Samfylkingin

Fréttamynd

Styttum biðlista á Akureyri

Sú staða sem birtist í nýlegri fjárhagsáætlun meirihluta bæjarstjórnar Akureyrarbæjar sýnir helstu áherslur og forgangsmál meirihlutans. Augljóst er að lögbundin hlutverk sveitarfélagsins taka hvað mest af fjármunum, enda höfum við sem samfélag bundið í lög og sammælst um ákveðna grunnþætti og mannréttindi sem við viljum standa vörð um.

Skoðun
Fréttamynd

„Eitt stórt klúður frá upp­hafi til enda“

„Tilfinning þjóðarinnar reyndist rétt, það er staðfest í þessari skýrslu,“ segir Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar um skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Kristrún flutti ræðu í sérstakri umræðu á Alþingi fyrr í kvöld þar sem Bjarni Benediktsson, fjármála og efnahagsráðherra var til andsvara.

Innlent
Fréttamynd

100 þúsund króna högg fyrir há­tíðirnar

Tekjulægstu einstaklingar landsins hafa fengið vel yfir 100 þúsund króna högg þetta árið. Öryrkjar- og ellilífeyrisþegar á grunnlífeyri eru með um 300 þúsund krónur á mánuði í óskertar tekjur. Langar greinar mætti skrifa um uppsafnaða skuld við þessa samborgara okkar, hvernig pólitísk ákvörðun hefur verið tekin um að fylgja ekki lögum um almannatryggingar og auka ójöfnuð á kostnað örorku- og ellilífeyrisþega.

Skoðun
Fréttamynd

Bjarni segir stjórnvöld ekki eiga að tryggja öllum sömu niðurstöðu í lífinu

Matvælaráðherra segir að málaferli gegn Samherja vegna meintrar spillingar hafi skaðað orðspor íslensks sjávarútvegs og fjármálaráðherra telur að stjórnvöld eigi að tryggja að allir hafi sömu tækifæri en eigi ekki einu sinni að reyna að tryggja öllum sömu útkomu í lífinu. Þetta kom fram í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Farið hefur fé betra: Bless ríkis­stjórn

Hvert er ákallið í samfélaginu? Ef einhver dæmdi samfélagið okkar eftir verkum ríkisstjórnarinnar myndi viðkomandi álykta að hér væri hávært ákall um viðvarandi skuldasöfnun hins opinbera á meðan grunnstoðirnar eru skildar eftir.

Skoðun
Fréttamynd

Hendur nýs formanns verða ekki bundnar vegna ESB

Krafan um Evrópusambandsaðild mun ekki verða til þess að Samfylkingin verði með hendur bundnar andspænis mögulegu ríkisstjórnarsamstarfi. Þrátt fyrir að nýr formaður Samfylkingarinnar sé Evrópusinni verða Evrópumálin ekki fyrsta forgangsmál. Áhersla verður lögð á „klassísk jafnaðarmannamál.“

Innlent
Fréttamynd

Rekstrarhalli borgarinnar nær sexfalt meiri miðað við áætlanir

Útkomuspá fyrir rekstur Reykjavíkurborgar á þessu ári gerir ráð fyrir um 15,3 milljarða króna halla, mun meiri en spáð hafði verið, og áfram er búist við halla á næsta ári. Borgarstjóri segir að gætt verði aðhalds í fjárhagsáætlun borgarinnar, meðal annars með því að hætta nánast alfarið nýráðningum, en oddviti Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir harðlega útkomuna og bendir á að borgarstarfsmönnum hafi fjölgað um fjórðung frá árinu 2017.

Innherji
Fréttamynd

Þegar Sam­fylkingin missti kjarkinn

Áhugi fólks á því að hefja aðildarviðræður að nýju við Evrópusambandið hefur sjaldan verið jafn mikil og núna. Það er könnun eftir könnun sem sýnir að meirihluti Íslendinga vill sækja um aðild til þess að vita hvað það hefur í för með sér.

Skoðun
Fréttamynd

Tíu síður af innihalds­litlum klisjum – ESB er töfra­lausn!

Þá er Samfylkingin búin að halda sinn landsfund og endurnýja sitt forystulið. Allt virðist þar gott, nema eitt; nýr formaður. Hún er eflaust velviljuð og væn, en fyrir mér einkennist framganga hennar og málflutningur af kokhreysti og einföldun flókinna og margþættra mála; af billegum klisjum.

Skoðun
Fréttamynd

Munaði einungis tveimur at­kvæðum

Kristrún Frostadóttir hlaut 94,59 prósent atkvæða er hún var kjörin formaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins um helgina. Jón Grétar Þórsson hlaut 139 atkvæði í kosningu til gjaldkera flokksins en Stein Olav Romslo 137 atkvæði.

Innlent
Fréttamynd

Setur Viðreisn í vanda

Með breyttri nálgun Samfylkingarinnar gagnvart Evrópusambandinu, þar sem ekki verður lengur litið á inngöngu í sambandið sem forgangsmál, er ljóst að möguleikar flokksins á þátttöku í ríkisstjórnarsamstarfi hafa aukizt verulega hvort sem horft er til hægri eða vinstri. Hins vegar er ljóst að staða Viðreisnar, hins flokksins í íslenzkum stjórnmálum sem hlynntur er inngöngu í sambandið, er á sama tíma orðin þrengri en áður.

Skoðun
Fréttamynd

Fyrsta stefnuræða Kristrúnar

Kristrún Frostadóttir tók við embætti formanns Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins í gær. Í dag flytur hún sína fyrstu stefnuræðu sem formaður. Hlýða má á ræðuna í beinni útsendingu hér á Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Guðmundur Ari felldi Kjartan

Guðmundur Ari Sigurjónsson er nýr formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Hann felldi sitjandi formann, Kjartan Valgarðsson, með ríflega sjötíu prósent greiddra atkvæða.

Innlent
Fréttamynd

Arna Lára vann ritara­slaginn

Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, er nýr ritari Samfylkingarinnar eftir að hafa fellt sitjandi ritara á landsfundi í morgun.

Innlent
Fréttamynd

„Við ætlum að breyta samfélaginu“

Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út á landsfundi Samfylkingarinnar í kvöld þegar Kristrún Frostadóttir var lýst nýr formaður Samfylkingarinnar. Hún var ein í framboði en rúmlega 94 prósent fundarmanna greiddu henni atkvæði.

Innlent
Fréttamynd

Líður ekki ó­svipað og þegar hann kláraði mennta­skóla

Logi Einarsson hélt sína síðustu ræðu sem formaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins í dag. Hann sagði að honum liði ekki ósvipað á þeim tímamótum og þegar hann útskrifaðist úr menntaskóla á sínum tíma. Árin sem formaður hafi heilt yfir verið ánægjulega þótt að hann hefði örugglega fengið slaka einkunn í stöku áfanga og stundum verið kallaður inn á beinið.

Innlent