Helga Vala furðar sig á feitum launum Boga í ljósi ríflegra ríkisstyrkja til Icelandair Jakob Bjarnar skrifar 8. febrúar 2022 12:00 Bogi lepur ekki dauðan úr skel en Helgu Völu þykir launakjör hans útúr öllu korti ekki síst ef litið er til þess að Icelandair er það fyrirtæki sem fékk milljarða úr ríkisstjóði í rekstrarstyrki. vísir/vilhelm Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group fékk launagreiðslur sem nema 67,5 milljónum á síðasta ári eða sem nemur 5,6 milljónum króna á mánuði. Þessu til viðbótar fékk Bogi Nills tæpar 16 milljónir í lífeyrisgreiðslur, laun, hlunnindi og lífeyrisgreiðslur hans voru samtals liðlega 83 milljónir króna eða sem nemur tæpum 7 milljónum króna á mánuði. Þetta kom fram á Innherja á Vísi í gær og vísað til nýbirts ársreiknings Icelandair. Helgu Völu Helgadóttur þingmanni Samfylkingar þykir hér vel í lagt, ekki síst ef litið er til ríkisstyrkja sem Icelandair hefur þegið vegna tapreksturs. Helga Vala tjáir þessar skoðanir sínar tæpitungulaust í stuttum pistli á Facebook. „Í hvaða veruleika telst það eðlilegt að laun forstjóra hækki um nærri helming á sama tíma og sama fyrirtæki þiggur stórkostlegar fjárhæðir í stuðning frá skattgreiðendum í gegnum ríkissjóð og tapar á sama tima milljörðum?“ spyr Helga Vala. Icelandair notið ríkulegra ríkisstyrkja Þingmaðurinn telur vert að minna á að Bogi Nils beri sem forstjóri ábyrgð á því að fyrirtækið braut gegn skýrum lögum við uppsagnir og ráðningar flugfreyja, samanber niðurstöðu Félagsdóms fyrir skömmu síðan. „Og hefur auk þess talað um að launahækkanir almenns launafólks hafi verið út úr kortinu, en þykir á sama tíma eðlilegt að hækka mánaðarlaun sín og aðrar kjarabætur um milljónir í hverjum mánuði,“ segir Helga Vala. Kjarninn setti launahækkun Boga Nils í samhengi við ummæli hans um of háar hækkanir meðal almenns launafólks í umfjöllun sinni í gær. Þar kom fram að laun hans hefðu hækkað um tæplega helming í fyrra. Icelandair Group tapaði tæplega 14 milljörðum á síðasta ári. Bálreiður verkalýðsleiðtogi Icelandair er það fyrirtæki sem hlaut á síðasta ári lang mestan stuðning úr ríkissjóði á síðasta ári vegna svokallaðrar greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnafresti eða 3,6 milljarða króna. Helga Vala er ekki ein um að furða sig á þessu því sem hún og aðrir telja misræmi í afstöðu. Vilhjálmur Birgisson verkalýðsleiðtogi á Akranesi er bálreiður. Og fær útrás fyrir það í pistli sem hann skrifar um sama mál á sinni Facebook-síðu. Hann gengur svo langt að segja Boga að halda kjafti. Icelandair Kjaramál Alþingi Samfylkingin Kauphöllin Tengdar fréttir Icelandair í hættu á að missa lykilstarfsmenn sem fái ekki nægjanlega góð laun Það er mat tilnefningarnefndar Icelandair Group, byggt á viðtölum sem nefndin hefur að undanförnu átt við meðal annars stjórnarmenn flugfélagsins, að þörf sé á öflugri áætlun til að minnka starfsmannaveltu í stjórnunarstöðum hjá fyrirtækinu ásamt því að endurskoða útfærslu starfskjara. 7. febrúar 2022 18:13 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Þessu til viðbótar fékk Bogi Nills tæpar 16 milljónir í lífeyrisgreiðslur, laun, hlunnindi og lífeyrisgreiðslur hans voru samtals liðlega 83 milljónir króna eða sem nemur tæpum 7 milljónum króna á mánuði. Þetta kom fram á Innherja á Vísi í gær og vísað til nýbirts ársreiknings Icelandair. Helgu Völu Helgadóttur þingmanni Samfylkingar þykir hér vel í lagt, ekki síst ef litið er til ríkisstyrkja sem Icelandair hefur þegið vegna tapreksturs. Helga Vala tjáir þessar skoðanir sínar tæpitungulaust í stuttum pistli á Facebook. „Í hvaða veruleika telst það eðlilegt að laun forstjóra hækki um nærri helming á sama tíma og sama fyrirtæki þiggur stórkostlegar fjárhæðir í stuðning frá skattgreiðendum í gegnum ríkissjóð og tapar á sama tima milljörðum?“ spyr Helga Vala. Icelandair notið ríkulegra ríkisstyrkja Þingmaðurinn telur vert að minna á að Bogi Nils beri sem forstjóri ábyrgð á því að fyrirtækið braut gegn skýrum lögum við uppsagnir og ráðningar flugfreyja, samanber niðurstöðu Félagsdóms fyrir skömmu síðan. „Og hefur auk þess talað um að launahækkanir almenns launafólks hafi verið út úr kortinu, en þykir á sama tíma eðlilegt að hækka mánaðarlaun sín og aðrar kjarabætur um milljónir í hverjum mánuði,“ segir Helga Vala. Kjarninn setti launahækkun Boga Nils í samhengi við ummæli hans um of háar hækkanir meðal almenns launafólks í umfjöllun sinni í gær. Þar kom fram að laun hans hefðu hækkað um tæplega helming í fyrra. Icelandair Group tapaði tæplega 14 milljörðum á síðasta ári. Bálreiður verkalýðsleiðtogi Icelandair er það fyrirtæki sem hlaut á síðasta ári lang mestan stuðning úr ríkissjóði á síðasta ári vegna svokallaðrar greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnafresti eða 3,6 milljarða króna. Helga Vala er ekki ein um að furða sig á þessu því sem hún og aðrir telja misræmi í afstöðu. Vilhjálmur Birgisson verkalýðsleiðtogi á Akranesi er bálreiður. Og fær útrás fyrir það í pistli sem hann skrifar um sama mál á sinni Facebook-síðu. Hann gengur svo langt að segja Boga að halda kjafti.
Icelandair Kjaramál Alþingi Samfylkingin Kauphöllin Tengdar fréttir Icelandair í hættu á að missa lykilstarfsmenn sem fái ekki nægjanlega góð laun Það er mat tilnefningarnefndar Icelandair Group, byggt á viðtölum sem nefndin hefur að undanförnu átt við meðal annars stjórnarmenn flugfélagsins, að þörf sé á öflugri áætlun til að minnka starfsmannaveltu í stjórnunarstöðum hjá fyrirtækinu ásamt því að endurskoða útfærslu starfskjara. 7. febrúar 2022 18:13 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Icelandair í hættu á að missa lykilstarfsmenn sem fái ekki nægjanlega góð laun Það er mat tilnefningarnefndar Icelandair Group, byggt á viðtölum sem nefndin hefur að undanförnu átt við meðal annars stjórnarmenn flugfélagsins, að þörf sé á öflugri áætlun til að minnka starfsmannaveltu í stjórnunarstöðum hjá fyrirtækinu ásamt því að endurskoða útfærslu starfskjara. 7. febrúar 2022 18:13