Tímamót

Fréttamynd

Hugleikur og Karen nýtt par

Hugleikur Dagsson og búningahönnuðurinn Karen Briem eru nýtt par. Hugleikur er einn vinsælasti listamaður landsins og einnig vinsæll uppistandari.

Lífið
Fréttamynd

Sótti sjaldséð þrjú íslensk stig á Parken

Einar Bárðarson, oft titlaður umboðsmaður Íslands, stendur á tímamótum. Tuttugu ár eru liðin síðan hann vaknaði á hóteli í Kaupmannahöfn og verkefni dagsins var ekki spennandi. Lag hans Angel hafði hafnað í næst seinasta sæti í Eurovision, uppskorið þrjú stig, og Einar vaknaður fyrir allar aldir.

Lífið
Fréttamynd

Egill og Gurrý eignuðust dreng: „Gríslingurinn var ó­þolin­móður“

„Gríslingurinn var óþolinmóður og ákvað að mæta í heiminn aðeins á undan áætlun. Þetta gerðist frekar hratt. Gurrý vakti mig 04:15 í nótt. Löbbuðum inn á spítalann 05:20 og drengurinn fæddur 06:41. Alvöru tempó. Erum komin heim og Eva Malen ofpeppuð fékk loksins að hitta litla bróðir. Móður og barni heilsast vel,“ skrifar einkaþjálfarinn, leikarinn og útvarpsmaðurinn Egill Einarsson í færslu á Instagram.

Lífið
Fréttamynd

Þórður í Skógum er 100 ára í dag

Þórður Tómasson í Skógum undir Eyjafjöllum fagnar 100 ára afmæli í dag. Hann er eldhress og segist ekkert spá í hvað hann sé gamall. Þórður sem hefur gefið út mikið af bókum á nú handrit í þrjár nýjar bækur.

Innlent
Fréttamynd

Sara Björk ólétt

Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði og leikmaður Evrópumeistara Lyon, er ólétt. Hún greindi frá tíðindunum á samfélagsmiðlum sínum í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

„Til­boðs­franskar“ heyra sögunni til

Þykkvabæjar hefur breytt nafninu á Tilboðsfrönskum fyrirtækisins sem hafa heitið því nafni svo áratugum skiptir. „Þykkvabæjarfranskar“ heita þær núna, en útlitið pakkninganna er þó áfram hið sama – svartir stafir á gulum grunni.

Neytendur
Fréttamynd

Sonur Ást­rósar og Davíðs kominn í heiminn

Sonur Ástrósar Rutar Sigurðardóttur og Davíðs Arnar Hjartarsonar er kominn í heiminn. Drengurinn kom í heiminn í gær eftir langa fæðingu en foreldrarnir segjast vera ástfangnir upp fyrir haus.

Lífið
Fréttamynd

Lóan er komin

Vorboði þjóðarinnar, heiðlóan, er komin. Til hennar sást í fjörunni á Stokkseyri í morgun, en fyrstu fregnir af lóunni komu einnig frá Stokkseyrarfjöru fyrir tveimur árum.

Innlent
Fréttamynd

Kim Kardashian hefur sótt um skilnað

Kim Kardashian West er sögð hafa sótt um skilnað frá eiginmanni sínum, rapparanum Kanye West. Hún fari fram á sameiginlegt forræði yfir fjórum börnum þeirra þar sem þau vilji skilja í sátt.

Lífið
Fréttamynd

Paris Hilton trúlofuð

Athafnarkonan Paris Hilton er trúlofuð en hún tilkynnti það í dag á Instagram, á fjörutíu ára afmælisdegi sínum.

Lífið
Fréttamynd

Ævintýrakríli Elísabetar og Páls flýtti sér í heiminn

Ultra maraþon hlauparinn og næringarfræðingurinn Elísabet Margeirsdóttir og útivistarkappinn Páll Ólafsson eignuðust á dögunum son. Elísabet greinir frá því á Facebook að litli prinsinn hafi komið í heiminn þann 9. febrúar, tveimur vikum fyrir settan dag.

Lífið
Fréttamynd

Óvenjuleg byrjun á fundinum í tilefni dagsins

Dagur íslenska táknmálsins er haldinn hátíðlegur í níunda sinn í dag þann 11. febrúar. Af því tilefni hófu þeir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir reglubundinn upplýsingafund vegna kórónuveirunnar á því að heilsa landsmönnum á táknmáli og bjóða góðan daginn.

Innlent
Fréttamynd

„Láttu eins unglega og þér líður“

„Láttu eins unglega og þér líður. Þú ert ekki að eldast, þú ert að öðlast réttinn til að vera stórkostlega útgáfan af sjálfri þér,“ skrifar Svala Björgvinsdóttir við afmælismyndirnar sem hún birti á Instagram í gær.

Lífið