Landspítalinn Hafna því að standa sig ekki í að finna fötluðu fólki heimili Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hafnar því að borgin standi sig ekki nægilega vel í uppbyggingu húsnæðis fyrir fatlað fólk. Margir þeirra geðfötluðu einstaklinga sem borgin sinni hafi haft lögheimili í öðrum sveitarfélögum við komuna á geðdeild en breyti um lögheimili til að auka líkur á að fá viðeigandi húsnæði eða þjónustu sem fyrst. Innlent 13.7.2021 15:52 Nýr Landspítali 16,3 milljörðum dýrari Ráðgert er að kostnaður við nýbyggingar Landspítalans á Hringbraut muni nema 79,1 milljarði króna þegar allt er talið. Það er 16,3 milljörðum meira en kostnaðarmat gerði ráð fyrir árið 2017, ef miðað er við verðlag síðasta desembermánaðar. Viðskipti innlent 13.7.2021 06:51 Gerði ónauðsynlegar ennisholu- og nefaðgerðir og beitti gömlum aðferðum Læknirinn á Handlæknastöðinni, sem sviptur var starfsleyfi, gerði fyrst og fremst ónauðsynlegar ennisholuaðgerðir og ónauðsynlegar skurðaðgerðir á nefi. Þá notaðist hann í sumum tilfellum við aðferðir í aðgerðum sínum sem hafa ekki verið viðurkenndar í mörg ár. Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir lækninn hafa misfarið með almannafé og að til skoðunar sé hvort farið verði í dýpri rannsókn á málinu. Innlent 9.7.2021 11:46 Umfangsmesta mál sem ratað hefur á borð landlæknis Landlæknir segir mál háls, nef- eyrnalæknis sem sviptur var starfsleyfi fyrir að framkvæma fjölda ónauðsynlegra skurðaðgerða vera umfangsmesta mál sem komið hefur á borð embættisins. Embættið skoði nú hvort máli læknisins verði vísað til lögreglu. Landspítalinn hafði sett lækninn í bann við skurðstofuvinnu en það ljáðist að tilkynna um það til landlæknis. Innlent 8.7.2021 15:15 Fjöldi ónauðsynlegra aðgerða þar á meðal á tveggja ára barni Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest ákvörðun embættis landlæknis um að svipta háls, nef- og eyrnalækni starfsleyfi sem læknir fyrir að gera ónauðsynlegar skurðaðgerðir. Læknirinn framkvæmdi að mati óháðra sérfræðinga tólf ónauðsynlegar aðgerðir, þar á meðal á tveggja ára barni. Hann er talinn hafa stefnt sjúklingum í hættu. Innlent 8.7.2021 10:43 Mæting í brjóstaskimun „langt undir ásættanlegu viðmiði“ Það sem af er ári hafa aðeins 49 prósent kvenna mætt í skimun eftir brjóstakrabbameinum eftir að hafa fengið boð frá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana. Innlent 8.7.2021 06:48 Þurfa að mæta oftar í vinnuna eftir styttingu vinnuvikunnar Sjúkraliðar þurfa að mæta oftar í vinnuna nú en áður en stytting vinnuvikunnar var innleidd, að sögn formanns Sjúkraliðafélags Íslands, sem kallar eftir úrbótum. Skýrsla um styttingu vinnuvikunnar hér á landi hefur vakið heimsathygli. Innlent 7.7.2021 19:00 Þyrlan tók slasaðan mótorhjólamann með í bakaleiðinni Þyrla Landhelgisgæslunnar var við æfingar á Norðurlandi þegar útkall barst vegna mótorhjólaslyss á Hveravöllum. Innlent 4.7.2021 20:25 Konur sendar að fæða á Skagann vegna plássleysis Mikið álag hefur verið á fæðingardeild Landspítalans síðustu vikur en gert er ráð fyrir metfjölda í fæðingum í sumar. Vegna plássleysis hafa konur verið beðnar um að fæða á Akranesi að sögn yfirlæknis. Innlent 4.7.2021 11:35 Sprenging í málaflokki transfólks Óttar Guðmundsson læknir segir að nú vilji 60 á ári hverju hefja greiningu hjá transteymi Landspítalans en í upphafi var búist við tveimur. Innlent 2.7.2021 15:26 Einróma ákall um einkavæðingu í Læknablaðinu Öll spjót standa á heilbrigðisráðherra í nýjasta tölublaði Læknablaðsins og virðist læknastéttin hafa fengið nóg af aðferðum og áherslum hans í heilbrigðiskerfinu. Að minnsta kosti verður varla annað skilið af fyrstu blaðsíðum blaðsins þar sem skoðanir framkvæmdastjóra lækninga á Landspítala og tveggja fyrrverandi formanna Læknafélags Íslands eru dregnar fram, ýmist í viðtölum eða skoðanagreinum. Innlent 2.7.2021 14:11 Konur í landinu fá hrós dagsins Í gær, þann 1. júlí 2021, bárust þau tíðindi að heilbrigðisyfirvöld hefðu ákveðið að flytja rannsóknir á leghálssýnum aftur til Íslands eftir að þær voru fluttar til Danmerkur í janúar. Krabbameinsfélagið fagnar þessari ákvörðun, sem er stórt skref í þá átt að vinda ofan af þeim vandræðum sem uppi eru varðandi leghálsskimanir. Ákvörðunin mun á endanum draga úr vantrausti kvenna og stytta biðtíma eftir niðurstöðum verulega. Skoðun 2.7.2021 08:00 Heilsugæslan boðar rannsóknir á Landspítala en ekki fyrr en næstu áramót Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákveðið að hefja undirbúning þess að flytja rannsóknir á leghálssýnum aftur heim til Íslands, nánar tiltekið á Landspítala. Ákvörðunin er tekin í samráði við heilbrigðisráðuneytið. Innlent 1.7.2021 17:59 Biðlistastjórnin Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks stóð að íslenska heilbrigðiskerfið ætti að standast samanburð við það sem best gerist í heiminum og að allir landsmenn eigi að fá notið góðrar þjónustu óháð efnahag og búsetu. Skoðun 1.7.2021 08:01 Svandís segir það í skoðun að flytja rannsóknirnar aftur heim Heilbrigðisráðherra segist hafa það til skoðunar að flytja rannsóknir á leghálssýnum aftur heim frá Danmörku. Hún segir það þó krefjast mikils undirbúnings. Innlent 30.6.2021 11:16 Læknar ræða að fá Landspítala til að rannsaka einkennasýni Læknar skoða nú þann möguleika að Landspítalinn taki að sér rannsóknir á einkennasýnum frá leghálsi. Vísir hefur heimildir fyrir því að þetta hafi verið rætt innan Landspítalans. Innlent 30.6.2021 07:40 Sjö konur látnar innan þriggja ára frá innlögn vegna heimilisofbeldis Fjörutíu og níu konur voru lagðar inn á Landspítalann með áverka eftir heimilisofbeldi á fimmtán ára tímabili samkvæmt nýrri rannsókn. Sjö kvennanna létust innan þriggja ára frá innlögn. Doktorsnemi og hjúkrunarfræðingur segja samræmt verklag í málaflokknum skorta innan heilbrigðiskerfisins. Innlent 28.6.2021 19:01 Blendnar tilfinningar á meðal lækna Blendnar tilfinningar eru á meðal lækna vegna viðbragða heilbrigðisráðuneytisins við undirskriftalista tæplega þúsund lækna þar sem skorað er á stjórnvöld að bregðast við langvarandi sinnuleysi í garð heilbrigðiskerfisins. Innlent 27.6.2021 22:11 Ómaklegt að fullyrða að ekkert hafi verið gert enda fjárframlög sjaldan verið meiri Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það ómaklegt að fullyrða að ekkert hafi verið að gert innan heilbrigðiskerfisins, enda sé búið að stórauka fjárframlög til heilbrigðismála. Um þúsund læknar afhentu heilbrigðisráðherra nýverið áskorun um að bæta verulega stöðuna á Landspítalanum og heilbrigðiskerfinu öllu. Innlent 27.6.2021 12:51 Að sannreyna traust Mín skoðun er sú að umbætur í heilbrigðisþjónustu í kjölfar mistaka verða aldrei að veruleika án þess að það sé leitað ráða hjá þeim sem fyrir því hafa orðið. Þetta segi ég eftir mikla reynslu í hjúkrun, samtöl við fólk sem hefur upplifað þessa skaðlegu þjónustu og persónuleg reynsla að missa barn eftir mistök. Skoðun 25.6.2021 10:31 Mælirinn fullur hjá eitt þúsund læknum „Mælirinn hjá öllum er fullur,“ sagði Steinunn Þórðardóttir öldrunarlæknir við fjölmiðla rétt áður en læknar afhentu fulltrúum heilbrigðisráðherra undirskriftalista 985 lækna í morgun. Fulltrúi lækna vonast til að skrið komist á málið eftir fund með aðstoðarmanni ráðherra. Innlent 23.6.2021 14:02 Segir kulnun og atgervisflótta í læknastéttinni „Læknar eru bara orðnir mjög þreyttir. Þeir geta ekki hlaupið hraðar og það er ákveðin kulnun og atgervisflótti í læknastéttinni.“ Þetta segir Theódór Skúli Sigurðarson svæfinga- og gjörgæslulæknir og forsvarsmaður undirskrifasöfnunar meðal lækna. Innlent 22.6.2021 14:30 Sorglegt „að hlúa ekki betur að okkar elsta fólki heldur en þetta“ Stjórnendur Landspítala viðurkenna að hólfaskiptingu og aðgerðastjórnun á Landakoti hafi verið ábótavant þegar hópsýking kórónuveirunnar kom upp í haust. Sorglegt sé að elsta og viðkvæmasta fólkinu sé boðið upp á svo lakan húsakost. Innlent 16.6.2021 17:48 Heilbrigðisráðuneytið vill engu svara um leghálssýnarannsóknir Heilbrigðisráðuneytið segist ekki getað svarað því hvort breytinga sé að vænta varðandi framtíðarfyrirkomulag rannsókna á leghálssýnum í tengslum við skimun eftir leghálskrabbameini. Innlent 16.6.2021 13:33 Fyrirbyggjandi meðferð minnkar líkurnar á endurkomu um 42 prósent Fyrirbyggjandi meðferð með krabbameinslyfinu olaparib minnkar áhættuna á endurkomu brjóstakrabbameins um 42 prósent hjá arfberum BRCA1 og BRCA2 stökkbreytinga. Innlent 16.6.2021 09:24 Telur ekki sitt hlutverk að fella dóm yfir stjórnendum Landspítala Landlæknir segir það ekki vera sitt hlutverk að fella dóm yfir stjórnendum Landspítalans vegna hópsýkingar á Landakoti. Hlutverk embættisins sé einungis að finna hvað hefði mátt fara betur. Innlent 15.6.2021 20:55 Slæm hólfaskipting réði úrslitum um harmleikinn á Landakoti Ófullkomin hólfaskipting á Landakoti var helsti áhrifaþáttur þess að hópsýking á sjúkrahúsinu í vetur hafði eins alvarlegar afleiðingar og raun bar vitni, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skýrslu. Innlent 15.6.2021 15:21 Anna Sigrún nýr framkvæmdastjóri skrifstofu forstjóra Landspítala Anna Sigrún Baldursdóttir, sem starfað hefur sem aðstoðamaður forstjóra Landspítalans, hefur verið ráðin í nýtt starf sem framkvæmdastjóri skrifstofu spítalans. Þetta segir í tilkynningu frá Landspítalanum. Viðskipti innlent 15.6.2021 12:20 Stirðlegt yfirtökuferli „gagnrýnivert“ en enginn gerður ábyrgur Fátt nýtt kemur fram í skýrslu sem Haraldur Briem, fyrrverandi sóttvarnalæknir, hefur unnið fyrir heilbrigðisráðuneytið um breytingar á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir krabbameinum í leghálsi. Innlent 11.6.2021 17:28 Bæta við mannskap til að mæta neyðarástandi á bráðamóttöku Landspítalinn mun bæta við mannskap á bráðamóttöku til að mæta því neyðarástandi sem þar hefur ríkt að undanförnu. Forstöðumaður á spítalanum telur að með því sé öryggi sjúklinga tryggt. Þetta sé þó tímabundin lausn og í höndum stjórnvalda að ráða úr vandanum. Innlent 9.6.2021 20:02 « ‹ 33 34 35 36 37 38 39 40 41 … 59 ›
Hafna því að standa sig ekki í að finna fötluðu fólki heimili Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hafnar því að borgin standi sig ekki nægilega vel í uppbyggingu húsnæðis fyrir fatlað fólk. Margir þeirra geðfötluðu einstaklinga sem borgin sinni hafi haft lögheimili í öðrum sveitarfélögum við komuna á geðdeild en breyti um lögheimili til að auka líkur á að fá viðeigandi húsnæði eða þjónustu sem fyrst. Innlent 13.7.2021 15:52
Nýr Landspítali 16,3 milljörðum dýrari Ráðgert er að kostnaður við nýbyggingar Landspítalans á Hringbraut muni nema 79,1 milljarði króna þegar allt er talið. Það er 16,3 milljörðum meira en kostnaðarmat gerði ráð fyrir árið 2017, ef miðað er við verðlag síðasta desembermánaðar. Viðskipti innlent 13.7.2021 06:51
Gerði ónauðsynlegar ennisholu- og nefaðgerðir og beitti gömlum aðferðum Læknirinn á Handlæknastöðinni, sem sviptur var starfsleyfi, gerði fyrst og fremst ónauðsynlegar ennisholuaðgerðir og ónauðsynlegar skurðaðgerðir á nefi. Þá notaðist hann í sumum tilfellum við aðferðir í aðgerðum sínum sem hafa ekki verið viðurkenndar í mörg ár. Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir lækninn hafa misfarið með almannafé og að til skoðunar sé hvort farið verði í dýpri rannsókn á málinu. Innlent 9.7.2021 11:46
Umfangsmesta mál sem ratað hefur á borð landlæknis Landlæknir segir mál háls, nef- eyrnalæknis sem sviptur var starfsleyfi fyrir að framkvæma fjölda ónauðsynlegra skurðaðgerða vera umfangsmesta mál sem komið hefur á borð embættisins. Embættið skoði nú hvort máli læknisins verði vísað til lögreglu. Landspítalinn hafði sett lækninn í bann við skurðstofuvinnu en það ljáðist að tilkynna um það til landlæknis. Innlent 8.7.2021 15:15
Fjöldi ónauðsynlegra aðgerða þar á meðal á tveggja ára barni Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest ákvörðun embættis landlæknis um að svipta háls, nef- og eyrnalækni starfsleyfi sem læknir fyrir að gera ónauðsynlegar skurðaðgerðir. Læknirinn framkvæmdi að mati óháðra sérfræðinga tólf ónauðsynlegar aðgerðir, þar á meðal á tveggja ára barni. Hann er talinn hafa stefnt sjúklingum í hættu. Innlent 8.7.2021 10:43
Mæting í brjóstaskimun „langt undir ásættanlegu viðmiði“ Það sem af er ári hafa aðeins 49 prósent kvenna mætt í skimun eftir brjóstakrabbameinum eftir að hafa fengið boð frá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana. Innlent 8.7.2021 06:48
Þurfa að mæta oftar í vinnuna eftir styttingu vinnuvikunnar Sjúkraliðar þurfa að mæta oftar í vinnuna nú en áður en stytting vinnuvikunnar var innleidd, að sögn formanns Sjúkraliðafélags Íslands, sem kallar eftir úrbótum. Skýrsla um styttingu vinnuvikunnar hér á landi hefur vakið heimsathygli. Innlent 7.7.2021 19:00
Þyrlan tók slasaðan mótorhjólamann með í bakaleiðinni Þyrla Landhelgisgæslunnar var við æfingar á Norðurlandi þegar útkall barst vegna mótorhjólaslyss á Hveravöllum. Innlent 4.7.2021 20:25
Konur sendar að fæða á Skagann vegna plássleysis Mikið álag hefur verið á fæðingardeild Landspítalans síðustu vikur en gert er ráð fyrir metfjölda í fæðingum í sumar. Vegna plássleysis hafa konur verið beðnar um að fæða á Akranesi að sögn yfirlæknis. Innlent 4.7.2021 11:35
Sprenging í málaflokki transfólks Óttar Guðmundsson læknir segir að nú vilji 60 á ári hverju hefja greiningu hjá transteymi Landspítalans en í upphafi var búist við tveimur. Innlent 2.7.2021 15:26
Einróma ákall um einkavæðingu í Læknablaðinu Öll spjót standa á heilbrigðisráðherra í nýjasta tölublaði Læknablaðsins og virðist læknastéttin hafa fengið nóg af aðferðum og áherslum hans í heilbrigðiskerfinu. Að minnsta kosti verður varla annað skilið af fyrstu blaðsíðum blaðsins þar sem skoðanir framkvæmdastjóra lækninga á Landspítala og tveggja fyrrverandi formanna Læknafélags Íslands eru dregnar fram, ýmist í viðtölum eða skoðanagreinum. Innlent 2.7.2021 14:11
Konur í landinu fá hrós dagsins Í gær, þann 1. júlí 2021, bárust þau tíðindi að heilbrigðisyfirvöld hefðu ákveðið að flytja rannsóknir á leghálssýnum aftur til Íslands eftir að þær voru fluttar til Danmerkur í janúar. Krabbameinsfélagið fagnar þessari ákvörðun, sem er stórt skref í þá átt að vinda ofan af þeim vandræðum sem uppi eru varðandi leghálsskimanir. Ákvörðunin mun á endanum draga úr vantrausti kvenna og stytta biðtíma eftir niðurstöðum verulega. Skoðun 2.7.2021 08:00
Heilsugæslan boðar rannsóknir á Landspítala en ekki fyrr en næstu áramót Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákveðið að hefja undirbúning þess að flytja rannsóknir á leghálssýnum aftur heim til Íslands, nánar tiltekið á Landspítala. Ákvörðunin er tekin í samráði við heilbrigðisráðuneytið. Innlent 1.7.2021 17:59
Biðlistastjórnin Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks stóð að íslenska heilbrigðiskerfið ætti að standast samanburð við það sem best gerist í heiminum og að allir landsmenn eigi að fá notið góðrar þjónustu óháð efnahag og búsetu. Skoðun 1.7.2021 08:01
Svandís segir það í skoðun að flytja rannsóknirnar aftur heim Heilbrigðisráðherra segist hafa það til skoðunar að flytja rannsóknir á leghálssýnum aftur heim frá Danmörku. Hún segir það þó krefjast mikils undirbúnings. Innlent 30.6.2021 11:16
Læknar ræða að fá Landspítala til að rannsaka einkennasýni Læknar skoða nú þann möguleika að Landspítalinn taki að sér rannsóknir á einkennasýnum frá leghálsi. Vísir hefur heimildir fyrir því að þetta hafi verið rætt innan Landspítalans. Innlent 30.6.2021 07:40
Sjö konur látnar innan þriggja ára frá innlögn vegna heimilisofbeldis Fjörutíu og níu konur voru lagðar inn á Landspítalann með áverka eftir heimilisofbeldi á fimmtán ára tímabili samkvæmt nýrri rannsókn. Sjö kvennanna létust innan þriggja ára frá innlögn. Doktorsnemi og hjúkrunarfræðingur segja samræmt verklag í málaflokknum skorta innan heilbrigðiskerfisins. Innlent 28.6.2021 19:01
Blendnar tilfinningar á meðal lækna Blendnar tilfinningar eru á meðal lækna vegna viðbragða heilbrigðisráðuneytisins við undirskriftalista tæplega þúsund lækna þar sem skorað er á stjórnvöld að bregðast við langvarandi sinnuleysi í garð heilbrigðiskerfisins. Innlent 27.6.2021 22:11
Ómaklegt að fullyrða að ekkert hafi verið gert enda fjárframlög sjaldan verið meiri Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það ómaklegt að fullyrða að ekkert hafi verið að gert innan heilbrigðiskerfisins, enda sé búið að stórauka fjárframlög til heilbrigðismála. Um þúsund læknar afhentu heilbrigðisráðherra nýverið áskorun um að bæta verulega stöðuna á Landspítalanum og heilbrigðiskerfinu öllu. Innlent 27.6.2021 12:51
Að sannreyna traust Mín skoðun er sú að umbætur í heilbrigðisþjónustu í kjölfar mistaka verða aldrei að veruleika án þess að það sé leitað ráða hjá þeim sem fyrir því hafa orðið. Þetta segi ég eftir mikla reynslu í hjúkrun, samtöl við fólk sem hefur upplifað þessa skaðlegu þjónustu og persónuleg reynsla að missa barn eftir mistök. Skoðun 25.6.2021 10:31
Mælirinn fullur hjá eitt þúsund læknum „Mælirinn hjá öllum er fullur,“ sagði Steinunn Þórðardóttir öldrunarlæknir við fjölmiðla rétt áður en læknar afhentu fulltrúum heilbrigðisráðherra undirskriftalista 985 lækna í morgun. Fulltrúi lækna vonast til að skrið komist á málið eftir fund með aðstoðarmanni ráðherra. Innlent 23.6.2021 14:02
Segir kulnun og atgervisflótta í læknastéttinni „Læknar eru bara orðnir mjög þreyttir. Þeir geta ekki hlaupið hraðar og það er ákveðin kulnun og atgervisflótti í læknastéttinni.“ Þetta segir Theódór Skúli Sigurðarson svæfinga- og gjörgæslulæknir og forsvarsmaður undirskrifasöfnunar meðal lækna. Innlent 22.6.2021 14:30
Sorglegt „að hlúa ekki betur að okkar elsta fólki heldur en þetta“ Stjórnendur Landspítala viðurkenna að hólfaskiptingu og aðgerðastjórnun á Landakoti hafi verið ábótavant þegar hópsýking kórónuveirunnar kom upp í haust. Sorglegt sé að elsta og viðkvæmasta fólkinu sé boðið upp á svo lakan húsakost. Innlent 16.6.2021 17:48
Heilbrigðisráðuneytið vill engu svara um leghálssýnarannsóknir Heilbrigðisráðuneytið segist ekki getað svarað því hvort breytinga sé að vænta varðandi framtíðarfyrirkomulag rannsókna á leghálssýnum í tengslum við skimun eftir leghálskrabbameini. Innlent 16.6.2021 13:33
Fyrirbyggjandi meðferð minnkar líkurnar á endurkomu um 42 prósent Fyrirbyggjandi meðferð með krabbameinslyfinu olaparib minnkar áhættuna á endurkomu brjóstakrabbameins um 42 prósent hjá arfberum BRCA1 og BRCA2 stökkbreytinga. Innlent 16.6.2021 09:24
Telur ekki sitt hlutverk að fella dóm yfir stjórnendum Landspítala Landlæknir segir það ekki vera sitt hlutverk að fella dóm yfir stjórnendum Landspítalans vegna hópsýkingar á Landakoti. Hlutverk embættisins sé einungis að finna hvað hefði mátt fara betur. Innlent 15.6.2021 20:55
Slæm hólfaskipting réði úrslitum um harmleikinn á Landakoti Ófullkomin hólfaskipting á Landakoti var helsti áhrifaþáttur þess að hópsýking á sjúkrahúsinu í vetur hafði eins alvarlegar afleiðingar og raun bar vitni, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skýrslu. Innlent 15.6.2021 15:21
Anna Sigrún nýr framkvæmdastjóri skrifstofu forstjóra Landspítala Anna Sigrún Baldursdóttir, sem starfað hefur sem aðstoðamaður forstjóra Landspítalans, hefur verið ráðin í nýtt starf sem framkvæmdastjóri skrifstofu spítalans. Þetta segir í tilkynningu frá Landspítalanum. Viðskipti innlent 15.6.2021 12:20
Stirðlegt yfirtökuferli „gagnrýnivert“ en enginn gerður ábyrgur Fátt nýtt kemur fram í skýrslu sem Haraldur Briem, fyrrverandi sóttvarnalæknir, hefur unnið fyrir heilbrigðisráðuneytið um breytingar á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir krabbameinum í leghálsi. Innlent 11.6.2021 17:28
Bæta við mannskap til að mæta neyðarástandi á bráðamóttöku Landspítalinn mun bæta við mannskap á bráðamóttöku til að mæta því neyðarástandi sem þar hefur ríkt að undanförnu. Forstöðumaður á spítalanum telur að með því sé öryggi sjúklinga tryggt. Þetta sé þó tímabundin lausn og í höndum stjórnvalda að ráða úr vandanum. Innlent 9.6.2021 20:02