Kjaramál

Fréttamynd

Fjárlögin afhjúpa þau

Ríkisstjórnin hefur ítrekað lofað bót og betrun. Þannig hafa þau svarað gagnrýni Samfylkingarinnar á stjórn efnahags- og velferðarmála í landinu. En fjárlögin afhjúpa þau.

Skoðun
Fréttamynd

Barist um flug­menn á heims­vísu

Barist er um flugmenn á heimsvísu og dæmi eru um að flugfélög þurfi að draga saman flugáætlanir þar sem ekki tekst manna áhafnir. Fjórtán flugmenn Play sögðu upp í gær eftir að hafa fengið atvinnutilboð hjá Icelandair.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vilja­leysi eða verk­leysi ríkis­stjórnar Ís­lands?

Hér á landi ríkir algert ráðleysi og athafnaleysi gagnvart hópum sem standa höllum fæti i samfélaginu, ef ekkert verður gert munum við horfa upp á enn alvarlega stöðu í samfélaginu í byrjun næsta árs. Þegar horft er yfir sviðið þá sjáum við að algjört viljaleysi er að létta undir þeim sem verða mest fyrir barðinu vegna hækkunar vaxta á sama tíma er algjört viljaleysi að taka á fyrirtækjum sem nýta sér verðbólguna til að hækka álagningu og auka hagnað sinn.

Skoðun
Fréttamynd

Ekki ein upp­sögn borist

Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play, segir engan flugmann hafa sagt upp störfum nú fyrir mánaðamótin. Ef átján flugmenn myndu segja upp störfum á einu bretti yrði félagið að tilkynna það á markaði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vaxta­hækkun fyrir fjár­málae­litu

Með nýjustu vaxtahækkun svipti seðlabankinn endanlega af sér gærunni, bæði er það orðið algjörlega ljóst að seðlabankastjóri er strengjabrúða fjármagnseigenda og á fullu að reka alla inn í verðtryggð óhagstæð lán, lán sem stuðla að því að eigið fé launafólks hverfur í húsnæði á mjög stuttum tíma.

Skoðun
Fréttamynd

Fólk að bugast vegna aukinnar greiðslubyrði

Veruleg fjölgun hefur orðið á því að fólk leitar til Hagsmunasamtaka heimilanna vegna greiðsluerfiðleika og fer þeim enn fjölgandi. Útlit er fyrir að fólk gæti farið að missa heimili sín vegna aukinnar greiðslubyrði.

Innlent
Fréttamynd

Skilur gagn­rýnina en Seðla­bankinn þurfi að ná niður háum verð­bólgu­væntingum

„Við erum að beita peningastefnunni svona harkalega af því að við erum ekki að fá mikla aðstoð frá öðrum,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, en viðurkennir um leið að þegar vextirnir eru hækkaðir svona skarpt þá sé hætta á að það valdi harðri lendingu í efnahagslífinu. Fjórtánda vaxtahækkun peningastefnunefndar Seðlabankans í röð á rétt rúmlega tveimur árum, nú síðast í morgun um 50 punkta, var nánast alfarið réttlætt með vísun til hárra verðbólguvæntinga til lengri tíma á meðan flestir hagvísar sýna að farið er að hægja hraðar á umsvifum í hagkerfinu en áður var spáð.

Innherji
Fréttamynd

„Það er ekkert nýtt í þessu“

„Það er ekkert nýtt í þessu,“ segir Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf. um nýja skýrslu ráðgjafafyrirtækisins Intellecon um efnahagsleg áhrif hvalveiða, sem unnin var að ósk matvælaráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Markaðurinn klofinn hversu langt verður gengið við næstu vaxta­hækkun

Skiptar skoðanir eru á því hvort lækkandi verðbólga og kólnun á húsnæðismarkaði, ásamt vísbendingum um minnkandi einkaneyslu, séu nægjanlegt tilefni fyrir peningastefnunefnd Seðlabankans til að fara í minnstu mögulegu vaxtahækkun eftir þann harða tón sem hún sendi frá sér í lok maí. Naumur meirihluti markaðsaðila væntir þess, samkvæmt könnun Innherja, að vextir bankans verði hækkaðir um 25 punkta á miðvikudaginn á meðan aðrir telja að hann eigi engra annarra kosta völ en að ráðast í 50 punkta hækkun með hliðsjón af óbreyttu verðbólguálagi og mikilvægi þess að ná upp raunstýrivöxtum.

Innherji
Fréttamynd

Háar verð­bólgu­væntingar knýja her­skáan Seðla­banka í 50 punkta vaxta­hækkun

Fyrri yfirlýsingar peningastefnunefndar gefa skýrt til kynna að nefndin sé í „kapphlaupi við tímann“ um að ná niður verðbólgu og verðbólguvæntingum, sem hafa lítið breyst frá síðustu vaxtahækkun, áður en kjaraviðræður hefjast og því er útlit fyrir að vextir Seðlabankans hækki um 0,5 prósentur í næstu viku, að mati greiningar Arion banka. Misvísandi merki eru um að farið sé að hægja á innlendri eftirspurn en hagfræðingar Arion vara við því að hætta sé á að vaxtahækkanir „gangi of langt“ og nefndin vanmeti mögulega skaðlegu áhrifin af þeim á hagkerfið.

Innherji
Fréttamynd

Launa­munur kynjanna á fjár­mála­markaði 26 prósent

Óleiðréttur launamunur karla og kvenna var 9,1 prósent árið 2022 og dróst saman frá fyrra ári úr 10,2 prósent. Munurinn er mestur í fjármála- og vátryggingastarfsemi, 26,2 prósent, en minnstur í rafmagns- gas og hitaveitum eða 4,1 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Rauði krossinn sekur um kyn­bundna mis­munun

Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að Rauði kross Íslands hafi brotið gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna þegar laun karls sem starfaði hjá samtökunum hækkuðu umfram laun konu sem sinnti áþekkum störfum.

Innlent
Fréttamynd

Hvalrekaskattur á bankana kemur til greina

Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra segir koma til greina að leggja svokallaðan hvalrekaskatt á bankana vegna ofurhagnaðar sem má rekja til hærri vaxta. Það liggi þó ekkert fyrir um það innan ríkisstjórnar.

Innlent
Fréttamynd

Ríkur vilji meðal hluthafa að koma kaupaukum á fót

Kaupaukakerfið sem fasteignafélagið Kaldalón hefur komið á fót er í samræmi við „ríkan vilja“ hluthafa eins og kom fram á síðasta aðalfundi félagsins. Þetta segir Jón Þór Gunnarsson, forstjóri Kaldalóns, í samtali við Innherja.

Innherji
Fréttamynd

Efsta stéttin sé með van­stilltan sið­ferðis­kompás

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, furðar sig á því að bankastjóri Íslandsbanka hafi verið með tæpar 57 milljónir í starfslokasamning. Það komi honum hins vegar ekki á óvart, efsta stéttin hér á landi sé með vanstilltan siðferðiskompás.

Innlent
Fréttamynd

Birna með 56,6 milljónir króna í starfs­loka­samning

Ráðningar­samningur Birnu Einars­dóttur, banka­stjóra Ís­lands­banka, kvað á um tólf mánaða upp­sagnar­frest og er gjald­færsla vegna launa og hlunninda 56,6 milljónir króna. Þetta kemur fram í svörum stjórnar bankans til hlut­hafa vegna fyrir­hugaðs hlut­hafa­fundar sem fer fram þann 28. júlí næst­komandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Er verið að svindla á starfsfólkinu sem afgreiðir þig í sumarfríinu?

Stundum er talað um að íslenskt samfélag leggist í dvala í júlí og fram yfir verslunarmannahelgi. Skólar og leikskólar loka og flestir sem geta kjósa að taka sér sumarleyfi frá störfum. En á sama tíma snarfjölgar þeim sem starfa í ferðaþjónustu og tengdum greinum, bæði til að þjónusta þau okkar sem fara um landið í sumarfríinu og taka á móti þeim hundruðum þúsunda ferðamanna sem koma til landsins yfir sumartímann.

Skoðun
Fréttamynd

Ást­ráður skipaður ríkis­sátta­semjari

Ástráður Haraldsson hefur verið skipaður í embætti ríkissáttasemjara til fimm ára frá og með 18. júlí næstkomandi. Sex sóttu um starfið en hæfnisnefnd taldi að tveir umsækjendur væru mjög vel hæfir til að gegna embættinu.

Innlent
Fréttamynd

Launa­mál dómara læðist fram hjá Lands­rétti

Mál héraðsdómara, sem stefndi ríkinu eftir að henni var tilkynnt um að hún hefði fengið ofgreidd laun og fór með sigur af hólmi, fer beint til Hæstaréttar. 260 af æðstu embættismönnum þjóðarinnar fengu sams konar tilkynningu.

Innlent
Fréttamynd

Leikarar í Hollywood komnir í verkfall

Stjórn stéttarfélags leikara í Hollywood (SAG) samþykkti í kvöld að leggja niður störf á miðnætti. Verkfallið nær til um 160 þúsund leikara sem hafa undanfarið reynt að ná nýjum samningi, fyrir leikara í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, í höfn.

Erlent
Fréttamynd

Samþykkja minni hækkun launa

Laun borgarfulltrúa hækka um 2,5 prósent frá fyrsta júlí síðastliðnum, í stað 7,88 prósent samkvæmt þróun launavísitölu frá nóvember 2022 til maí 2023. Borgarstjóri mun einnig óska eftir sömu breytingum á sínum launum.

Innlent