Vísindi

Fréttamynd

Vilja sækja sýni úr smástirnum

Hópur breskra vísindamanna vinnur nú hörðum höndum að því að þróa áætlun um það hvernig megi senda ómannað geimfar eftir sýnum úr smástirnum.

Erlent
Fréttamynd

Voru risaeðlurnar bara heppnar?

Ýmislegt þykir benda til þess að yfirburðastaða risaeðla á jörðinni fyrir rúmum 200 milljónum ára hafi verið hrein tilviljun.

Erlent
Fréttamynd

Uppgötvaði útdauða flugu á ebay

Skordýrafræðingurinn Richard Harrington datt í lukkupottinn á dögunum þegar hann keypti steingerfða flugu hjúpaða rafi á uppboðsvefnum ebay. Harrington keypti steingerfinginn á tuttugu dollara, eða sextán hundruð krónur íslenskar, af manni í Litháen.

Erlent
Fréttamynd

Vonir um fuglaflensumótefni eftir rannsókn á spænsku veikinni

Rannsókn á þeim sem lifðu af spænsku veikina sem var árið 1918 gæti hjálpað til við að finna mótefni gegn fuglaflensunni. Rannsóknin leiddi í ljós að eftirlifendurnir veikinnar hefðu enn mótefni gegn H1N1 veirunni sem lagði um 50 milljón manns árið 1918.

Erlent
Fréttamynd

Rómverskt hof fannst undir kirkju

Ísraelskir fornleifafræðingar hafa fundið rústir rómversks hofs undir grunni kirkju á Zippori í Ísrael sem var höfuðborg Galíleu á rómverskum tíma. Hofið hefur verið rænt og ruplað í fornöld og stendur því aðeins grunnurinn nú eftir.

Erlent
Fréttamynd

Tæknivæddur fornleifauppgröftur

Fornleifafræðingar hafa tekið stökk inn í framtíðina og nota nú rafmagns- og örbylgjusenda til að grennslast fyrir um lifnaðarhætti landnámsmanna í Skagafirði.

Erlent
Fréttamynd

Huliðshjálmur á næsta leiti

Vísindamenn við Berkley háskóla í Kaliforníu segjast nú skrefi nær að þróa aðferðir til að gera fólk ósýnilegt. Í grein sem birtist í tímaritunum Nature og Science segjast þeir hafa þróað efni sem getur sveigt ljós framhjá þrívíðum hlutum og þar með látið þá hverfa.

Erlent
Fréttamynd

Mikilvægt skref í landsvæðabaráttu norðurheimskautsins

Vísindamenn við háskólann í Durham í Bretlandi hafa gert kort sem sýnir yfirráð ríkja á norðurheimskautinu og möguleg svæði sem gætu orðið bitbein í framtíðinni. Þetta er í fyrsta sinn sem hannað er svo nákvæmt kort af svæðinu.

Erlent
Fréttamynd

Helmingur af prímatategundum jarðar í útrýmingarhættu

Nærrum því helmingur allra prímatategunda eru í útrýmingahættu samkvæmt Alþjóðasamtökunum um verndun náttúru (IUCN). Halda samtökin þessu fram á grundvelli rannsókna hundruða vísindamanna en meira en áratugur er síðan svo viðamikill samantekt hefur verið gert. Hafa stofnar marga tegunda versnað til muna á síðasta áratug.

Erlent
Fréttamynd

Tilraunir NASA byggðar á líkum

Bandaríska geimferðastofnunin NASA notar mannslík við prófanir á nýja Orion-geimfarinu sem ætlað er að flytja menn til tunglsins að nýju árið 2020. Þrjú lík voru notuð við tilraunir við Ohio State-háskólann

Erlent
Fréttamynd

Tóbaksplantan mótefni gegn krabbameini

Ný rannsókn leiðir í ljós að efni unnið úr tóbaksplöntunni geti orðið uppistaðan að nýju mótefni gegn einni tegund af krabbameini, það er hvítblæði.

Erlent
Fréttamynd

Hægt að grennast með hugsuninni einni saman

Samkvæmt nýjustu rannsóknum gæti hugi manns skipt grundvallarmáli í megrun. Þannig gæti verið mögulegt að „hugsa" sig grannan með því að einbeita sér að nýlegri máltíð frekar en hlaupa út í búð eftir súkkulaðistykki.

Erlent
Fréttamynd

Hinar áttfættu sennilega ekki fleiri en í meðalári

„Þessi spurning er borin upp á hverju einasta ári,“ sagði Þóra Hrafnsdóttir, líffræðingur hjá Náttúrufræðistofu Kópavogs, innt eftir því hvort eitthvað væri hæft í því að óvenjumikið væri um kóngulær á landinu í ár.

Erlent