Vísindi

Fréttamynd

Elsta melóna í heimi fundin

Fornleifafræðingar í Vestur-Japan grófu á dögunum upp lítinn skífulaga hlut sem þeir telja vera elstu óröskuðu leifar af melónu sem fundist hafa.

Erlent
Fréttamynd

Bráðnun íss hraðar hlýnun

Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna segir að bráðnun jökla, íss og snjós geti haft áhrif á allt að 40 prósent jarðarbúa, að því er fram kemur í nýrri skýrslu frá stofnuninni.

Erlent
Fréttamynd

Annað eingetið hákarlsafkvæmi

Dýralæknum við sædýrasafn í Virginíu í Bandaríkjunum brá í brún þegar þeir komust að því við krufningu að dauður kvenkyns hákarl var þungaður. Í safninu er enginn karlkyns hákarl sömu tegundar, og ómögulegt annað en að ungviðið hafi verið eingetið.

Erlent
Fréttamynd

Einhverf vélmenni

Vélmenni hafa um nokkurt skeið verið notuð til að greina einhverfu hjá börnum. Nú hafa vísindamenn farið skrefinu lengra og búið til vélmenni sem aðstoðar börn að fást við einhverfu og mynda félagstengsl.

Erlent
Fréttamynd

Leiðinlegasta ljós í heimi

Sumir upp finningamenn eru sniðugir, aðrir bjarga mannslífum en sumir eru bara fífl. Einhver snillingur hefur fundið upp og markaðssett ljós sem tengt er við USB-tengi í tölvu. Ljósið lýsir einungis er verið er að pikka á tölvuna og þeim mun hraðar sem pikkað er þeim mun bjartar skín ljósið.

Erlent
Fréttamynd

Sérhanna barn til lækninga

Richardsson-hjónin í Svíþjóð eygja nú von í baráttu fjögurra ára sonar þeirra við alvarlegan arfgengan sjúkdóm. Þau hafa fyrst Svía fengið leyfi að velja fósturvísa til að sérhanna barn til glasafrjóvgunar. Íslenskur kvensjúkdómalæknir segir Vísindasiðanefnd ákveða hvort slíkt yrði leyft hér.

Erlent
Fréttamynd

Með kúlu í höfðinu í 64 ár

Læknar í Kína fjarlægðu á dögunum þriggja sentimetra langa byssukúlu úr höfuðkúpu tæplega áttræðrar konu. Kúlan hafði setið þar föst í 64 ár.

Erlent
Fréttamynd

Reyklaus sígaretta

Reyklausa sígarettan er orðin að veruleika. Hún er dönsk að uppruna, inniheldur nikótín og á að hafa hið fínasta tóbaksbragð.

Erlent
Fréttamynd

Meyfæðing hákarls staðfest í fyrsta sinn

Írskir og bandarískir vísindamenn hafa sannað að karlkyns hákarl kom hvergi nærri getnaði hákarls í bandarískum dýragarði. Þróunarlegt neyðarrúrræði segir forstöðumaður rannsóknarseturs.

Erlent
Fréttamynd

Hvölum sprautað á haf út

Líffræðingar hjá bandarísku strandgæslunni brugðu í gær á nýstárlegt ráð til að koma tveimur hnúfubökum sem villst höfðu upp í Sacramento-fljót í Kaliforníu aftur út haf. Þeir sprautuðu einfaldlega vatni á hvalina með kröftugum vatnsdælum og við þær aðfarir hröktust þeir frá bátnum og niður með ánni.

Erlent
Fréttamynd

Reggie rúllað upp

Tveggja metra langur krókódíll sem hefur læðupokast um fylkisgarð í úthverfi Los Angeles í Bandaríkjunum var handsamaður í gær. Það voru skriðdýrasérfræðingar og þjóðgarðsverðir sem yfirbuguðu dýrið eftir mikla glímu.

Erlent
Fréttamynd

Allt um krókódíla

Krókódílar eru stærstu núlifandi skriðdýr heimsins og sennilega einu forsögulegu risarnir sem enn eru hér á jörðinni. Rannsóknir hafa sýnt að krókódílar virðast vera skyldari fuglum en öðrum núlifandi tegundum skriðdýra.

Erlent
Fréttamynd

Sveppir nærast á geislavirkni

Vísindamenn við Albert Einsteinstofnun Yeshiva-háskólans hafa komist að því að fjöldi sveppategunda getur nærst á geislavirkni. Sé hófleg geislavirkni til staðar vaxa þeir betur og fjölga sér hraðar. Rannsókn á þessum hæfileika sveppa hefur staðið yfir í fimm ár.

Erlent
Fréttamynd

Pilla sem stöðvar blæðingar

Ný pilla er í þróun hjá lyfjafyrirtækinu Wyeth. Ber hún nafnið Lybrel og er ætluð konum sem vilja stöðva blæðingar. Allar getnaðarvarnarpillur virka þannig að þær stöðva egglos og bæla tíðir. Venjulega er pillan ekki tekin í eina viku á hverjum tíðahring og konur fara því á blæðingar eins og venjulega.

Erlent
Fréttamynd

Viagra gegn flugþreytu

Stinningarlyfið Viagra leysir ýmis vandamál Viagra-lyfið er þekktast fyrir að leysa úr stinningarvanda karlmanna. Nú hefur komið á daginn að það geti leyst fleiri vandamál.

Erlent
Fréttamynd

Lenda á íseyju

Vísindamenn hafa lent á risastóri íseyju sem er á stærð við Manhattaneyju. Eyjan flýtur um Atlandshafið og er nú 600 kílómetra fyrir utan Norðurpólinn.

Erlent
Fréttamynd

Ofnæmisfrí jarðarber

Sænskur vísindamaður hefur fundið út hvernig hægt er að rækta jarðarber sem valda ekki ofnæmi. Lífefnafræðingurinn Rikard Alm hefur skrifað doktorsritgerð um þetta og segist hafa verið í sambandi við áhugasama ræktendur. Það má því búast við að ofnæmisfrí jarðarber líti dagsins ljós á næstunni.

Erlent
Fréttamynd

Lögregla á Bretlandi tekur smáþyrlu í gagnið

Lögreglan í Liverpool tekur á næstunni í gagnið nýtt tæki sem nýtast á í baráttuni við glæpamenn og óeirðaseggi. Um er að ræða litla fjarstýrða þyrlu með bæði eftirlitsmyndavél og nætursjónmyndavélum. Þyrlan er aðeins einn metri í þvermál, er hljóðlát og kemst í loftið á aðeins þremur mínútum.

Erlent
Fréttamynd

James Webb leysir Hubble af hólmi

Speglar James Webb-stjörnusjónaukans eru þrisvar sinnum stærri en Hubble. Hubble-sjónaukinn hefur þjónað mannkyninu vel. Eftir að honum var skotið á sporbaug 1990 hafa myndir hans gert stjarnfræðingum kleift að auka skilning okkar á umheiminum margfalt.

Erlent
Fréttamynd

Segjast hafa þróað ofurbóluefni gegn ofnæmi

Svissneskir vísindamenn telja sig vera langt komna með að þróa bóluefni við hvers kyns ofnæmi, exemi og asma. Eftir því sem fram kemur á vef norska blaðsins Verdens Gang eru það vísindamenn hjá lyfjafyrirtækinu Cytos Biotechnology sem hafa þróað þetta ofurbóluefni en það er sagt innihalda erfðaefni svipuðu því sem er að finna í bakteríunni sem veldur berklum.

Erlent
Fréttamynd

Fíkniefnahljóð á netinu

Íslensk ungmenni hafa sótt sér hljóðskrár á netið sem sögð eru hafa viðlíka áhrif á vitundina og eiturefni á borð við kókaín, marijúana og fleiri vímuefni. Lífeðlisfræðingur við Háskóla Íslands hefur ekki áhyggjur af skaðsemi hljóðanna, en telur æskunni betur varið í skemmtilegri afþreyingu.

Erlent
Fréttamynd

Ál á bílinn?

Bandarískir vísindamenn hafa fundið nýja leið til þess að framleiða vetni. Smákúlur búnar til úr áli og gallium framleiða hreint vetni þegar vatni er hellt á þær. Litið er á vetni sem einn besta kostinn af hreinum eldsneytum, sérstaklega fyrir bíla, vegna þess að vatnsgufa er það eina sem myndast við bruna á því.

Erlent
Fréttamynd

Ryksuga veitir raðfullnægingar

Heimavinnandi bandarísk húsmóðir hefur fundið upp kynlífshjálpartæki sem tengist við ryksugu og veitir fullnægingu á aðeins tíu sekúndum.

Erlent
Fréttamynd

Mikill ís leynist á Mars

Bandaríski vísindamaðurinn Joshua Bandfeld telur að stór hluti af yfirborði reikistjörnunnar Mars geti verið þakinn ís. Þetta segist hann hafa fundið út með nýjum greiningaraðferðum.

Erlent
Fréttamynd

Kyn fóstra greint eftir sex vikur

Hægt er að greina kyn fósturs eftir aðeins sex vikna meðgöngu með nýlegri tækni sem gagnrýnendur segja hafa í för með sér alvarlegar siðferðislegar spurningar.

Erlent
Fréttamynd

Heini fær sjónina aftur og hittir mömmu sína

Hinn átta mánaða gamli blindi nashyrningur Heini hefur nú fengið hluta sjónar sinnar aftur. Fyrir tveimur vikum fór hann í augnaðgerð sem gekk vel. Mikil eftirvænting ríkti þegar hann hitti hjörð sína aftur eftir aðgerðina. Ef hún myndi hafna honum væri lífið svo gott sem búið fyrir Heini.

Erlent
Fréttamynd

Listin og vísindin

Norska listakonan Ellen Karin Mæhlum hefur á undanförnum árum unnið röð verka sem hún kallar „Geoþrykk“ og opnar sýningu á þeim á vegum Íslenskrar grafíkur í dag.

Innlent
Fréttamynd

Hvað er erfðamengun?

Margar tegundir lífvera mynda staðbundna stofna. Stofnar þessir eru oft vel erfðafræðilega aðgreindir frá öðrum slíkum stofnum. Sá munur stafar af erfðafræðilegri einangrun og náttúruvali. Þannig verða stofnar aðlagaðir að því umhverfi sem þeir búa við og gerist sú aðlögun með náttúruvali.

Innlent
Fréttamynd

Munnmök gætu verið krabbameinsvaldandi

Bandarískir vísindamenn staðhæfa að vírus sem smitast getur með munnmökum geti orsakað ákveðna tegund krabbameins í hálsi. Rannsakendur við John Hopkins Háskólann segja að HPV vírusinn sé jafnvel stærri áhættuþáttur en neysla tóbaks og áfengis.

Erlent