Bretland

Fréttamynd

Hefur farið 6.000 ferðir í sama rússíbananum

Ryan Hackett, 61 árs, hefur loksins náð að láta langþráðan draum rætast og hefur nú farið 6.000 ferðir í rússíbananum Megafobia í Oakwood Theme Park í Nerberth í Pembrokeshire í Wales. 

Erlent
Fréttamynd

Verkamannaflokkurinn kallar eftir grímuskyldu og heimavinnu

Verkamannaflokkurinn kallar eftir því að stjórnvöld á Englandi skipti samstundis yfir í svokallað „plan B“ vegna stöðu kórónuveirufaraldursins þar í landi. Plan B felur meðal annars í sér að fólki yrði ráðlagt að vinna heima og að grímuskylda yrði tekin upp á ný.

Erlent
Fréttamynd

Ákærður fyrir morðið á þingmanninum

Ali Harbi Ali, 25 ára gamall breti af sómölskum uppruna, hefur nú verið ákærður fyrir morðið á breska þingmanninum Sir David Amess í síðustu viku. Saksóknarar hafa gefið það út að þeir muni sækja málið á þeim grundvelli að um hryðjuverk hafi verið að ræða.

Erlent
Fréttamynd

Þekktur slagara­smiður fallinn frá

Breski lagasmiðurinn og leikskáldið Leslie Bricusse, sem kom að gerð ótal þekktra laga úr heimi kvikmynda og söngleikja, er látinn. Hann lést í Saint-Paul-de-Vence í Frakklandi í gær.

Menning
Fréttamynd

Enn ekkert nýtt í máli Gylfa

Talskona lögreglunnar í Manchester á Bretlandi segir enn engar fregnir hafa borist um mál Gylfa Þórs Sigurðssonar, knattspyrnumanns. Gylfi er laus gegn tryggingu en það fyrirkomulag rann út á laugardag og taka átti ákvörðun í máli hans sama dag. 

Fótbolti
Fréttamynd

Kórónuveiran á siglingu í Bretlandi

Þeim sem smitast af kórónuveirunni í Bretlandi hefur fjölgað stöðugt í þessum mánuði og í gær greindust tæplega fimmtíu þúsund manns með Covid 19 í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Stuðningsmaðurinn sem hneig niður sagður stöðugur

Óhugnalegt atvik átti sér stað í leik Newcastle og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þegar að stuðningsmaður Newcastle hneig niður. Stöðva þurfti leikinn um stund á meðan maðurinn fékk aðhlynningu, en nýjustu fréttir herma að líðan hans sé stöðug.

Enski boltinn
Fréttamynd

Nafn­greina grunaðan morðingja þing­mannsins

Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt breska þingmanninn Sir David Amess í Essex á föstudag heitir Ali Harbi Ali og er 25 ára Breti af sómölskum uppruna, samkvæmt fréttum breskra fjölmiðla sem nafngreina hann í dag.

Erlent
Fréttamynd

Morð þingmannsins minni óþægilega mikið á morðið á Jo Cox

Stjórnmálafræðingur segir morðið á breska þingmanninum David Amess geta haft gífurleg, og alvarleg, áhrif á stjórnmál í Bretlandi og víðar. Lögregla í Lundúnum rannsakar nú morðið sem hryðjuverk en Amess var stunginn til bana á kjördæmisskrifstofu sinni í Essex í gær.

Erlent
Fréttamynd

Enn ekki búið að taka á­kvörðun í máli Gylfa

Lögreglan í Manchester hefur enn ekki tekið ákvörðun hvort Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrnumaður, verði ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni, hvort hann verði áfram laus gegn tryggingu eða hvort mál hans verði látið niður falla.

Fótbolti
Fréttamynd

Skikkuð í sóttkví í Bretlandi þrátt fyrir að hún sé fullbólusett

Ung íslensk kona er á meðal fjölda erlendra háskólanema á heimavist í Cambridge á Englandi sem hefur verið settur í sóttkví vegna smits sem kom upp þar. Hún þarf að vera tíu daga í sóttkví þrátt fyrir að hún sé bólusett og breskar reglur segi að bólusettir þurfi ekki að fara í sóttkví í tilvikum sem þessum.

Innlent
Fréttamynd

Segir Lennon hafa sundrað Bítlunum

Bítillinn Paul McCartney segist hafa í tæp fimmtíu ár ranglega verið sakaður um að bera ábyrgð á því að hljómsveitin goðsagnakennda hætti. Í nýju viðtali segir hann John Lennon hafa gengið frá Bítlunum.

Erlent