Fangelsismál

Fréttamynd

Borgar­full­trúa á fæðis­fé fanga

Umræðan um kostnað við veitingar til handa kjörnum fulltrúum í borgarstjórn Reykjavíkur vegna reglulegra funda er góð áminning og er í raun öllum hollt að íhuga hversu mörgum krónum varið er í mat dag frá degi.

Skoðun
Fréttamynd

Vilja skaðaminnkun á sérgang á Litla-Hrauni

Afstaða, félag fanga, leggur til að sérstakur skaðaminnkunargangur verði á Litla-Hrauni. Félagið segir þá sem neyta vímuefna í flestum tilvikum vera sjúklinga en ekki afbrotamenn og því viðfangsefni heilbrigðiskerfisins.

Innlent
Fréttamynd

Spice ó­líkt öllum öðrum fíkni­efnum

Spice er eitt erfiðasta efni sem fangelsisyfirvöld og lögregla fást við. Notendurnir tala um að fara í froskinn, þegar þeir fá krampaköst af ofneyslu og margítrekað hefur þurft að kalla til sjúkrabíl.

Innlent
Fréttamynd

Gengur gegn hagsmunum barns að fangelsa foreldri

Það gengur beinlínis gegn hagsmunum barna að fangelsa foreldri fyrir tálmun á umgengni, líkt og frumvarp sem liggur fyrir Alþingi gerir ráð fyrir. Þetta segir framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands sem mælir harðlega gegn því að frumvarpið verði samþykkt.

Innlent
Fréttamynd

Úrræðaleysi fyrir hættulega afbrotamenn

Félagsmálaráðherra segir að bregðast þurfi hratt við úrræðaleysi fyrir hóp manna sem taldir eru hættulegir en ganga lausir í samfélaginu. Um sé að ræða 10-12 manna hóp. Einn úr hópnum er nú í gæsluvarðahaldi grunaður um tilraun til manndráps á kærustu sinni.

Innlent
Fréttamynd

Thomas Møller Olsen kominn til Danmerkur

Grænlenski skipverjinn Thomas Møller Olsen, sem dæmdur var í 19 ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur þann 14. janúar 2017, hefur verið fluttur úr landi og til Danmerkur

Innlent
Fréttamynd

Kunni að flokka rusl við lausn úr fangelsi

Fangelsið að Litla-Hrauni tekur fyrstu skref að um­hverfis­vænni starf­semi. For­stöðu­maðurinn segir ýmsar á­skoranir fylgja, bæði hvað varðar úr­ganginn, sem er að miklu leyti líkur spítala­úr­gangi, og hugar­far þeirra sem sitja inni.

Innlent
Fréttamynd

Vill bætur vegna gæsluvarðhalds sem var lengra en refsing

Nígerískur karlmaður fer fram á bætur frá íslenska ríkinu vegna frelsissviptingar eftir að hafa hlotið tveggja mánaða dóm en setið í gæsluvarðhaldi í tæplega ár. Lögmaður mannsins segir það handvömm í íslenskum lögum að ekki sé gert ráð fyrir að þessi staða geti komið upp.

Innlent
Fréttamynd

Fangi kærir umfjöllun í DV til siðanefndar BÍ

Félag fanga hefur kvartað undan Ágústi Borgþóri Sverrissyni til siðanefndar Blaðamannafélagsins fyrir hönd Gunnars Rúnars Sigurþórssonar. Umfjöllun um einkahagi Gunnars og fjölskyldu hans sögð bæði tillitslaus og óvönduð.

Innlent
Fréttamynd

Stórskuldugum gert að sitja sektir af sér

Dómþolar hæstu sekta fara í fangelsi borgi þeir ekki, samkvæmt tillögum starfshóps. Samfélagsþjónusta verði ekki í boði fyrir þann hóp og fangapláss tryggð vegna vararefsinga. Innheimtuhlutfall hæstu sekta undir tveimur prósentum. 

Innlent
Fréttamynd

Mikilvægt að skima fyrir kynsjúkdómum í fangelsum

Til stendur að hefja skimanir fyrir kynsjúkdómum meðal fanga til þess að koma í veg fyrir útbreiðslu kynsjúkdóma í fangelsum. Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að fylgst sé með fólki í áhættuhópum. Unnið er að aðgerðaráætlun til að bregðast við útbreiðslu kynsjúkdóma á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

„Við þurfum bara að laga okkur að nútímanum“

"Ég efast að við þurfum að breyta miklu. Við erum núna með möguleikann á deildarskiptingu innan nýja fangelsisins á Hólmsheiði þannig að nei, ég held að þetta verði alls ekki vandamál hjá okkur,“ sagði Páll Winkel, fangelsismálastjóri, í tengslum við nýsamþykkt lög um kynrænt sjálfræði.

Innlent