Forseti Íslands

Fréttamynd

Blásið til sóknar í aðgengismálum hreyfihamlaðra

Blásið var til sóknar í úrbótum fyrir aðgengi fólks í hjólastólum að fyrirtækjum og stofnunum með forseta Íslands, forsætisráðherra, borgarstjóra og fórráðamönnum samtaka og fyrirtækja í Iðnó í dag. Stefnt er að samhentu átaki við byggingu hundrað rampa í Reykjavík á einu ári.

Innlent
Fréttamynd

Mest traust til Land­helgis­gæslunnar en minnst til borgar­stjórnar

Landhelgisgæslan er sú stofnun sem flestir landsmenn bera mest traust til samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup eða 86 prósent. Fæstir segjast aftur á móti bera mest traust til borgarstjórnar Reykjavíkur eða 22 prósent. Í langflestum tilvikum hefur traust landsmanna til ýmissa stofnanna aukist milli ára samkvæmt könnuninni.

Innlent
Fréttamynd

Steingrímur J. kynntur sem Guðni Th.

Mistök voru gerð við útsendingu þingfundar í dag þar sem Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis var titlaður sem Guðni Th. Jóhannesson, framsögumaður Vinstri Grænna.

Lífið
Fréttamynd

Til hvers er forsetinn?

Sá forseti sem ekki gerir sig líklegan til þess að standa upp fyrir þeirri þjóð sem starf hans reiðir á, hefur litla ástæðu til þess að sitja áfram sem kjörinn fulltrúi þjóðarinnar og það er lýðræðisleg skylda þjóðarinnar að losa sig við hann.

Skoðun
Fréttamynd

„Hin miklu tíðindi“ eru þau að nú er kona varaforseti

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, óskar nýjum forseta Bandaríkjanna velfarnaðar nú þegar hann hefur tekið við embætti. Guðni hyggur að meiri áhersla verði lögð meðal annars á loftslagsmál og jafnréttismál í tíð nýrrar ríkisstjórnar í Bandaríkjunum frá því sem var í stjórnartíð Trump. Guðni segir ein stærstu tíðindin vera þau að í fyrsta sinn sé það nú kona sem gegni embætti varaforseta.

Innlent
Fréttamynd

Ari, Ísól, Sunn­eva Sól og Þór­dís Rögn hlutu Ný­sköpunar­verð­laun for­setans

Ari Kvaran, Sunneva Sól Ívarsdóttir og Þórdís Rögn Jónsdóttir, nemar í iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands og Ísól Sigurðardóttur, nemi í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík hlutu í dag Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands árið 2021. Verðlaunin fengu þau fyrir verkefnið Betri samskipti við sjúklinga sem bíða innlagnar og meðferðar á sjúkrahúsinu Vogi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gáfu forseta Íslands Alþingishátíðarstell frá 1930

Ragnar Önundarson, fyrrverandi bankastjóri og bankamaður, og eiginkona hans Áslaug Þorgeirsdóttir, sem kenndi heimilisfræði við Hofstaðaskóla um árabil, færðu embætti forseta Íslands veglega gjöf á dögunum. Fjallað var um gjöfina á vef embættisins í gær.

Innlent
Fréttamynd

Þau vilja taka við starfi forsetaritara

Birtur hefur verið listi yfir þá sem sóttu um embætti forsetaritara sem nýlega var auglýst laust til umsóknar. Viðkomandi mun taka við starfinu af Örnólfi Thorssyni sem hefur gegnt því frá árinu 2005.

Innlent
Fréttamynd

Þessi fjór­tán hlutu fálka­orðuna á Bessa­stöðum í dag

Forseti Íslands sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega en óhefðbundna athöfn á Besstastöðum í dag, nýársdag. Á meðal þeirra sem fengu orðu eru Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands, Sigrún Edda Björnsdóttir leikkona og Bernd Ogrodnik, brúðumeistari.

Innlent
Fréttamynd

Grímuklædd á síðasta ríkisráðsfundi ársins

Rík­is­ráð kom sam­an til fund­ar á Bessa­stöðum klukk­an 11 í síðasta sinn á árinu. Löng hefð er fyr­ir því að ráðið, sem sam­an­stend­ur af ráðherr­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar og for­seta Íslands, komi sam­an til fund­ar á Bessa­stöðum á gaml­árs­dag.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lensk erfða­greining hlýtur Út­flutnings­verð­laun for­setans

Íslensk erfðagreining hlaut í dag Útflutningsverðlaun forseta Íslands 2020. Kári Stefánsson, forstjóri fyrirtækisins, veitti verðlaununum viðtöku við lokaða athöfn í Hörpu en við sama tilefni var tónskáldinu og tónlistarkonunni Hildi Guðnadóttur veitt heiðursviðurkenning fyrir störf sín á erlendri grund.

Innlent
Fréttamynd

Guðni reyndist neikvæður og laus úr sóttkví

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er ekki smitaður af Covid-19. Hann fór í sóttkví síðustu viku eftir að starfsmaður á Bessastöðum reyndist smitaður en fékk neikvætt út úr skimun í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Forseti Íslands kominn í sóttkví

Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson verður í sóttkví fram til mánudagsins 9. nóvember vegna kórónuveirusmits sem greinst hefur hjá starfsmanni á Bessastöðum.

Innlent
Fréttamynd

Ólafur Ragnar, umheimurinn og framtíðarstaða Íslands í Víglínunni

Ólafur Ragnar Grímsson á um fjörtíu ára feril að baki á sviði alþjóðastjórnmála og hefur komið ótrúlega víða við. Hann fer yfir þennan litríka feril sem og samskipti sín við erlenda ráðamenn og áhrifafólk sem og einstaka ráðamenn á Íslandi í forsetatíð hans í Víglínunni hjá Heimi Má Péturssyni fréttamanni í dag.

Innlent