Kjaramál

Fréttamynd

Erum ein­fald­lega saman á báti

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Undirliggjandi verðbólga hefur hjaðnað og áfram eru vísbendingar um að tekið sé að hægja á einkaneyslu og fjárfestingu. Því miður hafa verðbólguhorfur þó versnað, spennan í þjóðarbúinu reynist meiri og gengi krónunnar lækkað.

Skoðun
Fréttamynd

Biðleikur Seðla­banka gefur færi á víð­tæku sam­starfi

Meginvextir Seðlabankans verða óbreyttir fram yfir gildisíma núgildandi kjarasamninga í lok janúar. Seðlabankastjóri segir að líta megi á þessa ákvörðun sem biðleik en ef ekki fari að draga úr þrálátri verðbólgu væri peningastefnunefnd nauðugur sá kostur að hækka stýrivexti enn meira.

Innlent
Fréttamynd

Skora á lána­stofnanir að veita Grind­víkingum fullt greiðsluhlé

Níu samtök launafólks skora á lánastofnanir að veita Grindvíkingum fullt greiðsluhlé næstu þrjá mánuði og falli frá vöxtum og verðbótum á sama tímabili. Samtökin segja mikilvægt að Grindvíkingar fái fjárhagslegt svigrúm til að takast á við þau áföll sem þau hafa orðið fyrir síðustu daga í kjölfar náttúruhamfara í bænum.

Innlent
Fréttamynd

Máli Jóns Páls gegn Víkingi Ólafs­vík vísað frá

Landsréttur hefur úrskurðað að vísa máli knattspyrnuþjálfarans Jóns Páls Pálmasonar gegn Knattspyrnudeild Víkings Ólafsvíkur frá héraðsdómi. Héraðsdómur hafði áður sýknað deildina af kröfu Jóns Páls, en hann hafði krafið félagið um 26 milljónir króna auk dráttarvaxta.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Nú eru menn ekki að lesa salinn

Lögð hefur verið fram tillaga tveggja þingmanna Miðflokksins á Alþingi þess efnis að jafnlaunavottun verði afnumin. Það er ekki mjög hressandi að uppgötva hvað menn lesa salinn illa eftir að 100.000 konur og kvár hittust í miðbæ Reykjavíkur þann 24. október s.l. En það er svo sem ekki nýtt.

Skoðun
Fréttamynd

Nor­ræn lífs­kjör: Alltaf meira basl á Ís­landi

Atvinnurekendur tala gjarnan um að laun á Íslandi séu ein þau hæstu í Evrópu. En þeir horfa framhjá því að hér er verðlag það hæsta (ásamt Sviss). Húsnæðiskostnaður tekur hér stærri hluta af ráðstöfunartekjum þeirra yngri og tekjulægri en víða í grannríkjunum.

Skoðun
Fréttamynd

Þungur róður

Fyrir skömmu voru starfsstyrkir Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, kynntir við hátíðlega athöfn í Borgarbókasafninu í Grófinni (sjá frétt á heimasíðu Hagþenkis, https://hagthenkir.is/).

Skoðun
Fréttamynd

Vald­níðsla fram­kvæmda­valdsins!

Hver er raunveruleg staða eldra fólks á Íslandi í dag? 11 þúsund þeirra skrapa botninn og eru í neðstu þremur tekjutíundunum, þar af 6 þúsund í sárri fátækt. Hvað hefur verið gert til að taka utan um þennan þjóðfélagshóp? Nánast ekki neitt.

Skoðun
Fréttamynd

Alvarlegri og þyngri vinnumansalsmál en áður

Alvarlegri vinnumansalsmál eru að koma upp nú en áður hjá aðildarfélögum ASÍ. Verkefnastjóri segir þrjú fyrirtæki hafa verið tilkynnt til lögreglu á síðasta ári þar sem grunur sé um vinnumansal, það stefni í að málin verði mun fleiri í ár. Lögreglan hefur lagt fram kæru í nokkrum málum á þessu ári.

Innlent
Fréttamynd

Þú átt leik Katrín

Kæra Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Það var ánægjuleg að fylgjast með þátttöku þinni í Kvennaverkfallinu. Þú sýndir með framgöngu þinni að þú hafnar því að vera bara hlutlaus áhorfandi. Þú velur að stíga ákveðið fram á sviðið og krefjast þess, eins og annað jafnréttissinnað fólk, að kynbundin launamunur verði leiðréttur.

Skoðun
Fréttamynd

Bein útsending: Baráttufundur ungra bænda

Samtök ungra bænda efna til baráttufundar í Salnum í Kópavogi í dag. Þar munu átta ungir bændur taka til máls og þrír gestafyrirlesarar auk þess sem málin verða rædd í pallborði með þáttöku gesta í sal. Von er á ráðherrum og þingmönnum.

Innlent
Fréttamynd

Að­koma stjórn­valda nauð­syn­leg fyrir gerð lang­tíma­kjara­samninga

„Við greiðum allt með krónum ekki prósentum,“ sagði Vilhjálmur Birgisson á þingi SGS sem sett var í dag. Hann sagði að í næstu kjarasamningum yrði áfram lögð áhersla á krónutöluhækkanir og að aðkoma stjórnvalda væri nauðsynleg til að ná að gera langtímakjarasamninga. Samningar sambandsins renna út eftir um þrjá mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Kvennafrídagurinn í myndum

Allt lagðist á eitt við að gera Kvennafrídaginn og baráttufund við Arnarhól að mest sótta viðburði Íslandssögunnar. Ef að líkum lætur. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari var á vettvangi.

Innlent