Bensín og olía

Fréttamynd

Versti dagur í langan tíma

Icelandair hefur lækkað mest íslenskra félaga á rauðum degi á hlutabréfamarkaði í dag. Hækkandi olíuverð bítur flugfélög - en mun væntanlega einnig bíta íslenska neytendur, þegar það ratar inn í bensínverð.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Sala eigna og uppstokkun á rekstri hækkar verðmatsgengi Skeljungs um þriðjung

Sala eigna, meðal annars á rúmlega helmingshlut í færeyska olíufélaginu Magn, og mikil umbreyting á efnahag Skeljungs gerir það að verkum að nýtt verðmatsgengi Jakobsson Capital á félaginu er hækkað um 31 prósent frá fyrra mati og er nú 14,5 krónur á hlut. Það er samt um 7 prósentum lægra en núverandi markaðsgengi sem stóð í 15,5 krónum á hlut við lokun markaða í dag.

Innherji
Fréttamynd

Olíuverð hækkar hratt og hefur ekki verið hærra frá 2014

Olíuverð hafði í morgun ekki verið hærra frá 2014 samhliða mjög svo aukinni spennu í Austur-Evrópu. Spennan við Úkraínu náði nýjum hæðum í gærkvöldi þegar Vladimír Pútín, forseti Rússlands, viðurkenndi sjálfstæði tveggja héraða í Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar, studdir af Rússlandi, ráða ríkjum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Kristín Björg frá Torgi til Orkunnar

Kristín Björg Árnadóttir hefur hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs Orkunnar. Hún starfaði síðast sem fjármálastjóri hjá Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins, DV, Hringbrautar og tengdra miðla.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Augljóslega er þetta ekki gott“

Forsætisráðherra segir stefnt að því að stækka ákveðnar virkjanir sem þegar eru starfandi á Íslandi. Innviðaráðherra segir svíða að orkubú Vestfjarða sé að kaupa olíu til kyndingar fyrir fleiri hundruð milljónir þar sem endurnýjanleg orka hefur verið skert.

Innlent
Fréttamynd

Jakob Valgeir og Helgi Magnússon fjárfesta í Skeljungi

Tvö félög á vegum Jakobs Valgeirs Flosasonar, útgerðarmanns og fjárfestis, bættust við hluthafahóp Skeljungs fyrr í þessum mánuði þegar þau keyptu samanlagt um 1,55 prósenta hlut sem skilar honum í hóp tíu stærstu eigenda fyrirtækisins.

Innherji
Fréttamynd

Ekki skýrt á hvaða vegferð Skeljungur er að mati Gildis

Miklar breytingar hjá Skeljungi og óljós vegferð félagsins voru á meðal þeirra þátta sem höfðu áhrif á ákvörðun Gildis lífeyrissjóðs um að selja megnið af eignarhlutum sínum Skeljungi. Þetta segir Davíð Rúdólfsson, forstöðumaður eignastýringar Gildis.

Innherji
Fréttamynd

Færeyska samkeppniseftirlitið tók ákvörðun á aðeins einum mánuði

Það er margt áhugavert við sölu Skeljungs á færeyska eldsneytisfyrirtækinu p/f Magni, ekki síst það hversu umfangsmikil hún er á færeyskum skala. Eftir því sem Innherji kemst næst er um að ræða ein stærstu viðskipti með færeyskt fyrirtæki í fimmtán ár. Hefði því ekki komið á óvart ef samkeppnisyfirvöld þar í landi hefðu varið drjúgum tíma í að rannsaka áhrif viðskiptanna.

Klinkið
Fréttamynd

Skeljungur stefnir að sölu fast­eigna fyrir 8,8 milljarða

Fasteignafélagið Kaldalón mun kaupa þrettán fasteignir af Skeljungi fyrir tæpa sex milljarða króna. Þá hefur Skeljungur samþykkt viljayfirlýsingar um sölu á fimm fasteignum til annarra aðila og á sömuleiðis í viðræðum um sölu á einni fasteign til viðbótar. Gangi öll viðskiptin eftir nemur áætlað söluvirði umræddra fasteigna 8.788 milljónum króna.

Viðskipti innlent