Fjölmiðlar

Fréttamynd

Sér­hags­munir Viðskiptablaðsins

Undanfarið hefur mikið gengið á í fjölmiðlum hérlendis varðandi tollflokkun osta sem fluttir eru til landsins. Mörg orð úr ýmsum áttum hafa verið látin falla og oft á tíðum hefur sannleikurinn verið látinn víkja fyrir skoðunum og hagsmunum skrifara eða hagsmunaaðila að baki skrifunum.

Skoðun
Fréttamynd

Skóla­kerfið sé í vanda þegar ung­menni kunna ekki að beita rökum

Guðmundur Björnsson aðjunkt við ferðamálafræði segir það vekja upp spurningar um íslenska grunnskólakerfið ef nemendur skilji ekki lykilhugtök eins og rök eða röksemdarfærslu. Guðmundur segir frá því í aðsendri grein að fimmtán ára ungmenni hafi fengið það verkefni að skrifa rökfærsluritgerð en ekki vitað hvað rök þýðir.

Innlent
Fréttamynd

Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs

Þórður Snær Júlíusson, framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar, birti grein á Vísi undir fyrirsögninni Slökkviliðið sem ætlar að bjarga fjölmiðlum með því að kveikja í húsinu þar sem hann gagnrýnir nýja úttekt Viðskiptaráðs á fjölmiðlaumhverfinu á Íslandi. Þórður segir hugmyndir okkar kreddukenndar og gefur til kynna að þær séu hvorki vitrænar né úthugsaðar.

Skoðun
Fréttamynd

Af­staða þing­manns Flokks fólksins hafði ekki á­hrif

Menningarráðherra segir ekkert hæft í því að afstaða þingmanns Flokks fólksins til umfjöllunar um styrkjamálið sé valdur að breytingum á fjölmiðlafrumvarpi hans. Vinna við breytingar, á skjön við fyrri yfirlýsingar, hafi verið hafin um miðjan janúar, áður en styrkjamálið kom upp.

Innlent
Fréttamynd

Efast um að ráð­herra sé í her­ferð gegn fjöl­miðlum

Formaður Blaðamannafélags Íslands segir skorta rök fyrir stefnubreytingu ríkisstjórnarinnar þegar kemur að styrkjum til fjölmiðla sem boðaðir hafa verið. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir útlit fyrir að refsa eigi fjölmiðlum sem reynst hafi erfiðir stjórnvöldum.

Innlent
Fréttamynd

Slæm staða einka­rekinna fjöl­miðla kom á ó­vart

„Þegar við byrjuðum að skoða þetta óraði okkur fyrir að fækkun starfsmanna væri svona mikil hjá einkareknum fjölmiðlum. Í rauninni er umhverfið orðið þannig að ríkismiðillinn er með 27 prósent markaðshlutdeild á Íslandi á meðan hlutdeildin er 10 prósent á öðrum Norðurlöndum. Þannig að við erum komin með fjölmiðlaumhverfi sem að okkar mati er óheilbrigt,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Starfs­fólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum

Starfsfólki við einkarekna fjölmiðla hefur hríðfækkað undanfarinn áratug á meðan Ríkisútvarpið hefur bætt við sig starfsfólki. Umfang RÚV er hlutfallslega langmest af öllum ríkisfjölmiðlum á Norðurlöndum að því er fram kemur í nýrri skýrslu Viðskiptaráðs. Frá hruni hefur starfsfólki á einkareknum fjölmiðlum fækkað um 69 prósent en 16 prósent á RÚV.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV

Nanna Rögnvaldardóttir rithöfundur segist standandi hissa yfir notkun Ríkisútvarpsins á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum um sögu matar og matarmenningar á Íslandi. Í þáttunum eru fleiri viðtöl við Nönnu sem hefur mikið fjallað um matarsögu Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Ætla sjálf að velja blaða­menn í Hvíta húsið

Karoline Leavitt, talskona Hvíta hússins, tilkynnti í kvöld að í framtíðinni muni starfsmenn Donalds Trump, forseta, sjálfir velja hvaða blaðamenn fái að sækja Hvíta húsið heim og sitja blaðamannafundi og hverjir fá að fylgja Trump eftir á ferðum hans um heiminn. Hingað til hefur það verið ákveðið af samtökum blaðamanna.

Erlent
Fréttamynd

Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað

Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra hefur birt drög að frumvarpi um áframhaldandi stuðning til einkarekinna fjölmiðla í samráðsgátt. Frumvarpið er til eins árs og mælir fyrir um óbreytt fyrirkomulag, fyrir utan lækkun á þaki styrkja til þeirra sem mest fá.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Morgun­blaðið skammað fyrir að birta ó­vart lítið merki

Fjölmiðlanefnd hefur slegið á fingur Árvakurs, fjölmiðlaveitu Morgunblaðsins og tengdra miðla, fyrir að birta áfengisauglýsingu á Mbl.is. Um var að ræða lítið merki bjórsins Tuborg Guld á auglýsingu fyrir tónleika Skálmaldar, sem starfsmaður Árvakurs hafði ekki séð. Fjölmiðlanefnd ákvað að beita ekki sektarheimild í málinu.

Neytendur
Fréttamynd

„Þá er þetta komið út fyrir öll vel­sæmis­mörk“

Inga Sæland sagði í ræðu sinni á landsfundi Flokks fólksins að Morgunblaðið, sem hún kallaði málgagn auðmanna, hefði hamast á flokknum og sakað hann um þjófnað, óheiðarleika og vísvitandi blekkingar í tengslum við styrkjamálið svokallaða.

Innlent
Fréttamynd

Leita til Ís­lands að nýjum stjóra eftir skraut­lega upp­sögn

Færeyska ríkisútvarpið leitar að nýjum útvarpsstjóra á íslenskum miðum. Kringvarpið birti auglýsingu á íslensku á íslenskum atvinnuleitarmiðli. Stjórnarformaður segir að þrátt fyrir að framúrskarandi hæfni á færeysku máli sé ráðningarskilyrði séu Íslendingar vanir að vera altalandi eftir fáeina mánuði í Færeyjum.

Innlent
Fréttamynd

Frið­jón sakar eigin­mann Heiðu Bjargar um karl­rembu

Friðjón R. Friðjónsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins skemmtir sér yfir því sem hann kallar samsæriskenningarrant eftir Hrannar Björn Arnarson. Hiti færist í leikinn eftir því sem meirihlutaviðræðurnar mjakast fram. Friðjón situr hjá og getur ekki annað.

Innlent
Fréttamynd

Fimmta til­raun til að leyfa ráð­stöfun útvarpsgjalds til annarra fjöl­miðla

Hópur þingmanna Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins vilja að greiðendum útvarpsgjalds verði heimilt að ráðstafa hluta gjaldsins til fjölmiðla að eigin vali, annarra en ríkisútvarpsins. Þessi hugmynd er ekki ný af nálinni en þetta er í fimmta sinn sem þingsályktunartillaga þess efnis er flutt á Alþingi en hefur aldrei náð fram að ganga.

Innlent