Samfélagsmiðlar

Fréttamynd

Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu

Heitustu skvísur landsins komu saman í Höfuðstöðinni síðastliðinn þriðjudag til að fagna nýrri jóga-fatalínu frá sænska tískurisanum Gina Tricot. Allar mættu í samstæðum jógafatnaði úr línunni, sem gerði viðburðinn einstaklega myndrænan.

Lífið
Fréttamynd

„Ekki leika þennan leik“

Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, hefur ritað opið bréf til landsliðskvenna í handbolta þar sem hann skorar á þær að leika ekki við ísraelska landsliðið.

Innlent
Fréttamynd

Kveðju kastað á Megas í til­efni dagsins

Einhver áhrifamesti tónlistar- og kvæðamaður landsins – Magnús Þór Jónsson aka Megas – er áttræður í dag. Á Facebook má sjá marga kasta kveðju á skáldið. Lausleg rannsókn leiðir í ljós að aðdáendur hans eru einkum karlmenn þó stöku kvenmaður slæðist með.

Lífið
Fréttamynd

Allir og amma þeirra keppast um að skil­greina „woke“

Rökræður Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Hallgríms Helgasonar, rithöfundar, um hugtakið „woke“ hafa ýtt af stað mikilli umræðu um hugtakið, sér í lagi á samfélagsmiðlum. Ekki sér fyrir endann á skoðanaskiptum Sólveigar og Hallgríms.

Innlent
Fréttamynd

Kominn tími til að rapparar og á­hrifa­valdar axli á­byrgð

„Mig langar ekki að „shame-a“ neinn, vera með leiðindi eða búa til eitthvað stríð en mér finnst bara að það verði að ræða þetta af því að þetta er grafalvarlegt mál. Þetta er ekki bara eitthvað djók eða trend eða eitthvað. Þessir einstaklingar, áhrifavaldar og rapparar sem eru að peppa þetta svona grimmt, þeir eru fyrirmyndir. Það er kominn tími til að þeir standi undir þeim titli, taki ábyrgð og geri betur,” segir Garðar Eyfjörð, betur þekktur sem Gæi, eða þá sem rapparinn Kilo. 

Innlent
Fréttamynd

TikTok hólpið í bili

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur framlengt frest á fyrirhuguðu TikTok banni í Bandaríkjunum um 75 daga. Lögin áttu að taka gildi á morgun. Hann segir að samningaviðræður við yfirvöld í Kína hafi gengið vel og hann ætli áfram að vinna hörðum höndum að því að koma í veg fyrir bannið.

Erlent
Fréttamynd

Leið­togar ESB í­huga háa sekt á X og Musk

Forsvarsmenn Evrópusambandsins eru sagðir íhuga að sekta X, samfélagsmiðil Elons Musk, vegna brota á lögum sambandsins um ólöglegt efni og upplýsingaóreiðu. Slíkt myndi líklega auka spennu milli ESB og ríkisstjórnar Donalds Trump en Musk er náinn bandamaður forsetans.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Bezos sagður hafa boðið í Tiktok

Amazon er sagt hafa gert tilboð í kínverska samskiptamiðilinn Tiktok, sem verður að óbreyttu bannað í Bandaríkjunum á laugardag. Kínverskir eigendur miðilsins hafa sagt hann ekki vera til sölu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heims­byggðina

Snorri Másson þingmaður Miðflokksins hélt ræðu á þingi í tengslum við framlagningu á „Framkvæmdaáætlun í kynjajafnréttismálum fyrir árin 2025-2028“ sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir jafnréttisráðherra mælti fyrir. Ekki var fyrr búið að greina frá ræðunni en mikið bakslag myndaðist. Aðalritari félags kynjafræðinga mótmælti harðlega við mikinn fögnuð.

Innlent
Fréttamynd

Þekkir þú áhrifa­valdana í lífi barnsins þíns?

Þættirnir Adolencence sem sýndir eru á Netflix hafa vakið mikla athygli. Foreldrar eru hugsi yfir þáttunum og jafnvel með kvíðahnút í maganum eftir áhorfið. Þættirnir fjalla um 13 ára dreng sem í upphafi þáttanna er handtekinn fyrir grun um að hafa myrt skólasystur sína og fylgst er með því ferli sem fer í gang í kjölfarið.

Skoðun
Fréttamynd

„Þetta er bara brandarakvöld“

Stefán Einar Stefánsson fjölmiðlamaður segir ekki hægt að svara þeirri ofsareiði sem brotist hefur út í athugasemdakerfum víðs vegar eftir fjörugt bjórkvöld Þjóðmála á Kringlukránni.

Innlent
Fréttamynd

Nýr vett­vangur sam­skipta?

Breska þáttaröðin Adolescence slær áhorfsmet á Netflix og hefur vakið fólk til umhugsunar um lífsaðstæður unglinga. Fyrstu skrefin út fyrir öryggi heimilisins eru iðulega stigin áður en nokkur veit af, reynslan leitar börnin uppi þegar við teljum þau í skjóli.

Skoðun
Fréttamynd

Síður með of­beldi barna spretti upp eins og gor­kúlur

Síður á Instagram sem birta myndskeið af ofbeldi meðal barna spretta upp eins og gorkúlur á samfélagsmiðlum. Að sögn lögreglunnar er töluvert um að gerendur fari saman í hópum og skipuleggi slagsmál, en þolendur geta verið allt niður í tíu ára gamlir.

Innlent
Fréttamynd

Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í her­bergi

Börn eru ekki lengur örugg þar sem þau sitja ein inni í herberginu á heimili sínu. Þau lifa við allt annan veruleika en börn hafa lifað við hingað til. Sum geta eytt meiri tíma með karakterum á borð við Andrew Tate á netinu heldur en með eigin foreldrum í rauntíma. Þetta er meðal þess sem lesa má úr skilaboðum leiknu Netflix þáttaraðarinnar Adolescence sem slegið hefur í gegn.

Lífið
Fréttamynd

Svara auknum for­dómum og fá­fræði með já­kvæðni og list

Listamarkaðurinn Litrófan verður haldinn í fyrsta sinn á laugardaginn í húsnæði Borgarbókasafnsins í Grófinni. Vinirnir Elísabet Jana Stefánsdóttir og Kjartan Valur Kjartansson skipuleggja markaðinn sem er sérstaklega fyrir hinsegin og skynsegin listamenn. Þau segja markaðinn sitt svar við auknum fordómum og fáfræði gegn jaðarsettum hópum.

Lífið
Fréttamynd

Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan

Uppljóstranir Jeffrey Goldberg, ritstjóra Atlantic, um að æðstu ráðamenn í Bandaríkjunum hafi rætt skipulagningu árása á Húta í Jemen í gegnum samskiptaforritið Signal hafa vakið mikla athygli og hneykslan vestanhafs.

Erlent
Fréttamynd

Ger­endur nýti „allar mögu­legar leiðir“

Rúmlega hundrað leituðu sér aðstoðar hjá Bjarkarhlíð á síðasta ári vegna umsáturseineltis og 159 vegna stafræns ofbeldis. Jenný Kristín Valberg, teymisstýra hjá Bjarkarhlíð, segir að með aukinni tæknivæðingu hafi fleiri möguleikar opnast til að meiða. Þetta sé veruleiki sem systursamtök úti í heimi segja að sé að stigmagnast.

Innlent
Fréttamynd

Með hnút í maganum yfir næstu skila­boðum eltihrellis

„Þetta er það erfiðasta sem ég hef gengið í gegnum, þetta er stöðugt hangandi yfir mér, alla daga. Mér finnst ég vera rosalega varnarlaus. Ég er alltaf með hnút í maganum yfir því hvenær næsta færsla birtist á Facebook, hvenær næsta sprengja á eftir að koma,“ segir Garpur Ingason Elísabetarson.

Innlent
Fréttamynd

Nadine tekin í bólinu og Marta María um leið

„Facebook-hrekkurinn lifir enn góðu lífi á minni skrifstofu,“ segir Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta- og markaðssviðs flugfélagsins Play, en hún verður reglulega fyrir barðinu á þeim. Í dag birtist færsla á Facebook-vegg hennar um nýtt hlaðvarp á hennar vegum, sem á að heita „Nadda í Orlofi“, en sjálf kannast hún ekki við það.

Lífið
Fréttamynd

Opnar um­boðs­skrif­stofu með Gumma kíró

Kristjana Barðdal umboðsmaður Gumma Kíró opnar í dag umboðsskrifstofuna Atelier Agency ásamt kírópraktornum. Skrifstofan verður sérstaklega starfrækt fyrir áhrifavalda en nú þegar hafa níu slíkir gert samning við Atelier. Kristjana segir draum vera að rætast og eru þau Gummi stórhuga.

Lífið
Fréttamynd

Vonska vegna vambaráns á­hrifa­valds í Ástralíu

Töluverð reiði ríkir í Ástralíu vegna myndbands af bandarískum áhrifavaldi grípa vambaunga frá móður sinni og hlaupa á brott með hann. Sam Jones hefur meðal annars verið gagnrýnd af forsætisráðherra Ástralíu og eru yfirvöld þar sögð skoða hvort hleypa eigi henni aftur inn í landið.

Erlent
Fréttamynd

Gaf rang­lega í skyn að Úkraína bæri á­byrgð á á­rás á X

Samfélagsmiðillinn X varð fyrir tölvuárás í gær og upplifðu notendur miklar truflanir vegna hennar yfir nokkurra tíma skeið. Tveir hópar hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni en Elon Musk, eigandi samfélagsmiðilsins, sagði í gær að uppruna hennar mætti rekja til „Úkraínusvæðisins“.

Erlent