Evrópusambandið

Fréttamynd

Selenskí sækir formlega um aðild að Evrópusambandinu

Forseti Úkraínu hefur skrifað undir formlega umsókn í Evópusambandið en hann kallaði eftir aðild í ávarpi sínu til þjóðarinnar í nótt. Friðaviðræðum Rússa og Úkraínumanna í Hvíta-Rússlandi í dag lauk án niðurstöðu. 

Erlent
Fréttamynd

Úkraínumenn gætu fengið dvalarleyfi innan ESB í allt að þrjú ár

Evrópusambandið stefnir á að veita úkraínskum flóttamönnum dvala- og vinnuleyfi innan sambandsins til allt að þriggja ára. Þetta hefur Reuters eftir Ylvu Johansson, innanríkismálastjóra ESB, en um 400 þúsund Úkraínumenn hafa flúið til ríkja Evrópusambandsins frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu í síðustu viku.

Erlent
Fréttamynd

Sakar þingmenn um að ganga erinda áfengisframleiðenda

Dregið var hressilega úr viðvörunum gegn áfengisneyslu á síðustu stundu þegar Evrópuþingið samþykkti nýja lýðheilsuáætlun til að sporna við krabbameini. Formaður Evrópsku krabbameinssamtakanna segir að þingmenn hafi gengið erinda áfengisframleiðenda í Suður-Evrópu.

Erlent
Fréttamynd

Nágrannaþjóðir taka flóttamönnum frá Úkraínu opnum örmum

Evrópusambandið hefur fryst eignir forseta og utanríkisráðherra Rússlands í ríkjum sambandsins. Nágrannaríki Úkraínu í vestri taka flóttafólki þaðan opnum örmum en mikill fjöldi fólks reynir nú að komast vestur yfir. Hundruð manna hafa fallið í átökum beggja landa í Úkraínu undanfarinn sólarhring. Forseti landsins hefur kallað eftir fundi með Rússlandsforseta.

Erlent
Fréttamynd

Grípa til umfangsmikilla refsiaðgerða en ganga ekki eins langt og sumir myndu vilja

Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Evrópusambandsins tilkynntu síðdegis um refsiaðgerðir gegn Rússum vegna innrásarinnar í Úkraínu. Þrátt fyrir að ríkin fullyrða að þeirra aðgerðir séu þær hörðustu og umfangsmestu í sögunni var ekki ákveðið að loka fyrir aðgengi Rússa að alþjóðlega SWIFT-greiðslukerfinu, sem flestir eru sammála um að myndi reynast mikið högg. 

Erlent
Fréttamynd

Umheimurinn bregst harkalega við innrás Rússa

Leiðtogar ríkja um allan heim hafa fordæmt innrás Rússa í Úkraínu og boða hertar refsiaðgerðir gegn þeim. Pútin Rússlandsforseti hótar öllum þeim sem reyni að stöðva innrásina afleiðingum sem aldrei hafi sést áður í veraldarsögunni.

Erlent
Fréttamynd

Heimurinn bíður næstu skrefa Pútíns

Ráðamenn víða um heim bíða eftir næstu skrefum Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Stærsta spurningin er hvort hann muni hefja stríð við Úkraínu eða kalla her sinn heim frá landamærunum.

Erlent
Fréttamynd

Ætla að kynna frekari aðgerðir gegn Rússum í dag

Sendiherrar Evrópusambandsins hafa komist að niðurstöðu um frekari refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna hernaðaraðgerða þeirra í Úkraínu. Búist er við því að þær verði samþykktar og kynntar síðar í dag.

Erlent
Fréttamynd

Frekari innrás og auknar refsiaðgerðir í kortunum

Yfirvöld í Úkraínu byrjuðu í morgun að kveðja 18 ára til sextuga menn í varaliði hersins til starfa eftir að Vólódómír Selenskí, forseti, fyrirskipaði slíkt í gær. Rússar hafa flutt herlið inn í austurhluta Úkraínu, á yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna en Vladimír Pútín, forseti Rússlands, viðurkenndi á mánudaginn sjálfstæði þessara svæða og rúmlega það.

Erlent
Fréttamynd

Endurtekin og endurnýtt umræða um evruna

ESB-þingmenn á Alþingi nýta nú tækifærið og reyna að tengja umræðuna um efnahagsstöðuna hérlendis við aðild að Evrópusambandinu og upptöku evrunnar. Gamalkunnar möntrur um kosti evrunnar og kjöraðstæður á evrusvæðinu eru rifjaðar upp og þá er ástæða til að rifja upp gamalkunn sannindi til andsvara.

Skoðun
Fréttamynd

Evran eins og við þekkjum hana er búin að vera

Eftir tvo áratugi er þetta komið gott. Evran, sem frá árinu 2002 hefur sameinað stóran hluta Evrópu og auðveldað milliríkjaviðskipti, þykir víst ekki nógu fín lengur. Angela Merkel sagði á sínum tíma að ef tilraunin með hina sameiginlegu mynt mistakist fari Evrópa sömu leið. Ég efast þó um að hún hafi átt við útlit evruseðlanna sjálfra.

Skoðun
Fréttamynd

Telja helming Evrópubúa eiga eftir að smitast á næstu vikum

Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) búast við því að meira en helmingur allra Evrópubúa muni smitast af ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar á næstu tveimur vikum. Er það miðað við hvernig faraldurinn gengur nú yfir heimsálfuna.

Erlent
Fréttamynd

Sjálfstæðisflokkurinn þarf aðeins að stoppa

Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims hefur áhyggjur af sjálfstæði Íslands og segir að honum hafi til að mynda litist afskaplega illa á þriðja orkupakkann á sínum tíma. Sjálfstæðisflokkurinn þarf að doka við og spyrja sig fyrir hvað hann stendur, segir útgerðarmaðurinn.

Innlent
Fréttamynd

Umdeildu Alzheimer-lyfi hafnað í Evrópu

Evrópska lyfjastofnunin hefur hafnað því að veita bandaríska lyfjafyrirtækinu Biogen markaðsleyfi fyrir nýju en umdeildu Alzheimer-lyfi sem kom á markaðinn í Bandaríkjunum í sumar.

Erlent
Fréttamynd

Landa­mæra­tak­markanir á Ís­landi hafi brotið í bága við reglur EES

Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur nú sent Íslandi formlegt áminningarbréf vegna aðgangstakmarkanna sem mismuna EES-borgurum sem búsettir eru hér á landi. en í tilkynningu frá stofnuninni er vísað til þess að í maí 2021 hafi verið sett lög á Íslandi þar sem mælt er fyrir skyldu flugrekenda að kanna hvort farþegar hafi tilskilin vottorð vegna Covid-19 við komuna til landsins.

Innlent
Fréttamynd

Scholz tekur við af Merkel: „Þetta eru klár kaflaskil“

Olaf Scholz tók formlega við embætti kanslara Þýskalands í morgun og þar með lauk sextán ára embættistíð Angelu Merkel. Prófessor í stjórnmálafræði segir að um sé að ræða kaflaskil í evrópskum og þýskum stjórnmálum þar sem erfitt er að ofmeta áhrif Merkel.

Erlent
Fréttamynd

Merkel hverfur úr stóli kanslara eftir sex­tán ár

Olaf Scholz verður kjörinn kanslari Þýskalands af þýska þinginu síðar í dag. Þar með hefst nýr kafli í þýskri og evrópskri stjórnmálasögu þegar Angela Merkel hverfur af stóra sviðinu, en hún hefur verið kanslari í hartnær sextán ár.

Erlent