Landbúnaður

Fréttamynd

Ekki verjandi að hverfa frá niðurskurðaraðgerðum

Matvælastofnun telur líklegt að riðusmit sé til staðar í hjörðinni á Syðri-Hofdölum og því ekki verjandi að hverfa frá aðgerðum til að hefta útbreiðslu veirunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá MAST vegna andmæla landbúnaðarnefndar Skagafjarðar.

Innlent
Fréttamynd

Sprenging í útflutningi á íslenskum hestum

Sjaldan eða aldrei hafa eins margir íslenskir hestar verið seldir úr landi eins og það sem af er árinu 2020. Vinsælir stóðhestar eru meðal hesta, sem hafa verið seldir eins og Kveikur frá Stangarlæk og Styrkur frá Leysingjastöðum.

Innlent
Fréttamynd

Stóri vinningurinn þegar dæturnar tóku við búinu

Svartárkot í Suður-Þingeyjarsýslu var við það að leggjast í eyði fyrir fimmtán árum en er núna fjölmennasta býli Bárðardals, þótt jörðin sé við jaðar Ódáðahrauns í 400 metra hæð yfir sjávarmáli. Sagan er sögð í þættinum Um land allt á Stöð 2.

Lífið
Fréttamynd

Harpa hökkuð í hakk

Kúabændur eru hvattir til að láta gott af sér leiða fyrir jólin og gefa Fjölskylduhjálp Íslands kjöt. Það hafa bændurnir á Reykjum í Skeiða og Gnúpverjahreppi gert þegar þau létu slátra kvígunni Hörpu og hökkuðu hana í hakk og gáfu fjölskylduhjálpinni.

Innlent
Fréttamynd

Tryggvi Snær lýsir stóra ævintýri sveitastráksins

Í þættinum Um land allt á Stöð 2 lýsir Tryggvi Snær Hlinason ævintýrinu þegar hann á undraskömmum tíma fór frá því að vera sveitastrákur í Bárðardal í það að verða atvinnumaður í körfuknattleik í sterkustu deild Evrópu.

Lífið
Fréttamynd

Riða á Minni-Ökrum í Skagafirði

Riðusmit hefur verið staðfest á einum bæ til viðbótar í Tröllaskagahólfi. Bærinn heitir Minni-Akrar og er staðsettur í Akrahreppi í Skagafirði.

Innlent
Fréttamynd

Bullandi tækifæri í þjóðgarði ef hálendisleiðir verða greiðar

Ein hálendasta bújörð landsins, Svartárkot í Bárðardal, er orðin lifandi kennslustofa háskóla um búsetu fólks á jaðri hins byggilega heims. Þar segjast bændur sjá bullandi tækifæri í því að gera hálendið að einum þjóðgarði, að því gefnu að það verði ekki lokað og læst.

Innlent
Fréttamynd

Hvetur stjórnvöld til að gyrða sig í brók og fara að girða

Kolbeinn Sveinbjörnsson, sem á sæti í sveitarstjórn Bláskógabyggðar segir að allt of víða sé ástand girðinga, sem eiga að gegna hlutverki varnarlína á milli beitihólfa mjög slæmt og það hafi ekki verið farið með þeim til að sinna viðhaldi í fjölda ár.

Innlent
Fréttamynd

Í kyrrþey

Um langa hríð hefur hefðbundinn íslenskur landbúnaður glímt við erfiða rekstrarstöðu og þó kannski sérstaklega sauðfjárræktin. Nú er svo komið að allt að því vonlaust er fyrir sauðfjárbændur að reka bú sín og afla þeirra tekna sem til þarf til að geta greitt sjálfum sér laun og halda við tækjum og húsum.

Skoðun
Fréttamynd

Tollamál úti á túni

Það er grundvallarforsenda réttarríkis að allir fari að lögum, þó sérstaklega ríkið. Í ljós hefur komið að misræmi er í tölum Evrópusambandsins um útflutning á búvörum til Íslands og tölum íslenskra stjórnvalda um innflutning.

Skoðun
Fréttamynd

Hannar sínar eigin prjónauppskriftir á Hvolsvelli í Excel

Anna Kristín Helgadóttir á Hvolsvelli hefur slegið í gegn með bækurnar sínar "Prjónafjör" en hún var að gefa út þriðju bókina. Allar prjónauppskriftirnar hannar Anna í Word og Excel í tölvunni sinni, auk þess að taka myndirnar í bækurnar á símann sinn með fyrirsætum úr fjölskyldunni eða íbúum á Hvolsvelli.

Innlent
Fréttamynd

Minkabóndi á alls ekki von á að íslensk stjórnvöld fari sömu leið og dönsk

Það kæmi Einari E. Einarssyni, formanni Sambands íslenskra loðdýrabænda stórlega á óvart ef íslensk stjórnvöld færu sömu leið og dönsk og fyrirskipuðu um aflífun minka hér á landi. Ekki sé hægt að bera Ísland saman við ástandið í Danmörku. Hann finnur til með kollegum sínum í Danmörku sem sjá nú fram á að missa ævistarfið.

Innlent
Fréttamynd

For­sendu­brestur tolla­samninga

Ferðamönnum til Íslands hefur fækkað stórlega með tilkomu Covid 19. Hótel og matsölustaðir standa tómir, samdráttur í ferðaþjónustu hefur víða áhrif. Blikur eru á lofti í íslenskum landbúnaði, mun minni sala hefur verið á íslenskum landbúnaðarvörum en í venjulegu árferði.

Skoðun
Fréttamynd

Herdís Magna er nýr formaður kúabænda

Herdís Magna Gunnarsdóttir frá Egilsstöðum á Héraði er nýr formaður Landssambands kúabænda. Hún er  33 ára og býr á Egilsstaðabúinu með manni sínum, Sigbirni Þór Birgissyni og drengjum þeirra. Herdís er fyrsta konan til að gegna stöðu formanns hjá kúabændum.

Innlent