Innlent

Viðbrögð vinnuveitenda og verkalýðshreyfingarinnar

Viðbrögð forkólfa vinnuveitenda og verkalýðshreyfingarinnar eru jákvæð og bjartsýni ríkir sem og léttir. Ingimundur Sigurpálsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, sagði að það mikið fagnaðarefni að aðilar hafi náð saman og að ekki hafi komið til uppsagna samninga eins og útlit var fyrir á tímabili. Hann sagði það hins vegar ljóst að þessi niðurstaða verði mörgum fyritækjum nokkuð þungbær en heildarhagsmunir sem voru í húfi réttlæti tvímælalaust þessa niðurstöðu. Hann sagði aðkomu ríkisstjórnarinnar á ögurstund hafa riðið baggamuninn.

Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, sagðist vera nokkuð sáttur og benti á að ekki væri verið að ljúka hefðbundinni kjarasamningagerð, heldur væru á ferðinni breytingar á gildandi kjarasamningum sem skrifaðar voru inn í kjarasamninginn. Hann sagði að það þyrfti að líta á bæði samninginn við ríkisstjórnina og Samtök atvinnulífsins og sagði það vera með þeim hætti að rétt væri að semja.

Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagðist ánægður með niðurstöðun og að ekki hefði þurft að koma til uppsagna og átaka. Hann sagði jafnframt að ef til uppsagna hefði komið gæti hafa reynst erfitt að semja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×