Skóla- og menntamál

Fréttamynd

Fella­skóli og Lauga­lækjar­skóli komust í úr­slit Skrekks

Fyrsta undanúrslitakvöld Skrekks, árlegrar hæfileikakeppni fyrir grunnskólanemendur í Reykjavík, fór fram í Borgarleikhúsinu í kvöld. Sjö grunnskólar tóku þátt í kvöld og komust Fellaskóli með atriðið Hvað er að gerast sem fjallaði um Covid-19 og Laugalækjarskóli með atriðið Á bak við brosið sem fjallar líkamsvirðingu áfram í úrslit.

Innlent
Fréttamynd

For­­manns­efni kennara segja kulnun mikil­vægasta verk­efnið

Frambjóðendurnir fjórir til formanns Kennarasambands Íslands eru sammála um að umfjöllun um menntamál hér á landi sé allt of neikvæð. Þá geri pólitíkin kennurum erfitt fyrir með sífelldum breytingum á tíu ára fresti. Líflegar umræður spunnust í Pallborðinu á Vísi um menntamál í dag.

Innlent
Fréttamynd

Sá er talinn heimskur sem opnar sína sál

Ég fór í Borgarleikhúsið að sjá sýninguna 9 líf á dögunum og var upprifin. Í verkinu er rakin saga okkar ástsæla Bubba Morthens, þjóðareign að gefnu tilefni. Það er hvert mannsbarn hér á landi með tengingu við hann og þá sérstaklega tónlistina hans, hvort sem við erum aðdáendur eða ekki. En svo er líka önnur tenging sem stór hópur á við söguna hans Bubba, sú tenging er kannski heldur falin. Eða jafnvel týnd?

Skoðun
Fréttamynd

Fleiri karlkyns nemendur í framhaldsskólum

Fleiri karlkyns nemendur eru nú skráðir í framhaldsskólanám en kvenkyns. Hlutfall karlkyns nemenda eru 53% á móti 47% kvenkyns nemendum. Í tölfræðinni er ekki gert ráð fyrir öðrum kynjum.

Innlent
Fréttamynd

Skóli og samfélag

Skólakerfið er mikilvægt og gefandi fyrir okkur öll, foreldra, nemendur og samfélagið allt.

Skoðun
Fréttamynd

Leik­skólar fyrir börnin

Daglega er verið að brjóta á réttindum barna í leikskólum landsins af hálfu stjórnvalda. Ég heyri víðsvegar kveðið af starfsfólki, að of mörg börn, dvelji of lengi, í of litlu rými, og mig langar að bæta við að börn búa við of litla faglega athygli

Skoðun
Fréttamynd

Ofbeldi snertir allt samfélagið

Ofbeldi verður til umfjöllunar á málþingi Félagsráðgjafafélags Íslands (FÍ) og Félagsráðgjafardeildar Háskóla Íslands sen fram fer á Reykjavík Natura í dag. Málþingið er haldið í samvinnu við fagdeildir FÍ í áfengis- og vímuefnamálum, barnavernd, félagsþjónustu, fræðslu- og skólaþjónustu, fötlunarmálum, heilbrigðisþjónustu og öldrunarþjónustu.

Innlent
Fréttamynd

Frídagar barna komi niður á jafnrétti og kjörum

Foreldri og atvinnurekandi segir launþega ekki eiga inni fyrir þeim dögum þar sem börn eru ekki í skóla vegna vetrarleyfis eða skipulagsdaga. Lítið samræmi sé milli skóla og innan sveitarfélaga um þær dagsetningar sem kemur niður á atvinnulífinu í heild.

Innlent
Fréttamynd

Kynjakvóti tekinn upp í Versló

Kynjakvóti hefur formlega verið tekinn upp hjá Verslunarskóla Íslands til að reyna að sporna gegn fækkun pilta í skólanum. Skólastjórinn segir nýjar reglur tryggja að hlutfall pilta í skólanum fari ekki undir fjörutíu prósent.

Innlent
Fréttamynd

Skólastjórar í næturvinnu við að rekja smit

Umfangsmiklar smitrakningar í grunnskólum valda álagi á stjórnendur skólanna sem þurfa að sjá um rakninguna. Formaður Skólastjórafélags Íslands segir ekki ganga að að verkefnið sé á herðum skólastjórnenda þar sem þeir séu í fullri vinnu fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Mygla í Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ

Mygla hefur fundist í Myllubakkaskóla í Keflavík. Nokkrir starfsmenn og nemendur eru sagðir hafa fundið fyrir verulegum einkennum. Lagfæringar hafa ekki skilað árangri.

Innlent
Fréttamynd

Áhrif stúdenta á uppbyggingu háskólasvæðisins

Aðgengi stúdenta að öruggu húsnæði er jafnréttismál. Almennt leiguverð á höfuðborgarsvæðinu og þá sér í lagi í nærumhverfi Háskóla Íslands er of hátt og þar með er aðgengi stúdenta að öruggu húsnæði ekki tryggt. 

Skoðun