Bretland

Fréttamynd

Læknar fordæma niðurfellingu aðgerða á Englandi

Samtök breskra lækna segja þá ákvörðun Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að fella niður allar sóttvarnaraðgerðir í Englandi vera óábyrga og hættulega. Johnson tilkynnti í síðustu viku að allar aðgerðir yrðu felldar niður þann 19. júlí og það þrátt fyrir að smituðum færi hratt fjölgandi á Englandi.

Erlent
Fréttamynd

Reyndu að ryðja sér leið inn á leikvanginn

Allt að hundrað manns ruddu sér leið í gegnum vegatálma við Wembley-leikvanginum og reyndu að ryðja sér leið inn á leikvanginn sjálfan. Úrslitaleikur Evrópumótsins milli Englands og Ítalíu fer fram á vellinum í kvöld en fólkið mun hafa reynt að ryðja sér leið inn eftir klukkan fimm í dag.

Erlent
Fréttamynd

Couzens játar að hafa myrt E­verard

Breski lögreglumaðurinn Wayne Couzens hefur játað að hafa myrt Söruh Everard í mars síðastliðnum Couzens rændi Everard, þegar hún var að ganga heim frá vini sínum í Clapham þann 3. mars, áður en hann keyrði með hana í burt á bíl sem hann hafði tekið á leigu.

Erlent
Fréttamynd

John­son kallar her­lið Bret­lands í Afgan­istan heim

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í dag að herlið Bretlands í Afganistan verði fljótlega kallað aftur heim. Breskar hersveitir hafa verið með viðveru í Afganistan í tuttugu ár, frá hryðjuverkaárásinni á Tvíburaturnana árið 2001.

Erlent
Fréttamynd

Öryggismál á fæðingardeildum enn í ólestri

Ef tíðni andvana fæðinga og nýburadauða væri sú sama í Bretlandi og Svíþjóð, myndu þúsund færri börn deyja í Bretlandi á ári hverju. Þetta eru niðurstöður þingnefndar um aðbúnað og öryggi á breskum fæðingardeildum.

Erlent
Fréttamynd

„Verðum að læra að lifa með vírusnum“

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í dag nýja áætlun ríkisstjórnar hans um það að „lifa með Covid-19“ en sú áætlun snýr að því að fella niður sóttvarnaaðgerðir og félagsforðun á Englandi. Niðurfellingarnar munu hefjast þann 19. júlí.

Erlent
Fréttamynd

Ræða hvort taka skuli tillit til tilfinninga dýra

Breskir þingmenn rökræða nú um hvort að rétt sé að taka tillit til tilfinninga dýra þegar menn setja sér lög og reglur. Frumvarp þessa efnis er sagt ganga enn lengra en Evrópulög sem eru talin ganga hvað lengst í þá átt í heiminum.

Erlent
Fréttamynd

Vísindamenn uggandi yfir afléttingaráætlun stjórnvalda

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, mun í dag tilkynna um afléttingar á öllum sóttvarnaraðgerðum sem taka munu gildi 19. júlí næstkomandi. Vísindamenn hafa fordæmt fyrirætlanir stjórnvalda, þar sem kórónuveirufaraldurinn virðist vera í vexti.

Erlent
Fréttamynd

Óttast að þúsundir gætu misst réttindi í Bretlandi

Frjálsri för Evrópubúa í Bretlandi og Breta í Evrópu lýkur á morgun. Félagasamtök í Bretlandi óttast að þúsundir evrópskra borgara sem búa gætu misst ýmis réttindi því þeir átta sig ekki á að þeir þurftu að sækja um áframhaldandi dvöl  í síðasta lagi í dag.

Erlent
Fréttamynd

Synirnir kostuðu Karl 780 milljónir í fyrra

Karl Bretaprins studdi son sinn Harry og eiginkonu hans Meghan fjárhagslega þar til síðasta sumar. Fjárhagsstuðningurinn varði í einhverja mánuði eftir að hertogahjónin af Sussex ákváðu að segja sig frá skyldustörfum fyrir konungsfjölskylduna.

Erlent
Fréttamynd

Hyggjast rannsaka áhrif Ivermectin gegn Covid-19

Rannsakendur við Oxford-háskóla hyggjast gefa einstaklingum eldri en 50 ára með einkenni Covid-19 lyfið Ivermectin til að kanna hvort notkun þess sporni gegn sjúkrahúsinnlögnum af völdum sjúkdómsins.

Erlent