Kjaramál

Fréttamynd

Launamunur kynjanna óbreyttur

Það er best að vera karlmaður á fertugsaldri með háskólapróf. Þá eru launin í það minnsta hærri en hjá öðrum miðað við nýja launakönnun VR. Samkvæmt henni hafa heildarlaun félagsmanna VR hækkað um fimm prósent frá því í fyrra en vinnutíminn hefur lengst og launamunur kynjanna er óbreyttur.

Innlent
Fréttamynd

Laun félagsmanna VR hækkuðu um 5%

Heildarlaun félagsmanna VR hækkuðu um fimm prósent, úr 249 þúsundum á mánuði í 273 þúsund, samkvæmt launakönnun félagsins. Afgreiðslufólk á kassa hefur lægstu mánaðarlaunin, 154 þúsund. Athygli vekur að æðstu stjórnendur eru ekki lengur launahæstir.

Innlent
Fréttamynd

Hafa ekki afskipti af barnagæslu

Kennarasambandið mun ekki hafa afskipti af fyrirætlunum starfsfólks Íslandsbanka og Sjóvár- Almennra um að útvega barnagæslu ef til kennaraverkfalls kemur. Starfsfólkið hefur stofnað foreldrafélag sem hefur umsjón með gæslunni og samkvæmt tilkynningu frá félaginu segir að stjórn fyrirtækjanna komi ekkert að máli.

Innlent
Fréttamynd

Viðbúið að kennaraverkfall verði

Sveitarfélögin hafa ekki breytt formlegum kröfum sínum í kjaraviðræðum við kennara frá því í maí, samkvæmt Karli Björnssyni sviðstjóra kjarasviðs sveitarfélaga. Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari segir að gangi viðræðurnar með sama hætti næstu daga og undanfarna sé viðbúið að verkfall skelli á 20. september.

Innlent
Fréttamynd

Kjaraviðræður á viðkvæmu stigi

Viðræður samningsnefnda grunnskólakennara og sveitarfélaga eru á mjög viðkvæmu stigi. Þær hafa sammælst um að Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari greini frá niðustöðu funda þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Hægt að afstýra verkfalli

Hægt væri að afstýra kennaraverkfalli ef umræður um vinnutíma og kennsluskyldu væru teknar út af samningaborðinu. Það segir Gísli Baldvinsson, námsráðgjafi í Síðuskóla á Akureyri og fyrrum formaður Kennarafélags Reykjavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Misjöfn verkfallsstaða einkaskóla

Staða einkarekinna grunnskóla er misjöfn. Í dag skýrist hvort komi til verkfalls í Ísaksskóla í Reykjavík. Allt eins gæti svo farið að aðeins helmingur kennara fari í verkfall, segir Edda Huld Sigurðardóttir skólastjóri.

Innlent
Fréttamynd

SA segja fyrirtækin í rétti

Kennarasamband Íslands telur að um skýlaust verkfallsbrot sé að ræða bjóði fyrirtæki eða starfsmannafélög upp á gæslu fyrir börn komi til verkfalls. Þessi áform séu í það minnsta siðlaus ef ekki lögbrot. Samtök atvinnulífsins segja að samkvæmt vinnurétti sé fyrirtækjum það heimilt.

Innlent