Bensín og olía Versti dagur í langan tíma Icelandair hefur lækkað mest íslenskra félaga á rauðum degi á hlutabréfamarkaði í dag. Hækkandi olíuverð bítur flugfélög - en mun væntanlega einnig bíta íslenska neytendur, þegar það ratar inn í bensínverð. Viðskipti erlent 25.2.2022 08:01 Hlutabréfamarkaðir rauðir en olía og gull rýkur upp Verðið á Brent Norðursjávarolíu er komið upp fyrir hundrað Bandaríkjadali á tunnuna í fyrsta skipti frá árinu 2014 í kjölfar innrásar Rússa inn í Úkraínu sem talið er að geti haft áhrif á framboð olíu. Viðskipti erlent 24.2.2022 11:21 Sala eigna og uppstokkun á rekstri hækkar verðmatsgengi Skeljungs um þriðjung Sala eigna, meðal annars á rúmlega helmingshlut í færeyska olíufélaginu Magn, og mikil umbreyting á efnahag Skeljungs gerir það að verkum að nýtt verðmatsgengi Jakobsson Capital á félaginu er hækkað um 31 prósent frá fyrra mati og er nú 14,5 krónur á hlut. Það er samt um 7 prósentum lægra en núverandi markaðsgengi sem stóð í 15,5 krónum á hlut við lokun markaða í dag. Innherji 23.2.2022 19:30 Ekki allt sem sýnist varðandi hækkun eldsneytisverðs Eldsneytisverð hefur hækkað umtalsvert síðustu misseri samhliða hækkunum á erlendum olíumörkuðum. Þrátt fyrir að greint hafi verið frá því að verð á bensíni og dísilolíu hafi aldrei verið hærra í krónum talið hér á landi segir það þó ekki alla söguna. Viðskipti innlent 22.2.2022 11:20 Olíuverð hækkar hratt og hefur ekki verið hærra frá 2014 Olíuverð hafði í morgun ekki verið hærra frá 2014 samhliða mjög svo aukinni spennu í Austur-Evrópu. Spennan við Úkraínu náði nýjum hæðum í gærkvöldi þegar Vladimír Pútín, forseti Rússlands, viðurkenndi sjálfstæði tveggja héraða í Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar, studdir af Rússlandi, ráða ríkjum. Viðskipti erlent 22.2.2022 09:40 Hráolíuverð ekki verið hærra í sjö ár Olíuverð hefur farið hækkandi síðustu daga og vikur. Tunna af Brent-hráolíu kostar nú 97,44 Bandaríkjadali og hefur ekki verið dýrari í sjö ár. Viðskipti erlent 22.2.2022 08:04 Kristín Björg frá Torgi til Orkunnar Kristín Björg Árnadóttir hefur hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs Orkunnar. Hún starfaði síðast sem fjármálastjóri hjá Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins, DV, Hringbrautar og tengdra miðla. Viðskipti innlent 21.2.2022 09:25 Eldsneytisverð þrýstir upp kostnaði Icelandair, spá háu verði út árið Hátt eldsneytisverð er ein helsta skýringin á því að einingakostnaður Icelandair í fyrra var mun hærri en flugfélagið spáði í fjárfestakynningu sem það birti fyrir hlutafjárútboðið 2020. Þetta kemur fram í svari Icelandair við fyrirspurn Innherja. Innherji 17.2.2022 09:27 Methagnaður hjá Skeljungi sem verður SKEL Fjárfestingafélag Skeljungur hagnaðist um 6,9 milljarða króna í fyrra og hefur hagnaður fyrirtækisins aldrei verið meiri á einu ári. Til stendur að gera félagið að fjárfestingafélagi og breyta nafni þess í SKEL Fjárfestingafélag. Viðskipti innlent 8.2.2022 21:37 Forstjóri Skeljungs hættir óvænt vegna upplifunar samstarfskonu Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, hefur óskað eftir því að láta af störfum sem forstjóri. Hann vísar til þess að honum hafi borist tölvupóstur frá fyrrverandi samstarfskonu sem segir hann hafa farið yfir mörk í samskiptum þeirra fyrir sautján árum. Viðskipti innlent 4.2.2022 17:44 Segja óásættanlegt að þurfa að kynda hús með olíu Bæjarráð Ísafjarðarbæjar segir óásættanlegt að brenna þurfi olíu til að kynda hús á Vestfjörðum. Bæjarráðið lýsir yfir áhyggjum af stöðu orkumála á Vestfjörðum. Innlent 1.2.2022 15:27 Tólf þúsund olíutunnur láku úr olíuhreinsunarstöð í Perú Olíuleki í Perú er sagður mun umfangsmeiri en upprunalega var gert ráð fyrir. Lekinn er sagður náttúruharmleikur en milljónir sjávardýra og fugla hafa dáið frá því að lekinn varð. Erlent 29.1.2022 11:13 Verslunum Olís á landsbyggðinni breytt í afgreiðslulagera og söluskrifstofur Nýtt félag verður stofnað innan Haga á næstu mánuðum sem er ætlað að sjá um þjónustu og sölu á hreinlætis-, rekstrar- og heilbrigðisvörum til stórnotenda. Nýja rekstrareiningin mun fá heitið Stórkaup en Hagar lokuðu samnefndri verslun sinni í maí á síðasta ári. Viðskipti innlent 24.1.2022 14:47 Norsk stjórnvöld gefa út 53 ný olíuleitarleyfi Norsk stjórnvöld hafa úthlutað 53 nýjum sérleyfum til leitar og vinnslu olíu á landgrunni Noregs. Á sama tíma er skýrt frá því að aldrei í sögunni hafi tekjur Norðmanna af olíu- og gasvinnslu verið eins miklar og á nýliðnu ári. Viðskipti erlent 23.1.2022 13:27 „Augljóslega er þetta ekki gott“ Forsætisráðherra segir stefnt að því að stækka ákveðnar virkjanir sem þegar eru starfandi á Íslandi. Innviðaráðherra segir svíða að orkubú Vestfjarða sé að kaupa olíu til kyndingar fyrir fleiri hundruð milljónir þar sem endurnýjanleg orka hefur verið skert. Innlent 22.1.2022 12:19 Jakob Valgeir og Helgi Magnússon fjárfesta í Skeljungi Tvö félög á vegum Jakobs Valgeirs Flosasonar, útgerðarmanns og fjárfestis, bættust við hluthafahóp Skeljungs fyrr í þessum mánuði þegar þau keyptu samanlagt um 1,55 prósenta hlut sem skilar honum í hóp tíu stærstu eigenda fyrirtækisins. Innherji 20.1.2022 17:31 N1 tekur músagildrur sem ekki má nota úr sölu Fyrirtækið N1 hefur tekið límgildrur, sem Matvælastofnun segir ekki samræmast lögum um dýravelferð, úr sölu. Límgildrurnar voru til sölu á sölustöðum og í veferslun N1 þar til síðdegis í dag. Viðskipti innlent 15.1.2022 18:00 N1 selur límgildrur sem óheimilt er að nota Fyrirtækið N1 selur sérstakar límgildrur sem Matvælastofnun hefur sagt að samræmist ekki lögum um dýravelferð. Samkvæmt lögunum er óheimilt að beita aðferðum við aflífun dýra, sem valda þeim óþarfa limlestingum eða kvölum. Viðskipti innlent 15.1.2022 16:54 Ekki skýrt á hvaða vegferð Skeljungur er að mati Gildis Miklar breytingar hjá Skeljungi og óljós vegferð félagsins voru á meðal þeirra þátta sem höfðu áhrif á ákvörðun Gildis lífeyrissjóðs um að selja megnið af eignarhlutum sínum Skeljungi. Þetta segir Davíð Rúdólfsson, forstöðumaður eignastýringar Gildis. Innherji 11.1.2022 12:09 Guðni í Apple umboðinu kaupir fimm prósenta hlut í Skeljungi Félagið GE Capital í eigu Guðna Rafns Eiríkssonar, fjárfestis og eiganda Apple umboðsins á Íslandi, hefur bæst við hluthafahóp Skeljungs með kaupum á rétt yfir fimm prósenta hlut. Innherji 7.1.2022 09:42 Vogunarsjóðurinn Taconic kaupir fimm prósenta hlut í Skeljungi Bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital, sem var stærsti hluthafi Arion banka um nokkurt skeið, hefur keypt rúmlega fimm prósenta hlut í Skeljungi sem rekur meðal annars 60 bensínstöðvar undir merkjum Orkunnar á Íslandi. Innherji 6.1.2022 14:24 Færeyska samkeppniseftirlitið tók ákvörðun á aðeins einum mánuði Það er margt áhugavert við sölu Skeljungs á færeyska eldsneytisfyrirtækinu p/f Magni, ekki síst það hversu umfangsmikil hún er á færeyskum skala. Eftir því sem Innherji kemst næst er um að ræða ein stærstu viðskipti með færeyskt fyrirtæki í fimmtán ár. Hefði því ekki komið á óvart ef samkeppnisyfirvöld þar í landi hefðu varið drjúgum tíma í að rannsaka áhrif viðskiptanna. Klinkið 5.1.2022 17:11 Endurunnin smurolía notuð til að keyra loðnubræðslur Smurolían sem tekin er af bílnum okkar þegar við förum með hann í smurningu mun nýtast loðnubræðslum landsins í vetur; sem endurunnin úrgangsolía í íslenskri endurvinnslu. Þannig sparast umtalsverður gjaldeyrir. Viðskipti innlent 29.12.2021 12:04 Skeljungur stefnir að sölu fasteigna fyrir 8,8 milljarða Fasteignafélagið Kaldalón mun kaupa þrettán fasteignir af Skeljungi fyrir tæpa sex milljarða króna. Þá hefur Skeljungur samþykkt viljayfirlýsingar um sölu á fimm fasteignum til annarra aðila og á sömuleiðis í viðræðum um sölu á einni fasteign til viðbótar. Gangi öll viðskiptin eftir nemur áætlað söluvirði umræddra fasteigna 8.788 milljónum króna. Viðskipti innlent 23.12.2021 07:57 Einar Sigursteinn tekur við sem forstöðumaður orkusviðs N1 Einar Sigursteinn Bergþórsson hefur verið ráðinn í stöðu forstöðumanns orkusviðs N1. Viðskipti innlent 22.12.2021 09:05 Tekur við þróunarsviði Orkunnar Jóhanna Margrét Gísladóttir hefur hafið störf sem framkvæmdastjóri þróunarsviðs Orkunnar, dótturfélags Skeljungs. Viðskipti innlent 20.12.2021 09:59 Áhöfn olíuskips á útopnu að þjóna loðnubræðslum Viðbótar olíuflutningar til loðnuverksmiðja til að mæta óvæntri raforkuskerðingu jafngilda farmi 550 olíubíla af stærstu gerð. Umferð olíutrukka á þjóðvegunum mun þó ekki aukast því eina olíuskip Íslendinga fer í verkefnið. Viðskipti innlent 18.12.2021 22:44 Gróa Björg hættir hjá Skeljungi Gróa Björg Baldvinsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnarhátta og gæðamála hjá Skeljungi, hefur sagt starfi sínu lausu. Viðskipti innlent 13.12.2021 20:22 Íslenska olíuleitarfélagið Eykon Energy lagt niður Eykon Energy ehf., það íslenska félag sem lengst stóð að olíuleit á Drekasvæðinu, er hætt starfsemi. Eigendur þess ákváðu í mars á þessu ári að slíta félaginu. Viðskipti innlent 9.12.2021 13:26 Segir sorglegt að loðnubræðslur þurfi að skipta úr raforku í olíu Fulltrúi fiskimjölsiðnaðarins segir það áfall og sorglegt að loðnubræðslur þurfi núna að skipta yfir í olíu í stað rafmagns. Málið var rætt í ríkisstjórn í morgun. Innlent 7.12.2021 21:41 « ‹ 5 6 7 8 9 10 11 12 13 … 16 ›
Versti dagur í langan tíma Icelandair hefur lækkað mest íslenskra félaga á rauðum degi á hlutabréfamarkaði í dag. Hækkandi olíuverð bítur flugfélög - en mun væntanlega einnig bíta íslenska neytendur, þegar það ratar inn í bensínverð. Viðskipti erlent 25.2.2022 08:01
Hlutabréfamarkaðir rauðir en olía og gull rýkur upp Verðið á Brent Norðursjávarolíu er komið upp fyrir hundrað Bandaríkjadali á tunnuna í fyrsta skipti frá árinu 2014 í kjölfar innrásar Rússa inn í Úkraínu sem talið er að geti haft áhrif á framboð olíu. Viðskipti erlent 24.2.2022 11:21
Sala eigna og uppstokkun á rekstri hækkar verðmatsgengi Skeljungs um þriðjung Sala eigna, meðal annars á rúmlega helmingshlut í færeyska olíufélaginu Magn, og mikil umbreyting á efnahag Skeljungs gerir það að verkum að nýtt verðmatsgengi Jakobsson Capital á félaginu er hækkað um 31 prósent frá fyrra mati og er nú 14,5 krónur á hlut. Það er samt um 7 prósentum lægra en núverandi markaðsgengi sem stóð í 15,5 krónum á hlut við lokun markaða í dag. Innherji 23.2.2022 19:30
Ekki allt sem sýnist varðandi hækkun eldsneytisverðs Eldsneytisverð hefur hækkað umtalsvert síðustu misseri samhliða hækkunum á erlendum olíumörkuðum. Þrátt fyrir að greint hafi verið frá því að verð á bensíni og dísilolíu hafi aldrei verið hærra í krónum talið hér á landi segir það þó ekki alla söguna. Viðskipti innlent 22.2.2022 11:20
Olíuverð hækkar hratt og hefur ekki verið hærra frá 2014 Olíuverð hafði í morgun ekki verið hærra frá 2014 samhliða mjög svo aukinni spennu í Austur-Evrópu. Spennan við Úkraínu náði nýjum hæðum í gærkvöldi þegar Vladimír Pútín, forseti Rússlands, viðurkenndi sjálfstæði tveggja héraða í Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar, studdir af Rússlandi, ráða ríkjum. Viðskipti erlent 22.2.2022 09:40
Hráolíuverð ekki verið hærra í sjö ár Olíuverð hefur farið hækkandi síðustu daga og vikur. Tunna af Brent-hráolíu kostar nú 97,44 Bandaríkjadali og hefur ekki verið dýrari í sjö ár. Viðskipti erlent 22.2.2022 08:04
Kristín Björg frá Torgi til Orkunnar Kristín Björg Árnadóttir hefur hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs Orkunnar. Hún starfaði síðast sem fjármálastjóri hjá Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins, DV, Hringbrautar og tengdra miðla. Viðskipti innlent 21.2.2022 09:25
Eldsneytisverð þrýstir upp kostnaði Icelandair, spá háu verði út árið Hátt eldsneytisverð er ein helsta skýringin á því að einingakostnaður Icelandair í fyrra var mun hærri en flugfélagið spáði í fjárfestakynningu sem það birti fyrir hlutafjárútboðið 2020. Þetta kemur fram í svari Icelandair við fyrirspurn Innherja. Innherji 17.2.2022 09:27
Methagnaður hjá Skeljungi sem verður SKEL Fjárfestingafélag Skeljungur hagnaðist um 6,9 milljarða króna í fyrra og hefur hagnaður fyrirtækisins aldrei verið meiri á einu ári. Til stendur að gera félagið að fjárfestingafélagi og breyta nafni þess í SKEL Fjárfestingafélag. Viðskipti innlent 8.2.2022 21:37
Forstjóri Skeljungs hættir óvænt vegna upplifunar samstarfskonu Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, hefur óskað eftir því að láta af störfum sem forstjóri. Hann vísar til þess að honum hafi borist tölvupóstur frá fyrrverandi samstarfskonu sem segir hann hafa farið yfir mörk í samskiptum þeirra fyrir sautján árum. Viðskipti innlent 4.2.2022 17:44
Segja óásættanlegt að þurfa að kynda hús með olíu Bæjarráð Ísafjarðarbæjar segir óásættanlegt að brenna þurfi olíu til að kynda hús á Vestfjörðum. Bæjarráðið lýsir yfir áhyggjum af stöðu orkumála á Vestfjörðum. Innlent 1.2.2022 15:27
Tólf þúsund olíutunnur láku úr olíuhreinsunarstöð í Perú Olíuleki í Perú er sagður mun umfangsmeiri en upprunalega var gert ráð fyrir. Lekinn er sagður náttúruharmleikur en milljónir sjávardýra og fugla hafa dáið frá því að lekinn varð. Erlent 29.1.2022 11:13
Verslunum Olís á landsbyggðinni breytt í afgreiðslulagera og söluskrifstofur Nýtt félag verður stofnað innan Haga á næstu mánuðum sem er ætlað að sjá um þjónustu og sölu á hreinlætis-, rekstrar- og heilbrigðisvörum til stórnotenda. Nýja rekstrareiningin mun fá heitið Stórkaup en Hagar lokuðu samnefndri verslun sinni í maí á síðasta ári. Viðskipti innlent 24.1.2022 14:47
Norsk stjórnvöld gefa út 53 ný olíuleitarleyfi Norsk stjórnvöld hafa úthlutað 53 nýjum sérleyfum til leitar og vinnslu olíu á landgrunni Noregs. Á sama tíma er skýrt frá því að aldrei í sögunni hafi tekjur Norðmanna af olíu- og gasvinnslu verið eins miklar og á nýliðnu ári. Viðskipti erlent 23.1.2022 13:27
„Augljóslega er þetta ekki gott“ Forsætisráðherra segir stefnt að því að stækka ákveðnar virkjanir sem þegar eru starfandi á Íslandi. Innviðaráðherra segir svíða að orkubú Vestfjarða sé að kaupa olíu til kyndingar fyrir fleiri hundruð milljónir þar sem endurnýjanleg orka hefur verið skert. Innlent 22.1.2022 12:19
Jakob Valgeir og Helgi Magnússon fjárfesta í Skeljungi Tvö félög á vegum Jakobs Valgeirs Flosasonar, útgerðarmanns og fjárfestis, bættust við hluthafahóp Skeljungs fyrr í þessum mánuði þegar þau keyptu samanlagt um 1,55 prósenta hlut sem skilar honum í hóp tíu stærstu eigenda fyrirtækisins. Innherji 20.1.2022 17:31
N1 tekur músagildrur sem ekki má nota úr sölu Fyrirtækið N1 hefur tekið límgildrur, sem Matvælastofnun segir ekki samræmast lögum um dýravelferð, úr sölu. Límgildrurnar voru til sölu á sölustöðum og í veferslun N1 þar til síðdegis í dag. Viðskipti innlent 15.1.2022 18:00
N1 selur límgildrur sem óheimilt er að nota Fyrirtækið N1 selur sérstakar límgildrur sem Matvælastofnun hefur sagt að samræmist ekki lögum um dýravelferð. Samkvæmt lögunum er óheimilt að beita aðferðum við aflífun dýra, sem valda þeim óþarfa limlestingum eða kvölum. Viðskipti innlent 15.1.2022 16:54
Ekki skýrt á hvaða vegferð Skeljungur er að mati Gildis Miklar breytingar hjá Skeljungi og óljós vegferð félagsins voru á meðal þeirra þátta sem höfðu áhrif á ákvörðun Gildis lífeyrissjóðs um að selja megnið af eignarhlutum sínum Skeljungi. Þetta segir Davíð Rúdólfsson, forstöðumaður eignastýringar Gildis. Innherji 11.1.2022 12:09
Guðni í Apple umboðinu kaupir fimm prósenta hlut í Skeljungi Félagið GE Capital í eigu Guðna Rafns Eiríkssonar, fjárfestis og eiganda Apple umboðsins á Íslandi, hefur bæst við hluthafahóp Skeljungs með kaupum á rétt yfir fimm prósenta hlut. Innherji 7.1.2022 09:42
Vogunarsjóðurinn Taconic kaupir fimm prósenta hlut í Skeljungi Bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital, sem var stærsti hluthafi Arion banka um nokkurt skeið, hefur keypt rúmlega fimm prósenta hlut í Skeljungi sem rekur meðal annars 60 bensínstöðvar undir merkjum Orkunnar á Íslandi. Innherji 6.1.2022 14:24
Færeyska samkeppniseftirlitið tók ákvörðun á aðeins einum mánuði Það er margt áhugavert við sölu Skeljungs á færeyska eldsneytisfyrirtækinu p/f Magni, ekki síst það hversu umfangsmikil hún er á færeyskum skala. Eftir því sem Innherji kemst næst er um að ræða ein stærstu viðskipti með færeyskt fyrirtæki í fimmtán ár. Hefði því ekki komið á óvart ef samkeppnisyfirvöld þar í landi hefðu varið drjúgum tíma í að rannsaka áhrif viðskiptanna. Klinkið 5.1.2022 17:11
Endurunnin smurolía notuð til að keyra loðnubræðslur Smurolían sem tekin er af bílnum okkar þegar við förum með hann í smurningu mun nýtast loðnubræðslum landsins í vetur; sem endurunnin úrgangsolía í íslenskri endurvinnslu. Þannig sparast umtalsverður gjaldeyrir. Viðskipti innlent 29.12.2021 12:04
Skeljungur stefnir að sölu fasteigna fyrir 8,8 milljarða Fasteignafélagið Kaldalón mun kaupa þrettán fasteignir af Skeljungi fyrir tæpa sex milljarða króna. Þá hefur Skeljungur samþykkt viljayfirlýsingar um sölu á fimm fasteignum til annarra aðila og á sömuleiðis í viðræðum um sölu á einni fasteign til viðbótar. Gangi öll viðskiptin eftir nemur áætlað söluvirði umræddra fasteigna 8.788 milljónum króna. Viðskipti innlent 23.12.2021 07:57
Einar Sigursteinn tekur við sem forstöðumaður orkusviðs N1 Einar Sigursteinn Bergþórsson hefur verið ráðinn í stöðu forstöðumanns orkusviðs N1. Viðskipti innlent 22.12.2021 09:05
Tekur við þróunarsviði Orkunnar Jóhanna Margrét Gísladóttir hefur hafið störf sem framkvæmdastjóri þróunarsviðs Orkunnar, dótturfélags Skeljungs. Viðskipti innlent 20.12.2021 09:59
Áhöfn olíuskips á útopnu að þjóna loðnubræðslum Viðbótar olíuflutningar til loðnuverksmiðja til að mæta óvæntri raforkuskerðingu jafngilda farmi 550 olíubíla af stærstu gerð. Umferð olíutrukka á þjóðvegunum mun þó ekki aukast því eina olíuskip Íslendinga fer í verkefnið. Viðskipti innlent 18.12.2021 22:44
Gróa Björg hættir hjá Skeljungi Gróa Björg Baldvinsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnarhátta og gæðamála hjá Skeljungi, hefur sagt starfi sínu lausu. Viðskipti innlent 13.12.2021 20:22
Íslenska olíuleitarfélagið Eykon Energy lagt niður Eykon Energy ehf., það íslenska félag sem lengst stóð að olíuleit á Drekasvæðinu, er hætt starfsemi. Eigendur þess ákváðu í mars á þessu ári að slíta félaginu. Viðskipti innlent 9.12.2021 13:26
Segir sorglegt að loðnubræðslur þurfi að skipta úr raforku í olíu Fulltrúi fiskimjölsiðnaðarins segir það áfall og sorglegt að loðnubræðslur þurfi núna að skipta yfir í olíu í stað rafmagns. Málið var rætt í ríkisstjórn í morgun. Innlent 7.12.2021 21:41