
Marokkó

Risaþotan flaug aftur yfir Reykjavíkursvæðið
Áhöfn Boeing 747-júmbóþotu Air Atlanta flaug aftur yfir Reykjavíkursvæðið í kvöld og var hún yfir borginni um klukkan 18:50. Flugvélin var að koma með 240 starfsmenn félagsins og maka frá Casablanca í Marokkó og lenti í Keflavík upp úr klukkan 19.

Hér sést risaþotan taka á loft frá Keflavíkurflugvelli
Síðasta farþegaflug Air Atlanta á Boeing 747-júmbóþotunni var í dag og flaug vélin sérstakan kveðjuhring yfir Reykjavíkursvæðinu. Forstjóri Atlanta segir þessa flugvélartegund hafa byggt upp félagið.

Látin eftir hákarlaárás suður af Kanaríeyjum
Þýskur ferðamaður er látinn eftir hákarlaárás undan ströndum Kanaríeyja. Um var að ræða konu á fertugsaldri. Hún missti fótlegg í árásinni.

Palestína og Vestur-Sahara – Tvær vonlausar aðskilnaðarhreyfingar
Hversu margar þjóðir eru til? Þeirri spurningu er erfitt að svara nákvæmlega en nokkuð auðvelt að áætla gróflega. Vefsíða Sameinuðu þjóðanna nefnir yfir 5.000 ólíka hópa sem eru skilgreindir sem frumbyggjaþjóðir. Yfir 7.000 tungumál töluð í heiminum, en sérstök þjóðtunga er oft talin eitt helsta einkenni þjóðar. Sjálfstæð ríki heimsins eru hins vegar færri en 200. Það segir sig því sjálft að aðeins lítill minnihluti þjóða heimsins getur átt sér þjóðríki.

Fjölskylda frá Marokkó fær ekki að heimsækja ættingja á Íslandi
Marokkóskri fjölskyldu íslenskrar konu hefur gengið illa að verða sér úti um vegabréfsáritun til að heimsækja Ísland, eftir að utanríkisþjónusta Íslands hóf samstarf við sænska sendiráðið í Marokkó. Fjölskyldan hefur áður heimsótt Ísland, en minna mál var að fá VISA þegar umsóknir fóru í gegnum danska sendiráðið.

Play tekur flugið til Afríku
Flugfélagið PLAY hefur hafið miðasölu til tveggja nýrra áfangastaða. Annars vegar til Marrakesh í Marokkó og hins vegar Madeira í Portúgal. Flug Play til Marrakesh verður áætlunarflugið milli Íslands og Afríku.

Fílabeinsströndin komst áfram eftir allt saman
Malí, Suður-Afríka, Namibía, Marokkó og Kongó urðu síðust til að tryggja sig áfram í 16-liða úrslit Afríkumótsins í fótbolta. Alls fóru fjórir leikir fram í dag en aðeins eitt mark var skorað. Úrslit dagsins leiddu það í ljós að Fílabeinsströndin komst einnig áfram en þeir ráku þjálfara liðsins fyrr í dag vegna slæms árangurs á mótinu.

Rekinn eftir að gera Spánverja að heimsmeisturum en tekur nú við Marokkó
Knattspyrnuþjálfarinn Jorge Vilda hefur verið ráðinn þjálfari marokkóska kvennalandsliðsins í knattspyrnu.

HM 2030 verður í þremur heimsálfum
Heimsmeistaramót karla í fótbolta 2030 fer fram í samtals sex löndum í þremur heimsálfum.

Fundu marokkóska drenginn í Real Madrid-treyjunni og ætla að taka hann inn í akademíuna
Real Madrid hefur fundið dreng sem missti fjölskyldu sína í jarðskjálftanum mannskæða í Marokkó og tekið hann inn í akademíu félagsins.

„Ég sat bara og grét yfir þessu í gærkvöldi“
Hjónin Birta Árdal Bergsteinsdóttir og Othman Karoune hafa síðustu daga staðið fyrir styrktarsöfnun vegna jarðskjálftans í Marokkó fyrir tæpri viku. Svo vel hefur gengið að Othman fór í fyrradag með hjálpargögn í þorp upp í fjöllum. Söfnunin er enn opin.

Almennir borgarar koma samlöndum sínum til hjálpar
Allt að 3.000 eru taldir látnir og fleiri en 5.000 særðir eftir jarðskjálftann sem reið yfir Marokkó á föstudag. Herinn hefur sett upp tímabundin sjúkrahús þar sem neyðin er sem mest en vonir dvína um að finna fleiri á lífi.

Samhæfa leitaraðgerðir með innlendum og erlendum teymum
Leitarteymi frá Bretlandi, Spáni, Sameinaða arabíska furstadæminu og Katar eru komin eða á leiðinni til Marokkó til að aðstoða við leit og björgun. Tala látinna hækkar enn og fjöldi slasaðra.

Falsfréttir að Ronaldo hafi rétt fram hjálparhönd eftir harmleikinn í Marokkó
Hótel í eigu knattspyrnumannsins Cristiano Ronaldo hefur ekki opnað dyr sínar fyrir þeim sem eiga í engin hús að venda lengur eftir skelfilegan jarðskjálfta í Marokkó. Fréttir þess efnis bárust í morgunsárið en hótelið hefur nú staðfest að allir sem gisti þar hafi keypt gistingu.

Tala látinna hækkar og almenningur sefur á götum úti
Meira en tvöþúsund eru látnir eftir jarðskjálfta sem reið yfir í Marokkó á föstudagskvöld.

Senda tíu milljónir króna til Marokkó vegna skjálftans
SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ákveðið að senda að lágmarki tíu milljónir króna til neyðaraðstoðar í Marokkó. Söfnun hefur verið hrundið af stað.

„Fólk var hérna öskrandi og æpandi á göngunum úr hræðslu“
Yfir þúsund fórust þegar gríðarlegur jarðskjálfti að stærð 6,8 reið yfir í Atlasfjöllum í Marokkó seint í gærkvöldi. Íslendingur rétt utan við Marrakesh lýsir mikilli skelfingu þegar jörð tók að hristast. Hann sé ýmsu vanur þegar kemur að jarðskjálftum en skjálftinn í gær hafi verið sá allra stærsti sem hann hafi upplifað.

Hvetja Íslendinga til að láta vita af sér
Íslendingar í Marokkó eru hvattir til að láta vita af sér á samfélagsmiðlum eða með því að hafa samband við aðstandendur séu þeir öryggir.

Rúmlega áttahundruð látnir eftir jarðskjálfta í Marokkó
Rúmlega áttahundruð manns eru látnir, og meira en þrjúhundruð særðir eftir jarðskjálfta sem reið yfir í gærkvöldi í Marokkó.

Mjög öflugur jarðskjálfti reið yfir í Marokkó
Jarðskjálfti 6,8 að stærð reið yfir í Marokkó í kvöld. Skjálftinn átti upptök sín á 18,5 kílómetra dýpi, í um 56 kílómetra vestur af Oukaimeden. Skjálftinn fannst vel í Marrakesh.

Skutu ferðamenn sem villtust á sæþotum
Menn í strandgæslu Alsír eru sagðir hafa skotið tvo ferðamenn til bana á þriðjudaginn. Það gerðu þeir þegar ferðamennirnir fóru inn á yfirráðasvæði Alsír á sæþotum en þeir voru í fríi í Marokkó. Þriðji ferðamaðurinn var handtekinn en þeim fjórða tókst að synda á brott.

Varað við nýjum hitametum á Ítalíu, Grikklandi, Spáni og Marokkó
Íbúar á Ítalíu, Grikklandi, Spáni og Marokkó hafa verið varaðir við því að ný hitamet gætu fallið á morgun, þegar hiti gæti farið yfir 49 stig. Hitabylgjan Karon fylgir nú í kjölfar Kerberusar, sem olli gríðarlegum hita á svæðinu í síðustu viku.

Konungurinn heimtaði að mömmur fótboltahetjanna væru með á myndinni
Marokkó var sannarlega spútniklið heimsmeistaramótsins í fótbolta í Katar þar sem liðið komst, fyrst landsliða frá Afríku, alla leið í undanúrslit keppninnar.

Gefur allan HM-bónusinn til góðgerðarmála
Hakim Ziyech hefur ákveðið að láta gott af sér leiða og leyfa fleirum að njóta ávaxtarins af sögulegum árangri Marokkó á HM í Katar.

Frakkland í úrslit á nýjan leik
Ríkjandi heimsmeistarar Frakklands eru komnir í úrslit heimsmeistaramótsins í fótbolta sem nú fer fram í Katar. Frakkland lagði spútniklið Marokkó 2-0 í undanúrslitum.

Marokkó fyrsta afríska liðið í undanúrslit HM eftir sigur á Portúgal í metleik Ronaldo
Marokkó verður fyrsta liðið frá Afríku til að spila í undanúrslitum HM eftir 1-0 sigur á Portúgal í 8-liða úrslitum í dag. Cristiano Ronaldo byrjaði leikinn á varamannabekknum en kom inn á völlinn í síðari hálfleik og jafnaði því landsleikjamet FIFA.

Boufal og Bono í uppáhaldi og segir stemmninguna í Marokkó glæsilega
Mía Georgsdóttir, formaður félags kvenna frá Marokkó, fylgdist spennt með þegar Marokkóar sigruðu Spánverja í vítaspyrnukeppni, 3-1, í sextán liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Katar. Með sigrinum komst Marokkó í átta liða úrslit HM í fyrsta sinn. Mía segir gleðina í Marokkó ósvikna um þessar mundir.

Marokkó sendi Spánverja heim eftir sigur í vítaspyrnukeppni
Marokkó tryggði sér sæti í átta liða úrslitum HM í Katar með því að leggja Spánverja í vítaspyrnukeppni, 3-0. Staðan var enn markalaus eftir venjulegan leiktíma og framlengingu, en það voru þeir marokkósku sem höfðu sterkari taugar á vítapunktinum.

Milliríkjadeila vegna fótboltatreyju
Marokkósk yfirvöld hafa krafist þess að þýski íþróttavöruframleiðandinn Adidas taki nýja treyju landsliðs Alsír úr umferð. Þau saka Alsíringa um að tileinka sér marokkóskan menningararf.

Þriðja sinn sem sami þjálfari er rekinn rétt fyrir HM
Vahid Halilhodzic var látinn fara í gær sem landsliðsþjálfari Marokkó en aðeins þrír mánuðir eru í að landsliðið spilar á heimsmeistaramótinu í Katar.