NBA

Fréttamynd

Memp­his síðasta liðið inn í undan­úr­slitin

Memphis Grizzlies varð í nótt síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta þegar liðið lagði Minnesota Timberwolves 114-106. Það er nú ljóst hvaða lið mætast í undanúrslitum Austur- og Vesturdeildarinnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Nei eða Já: „Þurfa hann eins og súr­efni“

Nei eða Já var á sínum stað í Lögmál leiksins. Mögulega voru spurningarnar í auðveldari kantinum enda úrslitakeppnin farin af stað og búið að ræða mörg málefni. Þá var farið yfir hvernig umspilið sæti í úrslitakeppni Subway-deildar karla hefði verið.

Körfubolti
Fréttamynd

Vara­maðurinn Curry magnaður og Dallas jafnaði metin án Luka

Þrír leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Stephen Curry og félagar í Golden State Warriors eru farnir að munda sópinn eftir öruggan sigur á Denver Nuggets. Sama má segja um Philadelphia 76ers og þá tókst Dallas Mavericks að jafna metin gegn Utah Jazz.

Körfubolti
Fréttamynd

Lögmál leiksins: Nei eða já

Lögmál leiksins er á dagskrá alla mánudaga á Stöð 2 Sport þar sem helstu NBA sérfræðingar landsins ræða körfuboltann vestanhafs. Í gær voru Kjartan Atli, Sigurður Orri, Tommi Steindórs og Hörður Unnsteins að velta steinum í dagskrárliðnum nei eða já.

Körfubolti
Fréttamynd

Lögmál leiksins: Eldaði með mygluðu hráefni

Frank Vogel var í nótt rekinn frá LA Lakers eftir slakt gengi liðsins á tímabilinu í NBA deildinni. Liðið missti af úrslitakeppninni og endaði í 11. sæti vesturdeildar. Brottrekstur Vogel verður meðal umræðuefna í Lögmálum leiksins sem verða á dagskrá klukkan 20:40 á Stöð 2 Sport 2.

Körfubolti
Fréttamynd

Fékk 40 milljónir króna á 8 sekúndum

Jrue Holiday, leikmaður Bucks, er 306 þúsund dollurum ríkari í dag en í gær en það jafngildir tæplega 40 milljónum króna. Holiday er með bónus ákvæði í samningi sínum við Bucks sem varð virkt eftir að hann spilaði í átta sekúndur gegn Cleveland Cavaliers í nótt.

Körfubolti