Kjaramál

Fréttamynd

Vinnudeilurnar hangi eins og sverð Damóklesar yfir hagkerfinu

Næsta föstudag hefjast sólarhringsverkföll hjá hótelstarfsmönnum og rútubílstjórum sem eru félagsmenn Eflingar og VR. Aðgerðahópur Starfsgreinasambands Íslands leggja í dag drög að verkfallsaðgerðum um 20.000 félagsmanna og laust fyrir hádegisbilið í dag sleit samninganefnd iðnaðarmanna viðræðum við SA eftir að hafa setið fund hjá ríkissáttasemjara.

Innlent
Fréttamynd

Verkefnið ekki óyfirstíganlegt

VR vill leita allra leiða til að forðast verkföll. Deilan við Samtök atvinnulífsins (SA) sé vel leysanleg en boltinn sé sem stendur hjá viðsemjendum þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Hugur fylgi ekki máli með launalækkanir bankastjóra

Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, telur lækkun launa bankastjóra Íslandsbanka og Landsbanka vera jákvætt skref. Hann segir þó að hugur fylgi ekki máli þegar of há laun bankastjóra eru lækkuð eingöngu vegna þrýstings þar um.

Innlent
Fréttamynd

Formaður Eflingar segir örverkföll ólögleg á tæknilegum forsendum

Formaður Eflingar segir að Félagsdómur hafi dæmt svokölluð örverkföll félagsins ólögleg á tæknilegum forsendun. Vel komi til greina að beita þeim áfram í kjarabaráttunni. Félagsdómur dæmdi í gær fjögur af sjö verkföllum sem félagsmenn Eflingar höfðu greitt atkvæði um ólögmæt.

Innlent
Fréttamynd

Öruggt að SGS slíti viðræðum ef ekkert gerist um helgina

Sextán aðildarfélög Starfsgreinasambandsins ætla að slíta viðræðum við Samtök atvinnulífsins ef atvinnurekendur leggja ekkert nýtt fram í viðræðum þeirra um helgina. Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir samningaviðræður steyta á ágreiningi um vinnutíma.

Innlent
Fréttamynd

Segir ekkert smámál að lækka laun Birnu

Friðrik Sophusson, stjórnarformaður Íslandsbanka, segir hafa verið vandasamt að lækka laun Birnu Einarsdóttur bankastjóra. Umræðan vó þungt. Samanburður við ríkisforstjóra ósanngjarn. Boðar breytingar á starfskjarastefnu.

Innlent