa (e. nerds) í bandarískum háskóla og baráttu þeirra við hóp andstyggilegra íþróttatöffara (e. jocks).

Skoðun
Fréttamynd

Sjóðir Stefnis stækka stöðu sína í VÍS, en Akta selur

Tveir hlutabréfasjóðir í rekstri Stefnis hafa að undanförnu aukið við stöðu sína í VÍS og fara nú með samtals nálægt sex prósenta eignarhlut sem gerir sjóðastýringarfyrirtækið að fimmta stærsta hluthafanum. Markaðsvirði þess hlutar er í dag meira en tveir milljarðar króna.

Innherji
Fréttamynd

Uppstokkun á næsta aðalfundi Eikar

Fyrirséð er að stjórn Eikar fasteignafélags taki breytingum á næsta aðalfundi sem verður haldinn í lok mars en tveir stjórnarmenn félagsins hyggjast ekki sækjast eftir endurkjöri.

Innherji