Kjaramál

Fréttamynd

Eflingarfólk ánægt með skilaboð SA um lífskjarasamning

„Við teljum það ánægjulegt að Samtök atvinnulífsins séu að senda þessi skilaboð til sinna aðildarfélaga. Þarna er að okkar mati verið að viðurkenna þau sjónarmið við höfum uppi í þessu máli og almennt,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, um póst sem SA sendu aðildarfyrirtækjum sínum í gær.

Innlent
Fréttamynd

Efling fær fleiri ábendingar

Félagsmenn Eflingar sem lent hafa í því að laun hafa verið lækkuð eða bónusar teknir af þeim í kjölfar undirritunar nýrra kjarasamninga eru hvattir til að láta félagið vita af slíku.

Innlent
Fréttamynd

Mestu breytingar á leigubílaakstri í áratugi

Í nýju frumvarpi um akstur leigubíla er lagt til að svokölluð takmörkunarsvæði verði afnumin og fjöldatakmarkanir atvinnuleyfa sömuleiðis. Formaður Bifreiðastjórafélagsins Frama segir leigubílstjóra ósátta við breytingarnar sem frumvarpið felur í sér, þær séu þær mestu í áratugi.

Innlent
Fréttamynd

Forseti ASÍ segir stýrivaxtalækkun „samkvæmt áætlun“

Samtök atvinnulífsins segja stýrivaxtalækkun Seðlabanka Íslands vera sigur fyrir lífskjör landsmanna. Verkalýðsforystan fagnar áfanganum sömuleiðis og forseti ASÍ segir stýrivaxtalækkunina vera „samkvæmt áætlun“. Seðlabankastjóri segir nýgerða kjarasamninga hafa auðveldað bankanum að lækka vexti.

Innlent
Fréttamynd

Mjótt á munum hjá Rafiðnarsambandi Íslands

Niðurstöður atkvæðagreiðslna um kjarasamninga hjá félögum í samfloti iðnaðarmannafélaganna í viðræðum við Samtök atvinnulífsins liggja fyrir. Aðeins munaði rúmu einu prósenti á þeim sem sögðu já hjá Rafniðnarsambandi Íslands og þeim sem sögðu nei.

Innlent
Fréttamynd

Kjarasamningar verði virtir

Miðstjórn ASÍ harmar viðbrögð þeirra atvinnurekenda sem hafa gripið til uppsagna á launakjörum starfsmanna vegna kostnaðarauka í kjölfar nýsamþykktra kjarasamninga.

Innlent
Fréttamynd

Heildarlaun að meðaltali 652 þúsund

Heildarlaun félagsmanna VR voru 652 þúsund krónur að meðaltali í febrúar 2019 en miðgildi heildarlauna var 600 þúsund. Grunnlaun voru að meðaltali 644 þúsund en miðgildi grunnlauna var 591 þúsund.

Innlent
Fréttamynd

Varnarleikur mun ekki skila árangri

EES-samningurinn á að vera í forgrunni allrar ákvörðunartöku í íslensku atvinnulífi að sögn framkvæmdastjóra SA og SI. Mikilvægt sé að leiða þriðja orkupakkann í lög og einblína á stórar áskoranir fram undan.

Viðskipti innlent