Einangrun dragi ekki úr líkum á að fangar endurtaki brot sín Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. apríl 2023 18:25 Margrét Valdimarsdóttir er afbrotafræðingur. egill aðalsteinsson Afbrotafræðingur segir að ef koma eigi í veg fyrir að fangar fari hættulegri út í samfélagið að afplánun lokinni þá verði að huga að betrun og stuðningi í fangelsum. Einangrun sé versta úrræðið til að draga úr líkum á að fangar endurtaki brot sín. Í Kompás fjölluðum við um úrræðaleysi þegar kemur að andlega veikum föngum en í dag eru þeir oft einangraðir frá öllum þar sem þeir eiga erfitt með samneyti við aðra fanga og engin önnur úrræði í boði. Þeir fá ekki viðeigandi aðstoð og því hætta á að þeir fari aftur út í samfélagið hættulegri en áður. Afbrotafræðingur segir einangrun eitt versta úrræði sem hægt er að beita ef litið er til betrunar. „Ef þú ætlar að draga úr líkum á því að viðkomandi endurtaki brot sín eftir að afplánun lýkur þá er félagsleg einangrun í raun og veru það versta,“ segir Margrét Valdimarsdóttir, afbrotafræðingur. Margrét segir ljóst að það vanti úrræði hér á landi fyrir þá sem eru með þroskaskerðingar eða fatlanir og afplána dóma. „Og þetta er kannski ekki gríðarlegur fjöldi af föngum, ekki á Íslandi og þess vegna væri kannski ekkert mjög svo erfitt að hafa sérstaka stofnun eða að aðrar heilbrigðisstofnanir gætu einhvern veginn tekið á móti þessum hópi.“ Betrun og stuðningur dragi úr líkum á afbroti Kompásþátturinn hefur vakið mikla athygli og þótt umdeildur en í honum er rætt er við mann sem er dæmdur fyrir kynferðisbrot. Margrét segir umræðuna flókna þar sem betrun sé ekki eina markmið fangelsisrefsingar, heldur sé það einnig markmið að vernda brotaþola og aðra borgara og refsa hinum dæmda. „En ef við erum bara að hugsa um þennan þátt, að við viljum draga úr afbrotum. Að við viljum koma í veg fyrir að fólk sem kemur út úr fangelsi, vegna þess að það fær enginn lífstíðardóm á Íslandi, fólk kemur úr fangelsi - ef við viljum bara draga úr fleiri brotum þá verðum við að huga að betrun og þá verðum við að huga að stuðningi.“ Kompás Fangelsismál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ef fækka eigi afbrotum verði að vinna í rót vandans og hjálpa veikum föngum Hjúkrunarfræðingur í stjórn Geðhjálpar segir ljóst að ef fækka eigi afbrotum þurfi að vinna í rót vandans og hjálpa einstaklingum í fangelsi. Þörf sé á sértækum úrræðum fyrir afplánun andlega veikra fanga. Stjórnvöld verði að bregðast við. 25. apríl 2023 22:31 „Ég er aleinn allan daginn mamma“ Í fangelsum er mjög veikt fólk sem ætti undir öllum kringumstæðum að vera í sértækum úrræðum. Þetta er andlega veikt fólk með þroskaraskanir og geðsjúkdóma. Fólk sem höndlar á engan hátt aðstæðurnar í fangelsi eða samneyti við aðra fanga og er þess vegna oft einangrað frá öllum á öryggisgöngum. 25. apríl 2023 07:00 Mest lesið Vaktin: Svartsengislína dottin út og rafmagnslaust í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Fleiri fréttir Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Svartsengislína dottin út og rafmagnslaust í Grindavík Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Sjá meira
Í Kompás fjölluðum við um úrræðaleysi þegar kemur að andlega veikum föngum en í dag eru þeir oft einangraðir frá öllum þar sem þeir eiga erfitt með samneyti við aðra fanga og engin önnur úrræði í boði. Þeir fá ekki viðeigandi aðstoð og því hætta á að þeir fari aftur út í samfélagið hættulegri en áður. Afbrotafræðingur segir einangrun eitt versta úrræði sem hægt er að beita ef litið er til betrunar. „Ef þú ætlar að draga úr líkum á því að viðkomandi endurtaki brot sín eftir að afplánun lýkur þá er félagsleg einangrun í raun og veru það versta,“ segir Margrét Valdimarsdóttir, afbrotafræðingur. Margrét segir ljóst að það vanti úrræði hér á landi fyrir þá sem eru með þroskaskerðingar eða fatlanir og afplána dóma. „Og þetta er kannski ekki gríðarlegur fjöldi af föngum, ekki á Íslandi og þess vegna væri kannski ekkert mjög svo erfitt að hafa sérstaka stofnun eða að aðrar heilbrigðisstofnanir gætu einhvern veginn tekið á móti þessum hópi.“ Betrun og stuðningur dragi úr líkum á afbroti Kompásþátturinn hefur vakið mikla athygli og þótt umdeildur en í honum er rætt er við mann sem er dæmdur fyrir kynferðisbrot. Margrét segir umræðuna flókna þar sem betrun sé ekki eina markmið fangelsisrefsingar, heldur sé það einnig markmið að vernda brotaþola og aðra borgara og refsa hinum dæmda. „En ef við erum bara að hugsa um þennan þátt, að við viljum draga úr afbrotum. Að við viljum koma í veg fyrir að fólk sem kemur út úr fangelsi, vegna þess að það fær enginn lífstíðardóm á Íslandi, fólk kemur úr fangelsi - ef við viljum bara draga úr fleiri brotum þá verðum við að huga að betrun og þá verðum við að huga að stuðningi.“
Kompás Fangelsismál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ef fækka eigi afbrotum verði að vinna í rót vandans og hjálpa veikum föngum Hjúkrunarfræðingur í stjórn Geðhjálpar segir ljóst að ef fækka eigi afbrotum þurfi að vinna í rót vandans og hjálpa einstaklingum í fangelsi. Þörf sé á sértækum úrræðum fyrir afplánun andlega veikra fanga. Stjórnvöld verði að bregðast við. 25. apríl 2023 22:31 „Ég er aleinn allan daginn mamma“ Í fangelsum er mjög veikt fólk sem ætti undir öllum kringumstæðum að vera í sértækum úrræðum. Þetta er andlega veikt fólk með þroskaraskanir og geðsjúkdóma. Fólk sem höndlar á engan hátt aðstæðurnar í fangelsi eða samneyti við aðra fanga og er þess vegna oft einangrað frá öllum á öryggisgöngum. 25. apríl 2023 07:00 Mest lesið Vaktin: Svartsengislína dottin út og rafmagnslaust í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Fleiri fréttir Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Svartsengislína dottin út og rafmagnslaust í Grindavík Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Sjá meira
Ef fækka eigi afbrotum verði að vinna í rót vandans og hjálpa veikum föngum Hjúkrunarfræðingur í stjórn Geðhjálpar segir ljóst að ef fækka eigi afbrotum þurfi að vinna í rót vandans og hjálpa einstaklingum í fangelsi. Þörf sé á sértækum úrræðum fyrir afplánun andlega veikra fanga. Stjórnvöld verði að bregðast við. 25. apríl 2023 22:31
„Ég er aleinn allan daginn mamma“ Í fangelsum er mjög veikt fólk sem ætti undir öllum kringumstæðum að vera í sértækum úrræðum. Þetta er andlega veikt fólk með þroskaraskanir og geðsjúkdóma. Fólk sem höndlar á engan hátt aðstæðurnar í fangelsi eða samneyti við aðra fanga og er þess vegna oft einangrað frá öllum á öryggisgöngum. 25. apríl 2023 07:00