Kjaramál

Fréttamynd

Hver er glæpur for­setans?

Drífa Snædal forseti ASÍ hefur setið undir linnulausum árásum einstakra forystumanna félaga innan ASÍ. Fyrrum forseti ASÍ, samstarfsmaður minn og félagi Gylfi Arnbjörnsson varð fyrir skítkasti og árásum víða að úr samfélaginu, þó mun minna innan úr hreyfingunni sjálfri, en í tilfelli Drífu.

Skoðun
Fréttamynd

Elsku seðla­banka­stjóri...

Að hugsa sér þessi ummæli frá seðlabankastjóra um að hagvaxtaraukinn, sem kemur til framkvæmda um næstu mánaðarmót, skuli ekki koma sér vel!

Skoðun
Fréttamynd

Sláandi að ekki sé brugðist frekar við mikilli verðbólgu

Þingmaður Samfylkingar segir sláandi að aðgerðir fyrir þá sem helst verða fyrir barðinu á mikilli verðbólgu séu ekki boðaðar í fjármálaætlun ríkisstjórnarinnar. Formaður Miðflokksins telur horft fram hjá þeim gríðarlegu áhrifum sem stríðið í Úkraínu muni hafa á efnahagslífið.

Innlent
Fréttamynd

Bjarni boðar bjartari horfur sem aukið geti kaupmátt

Bjartari efnahagshorfur eru boðaðar í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára sem kynnt var í morgun. Skuldir ríkissjóðs muni lækka verulega á tímabilinu og verðbólga komast að markmiðum Seðlabankans á þar næsta ári. Fjármálaráðherra segir fyrirhyggju í covid faraldrinum stuðla að áframhaldandi hagvexti.

Innlent
Fréttamynd

Hug­vitsam­legar kjara­við­ræður?

„Allir vinna“ er markmið þar sem hagsmunir aðila fara saman og eru líklegir til að leiða til samninga sem halda til lengri tíma. Þá gildir að koma auga á tækfærin sem skila verðmætasköpun til beggja aðila.

Skoðun
Fréttamynd

Þriðja og síðasta þrepið verði að „um­bylta for­ystu­sveit“ ASÍ

Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður stéttarfélagsins Framsýnar á Húsavík, segir að eftir að tvö þrep í þátt átt að gera breytingar á verkalýðshreyfingunni hafi gengið eftir, þá muni það þriðja og síðasta felast í að „umbylta forystusveit Alþýðusambands Íslands“ – forystuteymið og miðstjórn – á þingi sambandsins næsta haust.

Innlent
Fréttamynd

Hag­vaxtar­auki og hús­næðis­stuðningur

Það var staðfest í vikunni að hagvaxtaraukinn sem samið var um 2019 komi til framkvæmda frá 1. apríl og verði greiddur út í fyrsta sinn þann fyrsta maí. Launataxtar munu hækka um 10.500 kr. og almenn laun um 7.875 kr. þar sem hagvöxtur mældist á síðasta ári.

Skoðun
Fréttamynd

Þakk­látur fyrir stuðning Sól­veigar Önnu

Vilhjálmur Birgisson, frambjóðandi til formanns Starfsgreinasambandsins, segist þakklátur fyrir stuðning Sólveigar Önnu Jónsdóttur formanns Eflingar. Hann kveðst spenntur fyrir komandi kosningabaráttu og telur sig geta unnið með öllum stéttarfélögum.

Innlent
Fréttamynd

Sammála Villa sem muni ekki loka sig inni á skrifstofunni

Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn formaður Eflingar, lýsir yfir fullum og einlægum stuðningi við framboð Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness, til formanns Starfsgreinasambandsins. Þing sambandsins hefst síðdegis en núverandi formaður lætur af störfum eftir tólf ár í formannsstól.

Innlent
Fréttamynd

Launaskrið ríkisforstjóra fékk blessun frá bankaráðsformanni

Það hefur gerst oftar einu sinni og oftar en tvisvar að rausnarlegar launahækkanir til handa háttsettum embættismönnum og ríkisforstjórum hleypi illu blóði í vinnumarkaðinn og kyndi þannig undir launahækkanir. Þetta er þrálátt og í senn hvimleitt vandamál fyrir atvinnulífið sem á mikið undir því að umsamdar hækkanir endurspegli hversu mikil verðmæti eru raunverulega til skiptanna.

Klinkið
Fréttamynd

Mál Sigurðar og ÍR alla leið í Hæstarétt

Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni körfuknattleiksdeildar ÍR um að áfrýja dómi Landsréttar í máli Sigurðar Gunnars Þorsteinssonar sem dæmdar höfðu verið tæplega tvær milljónir króna vegna vangoldinna launa.

Körfubolti
Fréttamynd

Odd­geir Ágúst Otte­sen nýr fram­kvæmda­stjóri KVH

Oddgeir Ágúst Ottesen hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH). Félagið er stéttarfélag sem sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði. Auk þess sinnir félagið annarri hagsmunagæslu fyrir félagsmenn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Það sem vantar í um­ræðuna

Hvað finnst fulltrúum Samtaka atvinnulífsins vera eðlilegur launamunur? Ef ég væri í hlutverki fréttaspyrils myndi ég spyrja þessarar spurningar. Á hverju ári fáum við fréttir af ofurlaunum og handritið er í raun ritað fyrirfram.

Skoðun
Fréttamynd

Stúdent lagði Vörð í deilu um bóta­upp­hæð

Stúdent sem lenti í bílslysi árið 2018 og átti bara eftir að skila BS-ritgerð til að klára háskólanámið, lagði tryggingafélagið Vörð í héraðsdómi í vikunni. Stúdentinn fór fram á að bætur, sem henni voru greiddar, miðuðust við meðallaun viðskiptafræðinga sem hann var við það að verða.

Innlent
Fréttamynd

Seðlabankastjóri segir að samfellt kaupmáttarskeið sé mögulega komið á enda

Það er „engin ástæða til að örvænta yfir þessari þróun,“ að sögn Ásgeir Jónssonar seðlabankastjóra, þegar hann er spurður út í hækkandi verðbólguvæntingar fjárfesta á skuldabréfamarkaði en þær hafa rokið upp á síðustu vikum, til fimm ára mælast þær núna um 5,5 prósent, og hafa ekki verið hærri frá því eftir fjármálahrunið.

Innherji
Fréttamynd

Kaup­máttur ráð­stöfunar­tekna jókst um 1,1 prósent í fyrra

Áætlað er að ráðstöfunartekjur heimilanna hafi aukist um 7,5 prósent árið 2021 samanborið við árið á undan. Rástöfunartekjur á mann numu rúmlega 4,4 milljónum króna og jukust um 5,6 prósent frá árinu áður. Þá er áætlað að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimila hafi aukist um 1,1 prósent á sama tímabili. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Veitingastaðir fá hvert höggið á fætur öðru á kostnaðarhliðinni

Mjög margir veitingastaðir eru í erfiðri stöðu um þessar mundir eftir að hafa glímt við hverja áskorunina á fætur annarri á síðustu tveimur árum. Miklar launahækkanir, í bland við hækkun aðfangaverðs, munu að öllu óbreyttu fara beint út í verðlagið eða leiða til frekari hagræðingaraðgerða. Þetta segir Gunnar Örn Jónsson, annar eigenda veitingastaðarins XO.

Innherji
Fréttamynd

Vil­hjálmur boðar hallar­byltingu innan verka­lýðs­hreyfingarinnar

Þremenningarnir Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness, Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Sólveig Anna Jónsdóttir nýkjörinn formaður Eflingar hafa sótt hart að Drífu Snædal formanni ASÍ að undanförnu. Ljóst virðist að þau munu sameiginlega róa að því öllum árum að hún nái ekki kjöri í haust á aðalfundi ASÍ.

Innlent
Fréttamynd

For­seti ASÍ vildi frysta launa­hækkanir

Það er greinilegt að örvænting Drífu Snædal forseta ASÍ er algjör en í þessari grein sem ber heitið „Átökin í verkalýðshreyfingunni“ er sannleikurinn og staðreyndir algjört aukaatriði.

Skoðun
Fréttamynd

Á­tökin í verka­lýðs­hreyfingunni

Þegar ég tók við embætti forseta ASÍ haustið 2018 einsetti ég mér að forðast fram í lengstu lög að munnhöggvast við félaga mína opinberlega. Ég taldi – og tel enn – að leiða ætti ágreining til lykta innan lýðræðislegra stofnanna hreyfingarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

Pólitísk markmið eigi ekki að vera hluti af launatékka forstjóra

Sjálfbærnitengdir kaupaukar ganga gegn grundvallarsjónarmiðum um hlutverk fyrirtækja, segir Ársæll Valfells, lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Pólítísk markmið eiga ekki að vera hluti af launatékka forstjóra að hans sögn heldur alfarið í höndum stjórnmálamanna.

Innherji
Fréttamynd

Segir Drífu hafa mis­tekist og spyr hvort ASÍ sé barn síns tíma

Formaður VR segir forseta Alþýðusambandsins hafa mistekist að sætta sjónarmið innan verkalýðshreyfingarinnar þar sem hann segir eitraða menningu hafa þrifist í langan tíma. Hann segir mögulegt að ASÍ sé barn síns tíma og að verkalýðshreyfingin þurfi að endurhugsa aðkomu sína að sambandinu.

Innlent