Mið-Afríkulýðveldið

Fréttamynd

Kreml tek­ur yfir stjórn Wagn­er í Mið-Afrík­u­lýð­veld­in­u

Ráðamenn í Mið-Afríkulýðveldinu segja ríkisstjórn Rússlands hafa tekið yfir stjórn rúmlega þúsund málaliða Wagner group þar í landi. Málaliðarnir hafa haft viðveru í Mið-Afríkulýðveldinu í um fimm ár en lengst af voru þeir undir stjórn rússneska auðjöfursins Jevgení Prígósjín.

Erlent
Fréttamynd

Síðustu dagar Prígósjíns: Kepptist við að halda veldi sínu saman

Rússneski auðjöfurinn Jevgení Prígósjín, sem stofnaði og fjármagnaði meðal annars málaliðahópinn Wagner Group, varði sínum síðustu dögum á flakki um heiminn og reyndi að halda lífi í viðskiptaveldi sínu í Afríku og Mið-Austurlöndum. Varnarmálaráðuneyti Rússlands beitti hann miklum þrýstingi og var að bola Wagner út.

Erlent
Fréttamynd

Kokkur Pútíns játar að eiga Wagner

Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin hefur viðurkennt að hafa stofnað og eiga málaliðahópinn Wagner Group. Hann segist hafa stofnað hópinn eftir innrás Rússa í Úkraínu 2014 og með því markmiði að senda málaliða til austurhluta Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Diplómat peð í valdatafli

Sænski diplómatinn Anders Kompass, sem vakti heims­athygli þegar hann lét vita af því að friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna hefðu gerst sekir um kynferðislegt ofbeldi í Mið-Afríkulýðveldinu, verður ekki sendiherra í Gvatemala.

Erlent
Fréttamynd

Leit hætt að Joseph Kony

Leit að uppreisnarleiðtoganum og stríðsherranum Joseph Kony hefur verið hætt. Úganski herinn greindi frá þessu en Kony hafði verið leitað í Mið-Afríkulýðveldinu undanfarin ár.

Erlent
Fréttamynd

Nýjar ásakanir um kynferðislegt ofbeldi friðargæsluliða SÞ

Nær hundrað stúlkur hafa greint Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) frá því að friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í Mið-Afríkulýðveldinu hafi beitt þær kynferðislegu ofbeldi. Þrjár þeirra eru sagðar hafa verið þvingaðar til maka með hundi. Mannréttindasamtökin Aids-Free World segja að umfang ofbeldisins geti verið miklu meira, að því er greint er frá á vef sænska blaðsins Dagens Nyheter.

Erlent
Fréttamynd

Kynjamisrétti í kennslubókum

Mennta-, vísinda- og menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, bendir á misrétti í kennslubókum sem notast er við í þróunarlöndum.

Erlent
Fréttamynd

Níu þúsund hafa smitast

Þrátt fyrir varúðarráðstafanir hafa 2.700 heilbrigðisstarfsmenn smitast af ebólu og 236 þeirra eru látnir. Faraldur geisar enn í Gíneu, Líberíu og Síerra Leóne, en hætta á frekari útbreiðslu er mest í fjórtán Afríkuríkjum.

Erlent