Skóla- og menntamál

Fréttamynd

Mikil­vægt að and­lát Hjalta yrði ein­hverjum til gagns

Fyrstu styrkirnir úr minningarsjóði Hjalta Þórs Ísleifssonar voru veittir í dag. Móðir Hjalta segir það hafa verið sér mikilvægt að andlát hans yrði einhverjum til gagns. Fallegt hafi verið að heyra vini og kollega minnast Hjalta við afhendinguna.

Innlent
Fréttamynd

Vinna að því að koma í veg fyrir frekari að­gerðir hjá kennurum

Verkfall kennara hefst að nýju um næstu mánaðamót verði ekki samið. Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segir deiluaðila hafa fundað þétt síðan í nóvember desember þegar verkfalli var frestað. Magnús Þór fór yfir stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða

Formaður Kennarafélags Íslands (KÍ) segir verkefnið við kjarasamningaborðið oft einfaldað af almenningi. Meginmarkmiðið er jöfnun launa kennara og sambærilegra stétta á almennum markaði. Hann segir sambandið vera meðvitað um að önnur kjör en laun þurfi að ræða við samningaborðið.

Innlent
Fréttamynd

Að þora að stíga skref

Árið 2024 hefur ekki bara verið viðburðaríkt þegar kemur að því að velja einstaklinga til að leiða þjóð, þing og kirkju. Eitt af því sem einkenndi árið var vinna við kjarasamninga, bæði á opinberum og almennum markaði. Sumum samningum tókst að ljúka á meðan aðrir, þar á meðal samningar við aðildarfélög Kennarasambands Íslands (KÍ), eru enn í viðræðuferli.

Skoðun
Fréttamynd

Skóga­skóli verður hótel

Fyrirtæki sem rekur þrjú hótel undir Eyjafjöllum í Rangárvallasýslu hefur keypt hús Héraðsskólans á Skógum af íslenska ríkinu. Til stendur að reka þar gistingu með morgunmat.

Innlent
Fréttamynd

Nýir ráð­herrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra segjast spenntar takast á við verkefnum nýrrar ráðuneyta. Áherslumál þeirra eru til dæmis að efla læsi, íslenskukennslu fyrir innflytjendur og löggæslu. Þær segja það hafa verið rætt sérstaklega í ríkisstjórn að efla samvinnu og finna sameiginlega snertifleti.

Innlent
Fréttamynd

Menntun fyrir Hans Vögg

Nú þegar ég hef lagt nótt við dag að fara yfir ritgerðir, próf og verkefni til að komast sómasamlega frá kennslunni eftir fimm vikna verkfall situr eitthvað í mér. Ég er svolítið sár út í upphrópanir um að þetta verkfall okkar kennara í Fjölbrautaskóla Suðurlands hafi ekki haft nein áhrif.

Skoðun
Fréttamynd

Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kárs­nesi

Börn í Kársnesskóla völdu í vikunni nöfn á skólana á Kársnesi sem verða tveir frá og með næsta hausti. Niðurstaðan er sú að nýr skóli við Skólagerði mun heita Barnaskóli Kársness. Í honum verða börn a leikskólaaldri og í 1. til 4. bekk. Skólinn við Vallargerði fær nafnið Kársnesskóli en í honum verða börn í 5. til 10. bekk. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Kópavogsbæ.

Innlent
Fréttamynd

Tæki­færi gervi­greindar í menntun

Miðstöð menntunar og skólaþjónustu gegnir lykilhlutverki sem bakhjarl íslensks skólastarfs og leggur áherslu á þjónustumiðaða nálgun og aukinn stuðning við skólasamfélagið.

Skoðun
Fréttamynd

Fram­tíð menntunar er í einka­rekstri

Á undanförnum árum hefur þátttaka einkaaðila í rekstri leikskóla í Reykjavík aukist þó nokkuð. Samkvæmt nýlegum tölum fjölgaði börnum á sjálfstætt starfandi leikskólum um 13% á sama tíma og börnum fækkaði um 9% á leikskólum undir stjórn Reykjavíkurborgar (2014–2022).

Skoðun
Fréttamynd

Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið?

Stór hluti þeirra sem ljúka kennaranámi hefja aldrei störf við kennslu. Þetta vita kennarar, en núna virðist almenningur einnig vera byrjaður að taka eftir því. Eftir að hafa gafrað slatta á Netlu, Skemmunni og Scholar, rakst ég á tölur sem voru hreint ekki upp á marga fiska. Svo virðist sem 35% þeirra sem ljúka kennaranámi fara aldrei að kenna, og í kringum 30% þeirra sem byrja að kenna hætti á fyrstu árunum.

Skoðun
Fréttamynd

Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rima­skóla

Ráðist var á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla í dag. Móðir drengsins segir hann slasaðan á kvið. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu og stefnir fjölskyldan á að kæra árásina á morgun. Vegna aldurs drengsins mun málið einnig verða tilkynnt til barnaverndar.

Innlent
Fréttamynd

Leik­skólinn – vara á markaði?

Einkafyrirtæki fá aðgengi að lóðum og stuðningi hins opinbera til að byggja leikskóla. Hið opinbera greiðir megnið af kostnaðinum við reksturinn, en fyrirtækin halda yfirráðum, velja sér börn til inntöku og hagnast á rekstrinum. Þetta er einkavæðing í sinni skýrustu mynd – þar sem samfélagslegt kerfi er fært í hendur einkaaðila í þágu fárra.

Skoðun
Fréttamynd

Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin

Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, virðist gefa lítið fyrir áform um aukna aðkomu atvinnulífsins að leikskólamálum. Hugsanavilla virðist vera í gangi um að einkafyrirtækjum muni ganga betur en hinu opinbera að laða til sín kennara og fæstir spyrji að því hvað sé best fyrir sjálf börnin.

Innlent
Fréttamynd

Hvað með allt þetta frí?

Sem kennari hefur mér verið bent á að ef kennarar vilja fá jöfn laun við almenna markaðinn er þeim hollast að vera ekki alltaf í fríi Fjórir mánuðir í fríi heyrði ég síðast fleygt fram. Djöfull hljómar það vel.

Skoðun
Fréttamynd

Alvotech og Arion banki stofna grunn­skóla

Borist hafa af því fréttir að fyrirtæki eins og Alvotech og Arion banki hafi hug á því að stofna leikskóla eða einhvers konar dagvistunarúrræði fyrir börn starfsmanna sinna.

Skoðun
Fréttamynd

Ó­sann­gjarnt að börn hafi úr­slita­vald

Kennari við Kársnesskóla skorar á fulltrúa í menntaráði og bæjarstjórn Kópavogs að endurskoða þá ákvörðun að láta nemendur skólans frá fyrsta upp í tíunda bekk velja nafn á þá nýju skóla sem verða til við skiptingu Kársnesskóla í tvennt. 

Innlent
Fréttamynd

Um 360 nem­endur sem tala 25 tungu­mál

Fellaskóli hlaut nýlega íslensku menntaverðlaunin fyrir verkefnið Draumaskólinn okkar. Verkefnið hófst árið 2020 sem tilraunaverkefni til fimm ára. Árangurinn af verkefninu hefur verið góður. Fleiri börn ná markmiðum um læsi en áður og fjöldi þeirra sem eru í tónlistarnámi hefur margfaldast.

Innlent
Fréttamynd

Borgar­stjóri biðlaði til at­vinnu­lífsins vegna leikskólavandans

Einar Þorsteinsson borgarstjóri segist hafa hvatt atvinnulífið til þess að hefja samtal við borgina um samvinnuverkefni við að brúa bilið milli fæðingarorlofs og innritun í leikskóla. Alvotech hefur þegar tilkynnt áform um að stofna þrjá leikskóla og fleiri atvinnurekendur hafa fundað með borginni.

Innlent
Fréttamynd

Eru há­skólar á dag­skrá?

Nú þegar umræður um nýja ríkisstjórn fara fram er rétt að minna á að fáar stofnanir í nútímasamfélagi hafa jafn víðtæku hlutverki að gegna og háskólar.

Skoðun
Fréttamynd

Eru vísindin á dag­skrá?

Nú þegar stjórnarmyndunarumræður eiga sér stað viljum við hvetja flokkana sem að þeim standa til þess að setja vísinda- og háskólamál í forgrunn. Vísindin eru langt frá því að vera einkamál þeirra sem þau stunda heldur eru þau mikilvæg öllu samfélaginu.

Skoðun
Fréttamynd

Þau vilja taka við af Helga Gríms­syni

Tuttugu og tveir sóttu um starf sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar sem auglýst var laust til umsóknar í nóvember. Tilkynnt var í haust að Helgi Grímsson hefði ákveðið að láta af störfum. 

Innlent
Fréttamynd

„Mikil­vægt fyrir dalinn að það sé komin á­kvörðun“

Skóla- og frístundaráð Reyjavíkurborgar hefur tekið endanlega ákvörðun um framtíð skólamála í Laugarneshverfi, sem verður áfram eitt skólahverfi og reistur verður safnskóli fyrir elstu börnin. Formaður ráðsins segir gott að niðurstaða sé komin í málið. 

Innlent
Fréttamynd

Ekin niður á skóla­lóðinni en ekki komin nægjan­lega langt í náminu

Tryggingafélagið VÍS, Vátryggingafélag Íslands, hefur verið sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfu konu sem fór fram á að félagið myndi greiða henni tæplega 6,5 milljónir króna, auk vaxta, vegna slyss sem hún varð fyrir. Konan vildi raunar fá tæplega ellefu milljónir, en hafði þegar fengið 4,6 milljónir greiddar.

Innlent