Landspítalinn

Fréttamynd

Álagið fyrst og fremst vegna almennra veikinda

Álagið á bráðamóttöku Landspítalans er fyrst og fremst vegna almennra veikinda, fremur en vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans, í samtali við Morgunblaðið.

Innlent
Fréttamynd

Tveir lagðir beint inn á gjörgæslu og ekki sér fyrir topp bylgjunnar

Þrír sjúklingar liggja nú á gjörgæsludeild Landspítalans með Covid-19 eftir að tveir voru lagðir beint þangað inn síðdegis í dag. Forstjóri spítalans, segir að ekki sjái enn fyrir toppinn á núverandi bylgju faraldursins og að hann geti jafnvel orðið enn stærri en spálíkön gera ráð fyrir vegna lítilla takmarkana.

Innlent
Fréttamynd

Löng bið á bráðamóttöku og þung staða á Landspítala

Landspítali vekur athygli á því að mikið álag er núna á spítalanum, sérstaklega á bráðamóttöku spítalans í Fossvogi. Fólk sem leitar á bráðamóttöku vegna vægari slysa eða veikinda má því gera ráð fyrir langri bið eftir þjónustu. Þetta segir í tilkynningu frá Landspítalanum.

Innlent
Fréttamynd

Skoða að koma varan­legri Co­vid-deild á lag­girnar

Heilbrigðisráðherra segir að verið sé að skoða hvort hægt sé að koma á laggirnar varanlegri Covid-einingu á Landspítalanum. Sextán liggja nú inni á sjúkrahúsi með Covid-19 og Landspítalinn er á hættustigi vegna stöðu faraldursins.

Innlent
Fréttamynd

Bíða eftir hver áhrif mannamóta helgarinnar verða

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, gerir fastlega ráð fyrir því að smittölur gærdagsins verði á svipuðu róli og undanfarna daga. Hann segir að það verði áhugavert að sjá hvaða áhrif ferðalög og mannamót verslunarmannahelgarinnar muni hafa á faraldurinn.

Innlent
Fréttamynd

Óheilbrigða kerfið

Fyrir Alþingiskosningar lofa margir frambjóðendur fögrum fyrirheitum um uppbyggingu heilbrigðiskerfisins. Gullslegin loforð þeirra fuðra flest upp um leið og atkvæðin falla ofan í kjörkassann. Á botninum eru þau geymd á öruggum stað þar til frambjóðandinn þarf aftur á atkvæði almúgans að halda.

Skoðun
Fréttamynd

Einn í öndunarvél með Covid-19

Tveir sjúklingar liggja á gjörgæsludeild Landspítalans með Covid-19. Annar þeirra var settur í öndunarvél í gær. Fimm voru lagðir inn með sjúkdóminn síðasta sólarhring.

Innlent
Fréttamynd

Sýna­töku­prófin segja ekki bara já eða nei

Það kemur fyrir að falskar já­kvæðar niður­stöður komi út úr greiningu sýna hjá sýkla- og veiru­fræði­deild Land­spítala. Bæði getur verið um tækni­leg frá­vik að ræða en einnig að út komi „mjög ó­af­gerandi niður­stöður“ úr sýna­tökunni.

Innlent
Fréttamynd

Stærsta bylgja faraldursins í aðsigi

Hlutfall bólusettra sem veikjast alvarlega eftir að hafa smitast af kórónuveirunni er það sama hér á landi og í Ísrael eða eitt prósent. 122 greindust smitaðir af veirunni innanlands í gær, þar af einn sem lá á krabbameinslækningadeild Landspítalans auk tveggja starfsmanna. Deildinni hefur verið lokað tíma­bundið fyrir inn­lögnum á meðan allir sjúk­lingar og starfs­fólk bíða eftir niður­stöðum skimunar.

Innlent
Fréttamynd

Þröngt á ­­deildinni eins og annars staðar á spítalanum

Blóð- og krabba­meins­lækninga­deild Land­spítalans við Hring­braut hefur verið lokað tíma­bundið fyrir inn­lögnum á meðan allir sjúk­lingar og starfs­fólk deildarinnar bíða eftir niður­stöðum skimunar. Þrír hafa greinst smitaðir á deildinni, einn sjúk­lingur og tveir starfs­menn.

Innlent
Fréttamynd

Land­spítali hættir við að krefja starfs­fólk um nei­kvætt PCR-próf

Landspítalinn hefur fallið frá þeirri kröfu að starfsfólk sem snýr til baka eftir orlof innanlands skuli skila inn PCR-prófi fyrir Covid-19 áður en það snýr aftur til starfa. Það er þó hvatt til þess að fara í sýnatöku finni það fyrir minnstu einkennum eða hafi verið á stöðum þar sem smit hefur komið upp.

Innlent
Fréttamynd

Sex á sjúkrahúsi

Þrír voru lagðir inn á sjúkrahús í dag, til viðbótar við þrjá sem voru þar fyrir. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar á Landspítala, segir engan vera á gjörgæslu.

Innlent
Fréttamynd

Skoða að kalla heilbrigðisstarfsmenn úr sumarfríi

Verið er að skoða að kalla heilbrigðisstarfsfólk úr sumarfríi vegna stöðunnar í faraldri nýju kórónuveirunnar hér á landi. Þetta sagði Guðrún Aspelund yfirlæknir, á sóttvarnarsviði Landlæknisembættisins, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.

Innlent
Fréttamynd

Þrettán starfsmenn Landspítala í einangrun með Covid-19

Á þriðja hundrað starfsmanna Landspítalans er í vinnusóttkví og talið er að þeim muni fjölga nokkuð í dag. Nú liggja þrír inni á spítala með virkt Covid-smit en einn inniliggjandi sjúklingur greindist smitaður af veirunni í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Grunur um að nokkrir hafi sýkst tvisvar af Covid-19 hér á landi

Grunur er um að þrír til fjórir einstaklingar hér á landi hafi sýkst af Covid-19 í annað sinn. Eru tilvikin nú til rannsóknar hjá vísindamönnum Landspítalans. Yfirlæknir smitsjúkdómadeildar segir að smit virðist almennt vera mun útbreiddari í samfélaginu nú en í fyrri bylgjum.

Innlent