
Tyrkland

Fyrirliði tyrkneska landsliðsins og fimm ára sonur hans létust í jarðskjálftanum
Þær sorglegu fréttir hafa borist frá Tyrklandi að fyrirliði handboltalandsliðsins og fimm ára sonur hans hafi látist í jarðskjálftanum mikla þar í landi.

Fundu fólk á lífi eftir átta daga
Björgunarsveitarmenn, hermenn og aðrir leitarmenn í Tyrklandi fundu í morgun fólk á lífi í rústum húsa sem hrundu fyrir átta dögum síðan. Minnst þrír fundust á lífi í rústum húsa en leitað er í þremur héruðum Tyrklands. Sérfræðingar segja litlar líkur á því að margir muni finnast á lífi.

Fannst lifandi eftir 174 klukkustundir en vonir um að finna fleiri dvína
Sífellt færri finnast nú lifandi í rústunum í Tyrklandi en vika er liðin frá mannskæðustu jarðskjálftum á svæðinu í áratugi. Kona fannst í dag lifandi eftir 174 klukkustundir en vonir fara dvínandi og spjótin beinast að gölluðum mannvirkjum. Íslenskt sérfræðingateymi stýrir enn aðgerðum rústabjörgunarsveita en færði sig um set í gær.

Sýrlendingar örvæntingarfullir og enn berst lítil aðstoð
Sýrlendingar sem lifðu tvo stóra jarðskjálfta, sem riðu yfir norðurhluta Sýrlands og suðurhluta Tyrklands í síðustu viku, af eru örvæntingarfullir. Lítil aðstoð hefur borist, enda landsvæði þeirra undir stjórn uppreisnarmanna, en þeir sem lifðu hryllinginn af glíma nú við sult og kulda.

Óttast að dánartalan tvöfaldist
Yfir þrjátíu þúsund eru nú látin eftir gríðarlegan jarðskjálfta í Tyrklandi og Sýrlandi fyrir tæpri viku. Sameinuðu þjóðirnar óttast að dánartalan muni tvöfaldast. Tyrkir eru nú byrjaðir að handtaka verktaka vegna húsa sem hrundu en umdeilt er hvar ábyrgðin raunverulega liggur. Neyðarsöfnun Rauða kross Íslands hefur gengið vel og verða 30 milljónir sendar til Rauða krossins í Tyrklandi og Sýrlandi.

Bandaríkjamenn óskuðu eftir frekari aðstoð íslenska hópsins
Stjórnstöð íslenska hópsins sem sinnir björgunarstarfi á jarðskjálftasvæðum í Tyrklandi var í dag flutt að ósk Bandaríkjamanna, frá borginni Antakya til Adiyaman. Óskað var eftir því að Íslendingar myndu fylgja með til að tryggja áfram samfellu í störfum alþjóðlegra björgunarsveita. Fjórir aðgerðarstjórnendur voru því sóttir af þyrlu bandaríska hópsins en hinn hluti hópsins hefur lagt af stað heim til Íslands.

Íslenski hópurinn í Tyrklandi: „Þetta er mjög slæmt ástand“
Erlendur Birgisson verkfræðingur, meðlimur íslenska hópsins í Antayka í Tyrklandi, aðstoðaði svissnesku björgunarsveitina fyrir helgi við leit að einstakling í rústum í borginni. Fregnir höfðu borist af því að heyrst hefði í manni í rústunum en leit bar ekki árangur. Sjúkraflutningamaður segir ástandið mjög slæmt.

Bara tvö eftir
Fimm manna fjölskylda og sextán ára piltur eru á meðal þeirra sem fundust á lífi í Tyrklandi í dag, heilum fimm dögum eftir gríðarlegan jarðskjálfta á mánudag. Þúsundir barna hafa orðið munaðarlaus í hamförunum, þar á meðal sýrlensk systkini sem upplifðu ólýsanlegan hrylling.

Færri bjargað í dag og eyðileggingin algjör
Ríflega 22 þúsund eru nú sagðir látnir eftir skjálftana í Tyrklandi og Sýrlandi en einhverjum hefur verið bjargað úr rústum bygginga í dag eftir meira en hundrað klukkustundir. Björgunarstarf er þó að renna út á tíma en aðgerðarstjórnandi íslenska teymisins segir töluvert færri finnast á lífi.

Tíu daga barni bjargað úr rústunum
Björgunarsveitir í Tyrklandi björguðu í dag tíu daga gömlu barni og móður þess úr rústum húsnæðis sem hrundi í jarðskjálftunum miklu í vikunni.

Rúmlega tuttugu og eitt þúsund látnir
Opinberar tölur yfir dauðsföll í jarðskjálftunum í Tyrklandi og Sýrlandi standa nú í 21.719 og fjölgaði í hópi látinna um 668 í nótt.

Íslenski hópurinn tekur til hendinni í Tyrklandi
Hópur björgunarsveitarmanna frá Íslandi lenti í Tyrklandi í gærnótt. Hópurinn er nú búinn að koma sér fyrir við Hatay Expo svæðið í Antakya borg, þar sem yfirstjórn aðgerða á svæðinu er.

Litlar líkur á að fleiri finnist á lífi
Tala látinna í Tyrklandi og í Sýrlandi eftir jarðskjálftana sem þar riðu yfir nálgast nú sextán þúsund manns óðfluga.

Stjórnvöld harðlega gagnrýnd fyrir hæg viðbrögð
Tyrknesk stjórnvöld hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir að bregðast of hægt við afleiðingum jarðskjálftanna á mánudag. Nú er talið að yfir ellefu þúsund hafi farist í skjálftunum. Íslenskt björgunarfólk er komið á hamfarasvæðið í Tyrklandi. Við vörum við myndefni í þessari frétt.

Umboðsmaðurinn segir Atsu ófundinn
Umboðsmaður ganverska fótboltamannsins Christian Atsu segir að hann hafi ekki enn fundist á lífi.

Hópur Landsbjargar nálgast hamfarasvæðið: „Ekkert rafmagn og skortur á bensíni“
Heildarfjöldi látinna í jarðskjálftanum í Tyrkjaldi og Sýrlandi er nú kominn upp í ellefu þúsund en búist er við að sú tala muni hækka. Hópur Landsbjargar lenti í Tyrklandi í nótt og er nú á leið með rútu inn á hamfarasvæði en íbúar gagnrýna stjórnvöld fyrir hægagang í björgunaraðgerðum.

Tyrkneskur markvörður fannst látinn eftir skjálftann
Tyrkneski markvörðurinn Ahmet Eyup Turkaslan fannst látinn eftir öflugan jarðskjálfta sem reið yfir Tyrkland og Sýrland síðastliðinn mánudag.

„Hvað á ég að gera? Hvert á ég að fara?“
Heildarfjöldi látinna í jarðskjálftanum í Tyrklandi og Sýrlandi stendur nú í 8.400 en raunverulegur fjöldi er talinn mun meiri. 5. 894 hafa fundist látnir í Tyrklandi og 2.470 í Sýrlandi en þúsundir eru taldar fastar undir húsarústum.

Hópur björgunarsveitarfólks loks lagður af stað til Tyrklands
Íslenskur hópur björgunarsveitarfólks hefur nú lagt af stað til jarðskjálftasvæða í Tyrklandi.

Samstaða borgarbúa sé ótrúleg
Þúsundir hafa farist eftir öfluga jarðskjálfta í Tyrklandi og Sýrlandi í gær. Íslenskt björgunarsveitarfólk fer til Tyrklands til að aðstoða við björgunaraðgerðir. Samstaða íbúa Tyrklands er aðdáunarverð að mati íslenskrar konur sem býr á skjálftasvæðinu.

Í kappi við kuldann
Björgunarsveitir og aðrir leitaraðilar í Sýrlandi og Tyrklandi vinna nú hörðum höndum að því að ná fólki úr rústum húsa sem hrundu í öflugum jarðskjálftum í gær. Mikið kapp er lagt í að vinna hratt en mikill kuldi er á svæðinu.

Jarðskjálftahamfarir í Tyrklandi og Sýrlandi: Hvað get ég gert?
Aðfaranótt mánudags áttu gríðarlega öflugir jarðskjálftar sér stað í Tyrklandi sem ollu ólýsanlegum skemmdum, þjáningu, ringulreið, hræðslu og ótta og kostuðu þúsundir lífið.

Landsbjörg aðstoðar við björgunaraðgerðir sem íbúi segir óskipulagðar
Yfir fimm þúsund eru látin eftir harða jarðskjálfta í Tyrklandi og Sýrlandi í gær. Íslenskur hópur sérfræðinga fer til Tyrklands síðar í dag til þess að aðstoða við björgunaraðgerðir. Kona búsett í Gaziantep í Tyrklandi segir björgunarstarf hingað til hafa virst óskipulagt.

Landsbjörg sendir sérfræðingahóp til Tyrklands
Tyrknesk yfirvöld hafa þegið boð Íslands um aðstoð vegna jarðskjálftanna sem riðu yfir í gærmorgun.

Uppfært: Atsu enn ófundinn
Ekki hefur tekist að bjarga ganverska fótboltamanninum Christian Atsu úr rústum byggingar eftir jarðskjálftann mikla í Tyrklandi í fyrrinótt.

Tala látinna hækkar stöðugt og 65 lönd senda björgunarlið
Opinberar tölur eftir jarðskjálftana í Tyrklandi og Sýrlandi í fyrrinótt eru nú komnar yfir 4.300 látna og tugþúsundir særðra.

Hvert húsið hrundi á eftir öðru
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur lýst yfir sjö daga þjóðarsorg í kjölfar öflugra jarðskjálfta sem orðið hafa í Tyrklandi og Sýrlandi. Fjölmargir eru dánir en þeim mun líklegast fjölga mikið á næstu dögum. Skjálftarnir ollu gífurlegum skemmdum í báðum löndum.

Hamfarir á hörmungar ofan
Eftir 12 ár af linnulausum átökum dynur enn ein hörmungin á Sýrlandi og sýrlenskum börnum. Árásir, dráp og ofbeldi af öllu tagi hafa síðastliðin áratug verið daglegt brauð hjá yfir sjö milljónum sýrlenskra barna. Í morgun vöknuðu mörg barnanna við jarðskjálfta sem mældist 7,8 að stærð. Skjálftinn sem á upptök sín á landamærum Sýrlands og Tyrklands er sá stærsti sem mælst hefur á svæðinu í 100 ár.

Fyrrverandi leikmaður Newcastle grafinn undir rústum eftir jarðskjálftann mikla
Leit stendur nú yfir að ganverska fótboltamanninum Christian Atsu. Talið er að hann hafi grafist undir rústum eftir jarðskjálftann mikla í Tyrklandi.

Þrettán hundruð talin látin og óttast um mun fleiri
Fjöldi látinna er kominn í að minnsta kosti 1.300 manns eftir að mikill skjálfti reið yfir í suðausturhluta Tyrklands í nótt.