
Kynlíf

Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu
Rútína og þægindi geta breytt sambandinu úr því að vera spennandi í eitthvað fyrirsjáanlegt, þar sem stress og ábyrgð taka yfir daglega lífið og kynlífið lendir í síðasta sæti. Í langtímasamböndum getur þetta leitt til þess að ástin og kynlöngunin dofnar og til þess að þú byrjir að líta á makann þinn sem herbergisfélaga eða besta vin fremur en raunverulegan maka.

Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi
Spurning barst frá lesanda: „Ég fæ nánast alltaf fullnægingu þegar ég rúnka mér. Ég fæ það sjaldnar í kynlífi. Er þetta bara eðlilegt eða ætti ég að hafa áhyggjur?" 42 ára karl.

Hvað skal gera þegar ADHD makans er að eyðileggja sambandið?
Spurning barst frá lesanda: „Maki minn er með ADHD sem hefur mikil áhrif á sambandið okkar. Mér finnst ég oft detta í það hlutverk að halda skipulagi fyrir okkur bæði, minna hann á og furðu mikill tími fer í leita af hlutum sem týnast. Þessu fylgir mikil streita og oft er mikið kaos í kringum okkar en þetta hefur líka áhrif á kynlífið okkar. Ertu með einhver ráð?“ - 39 ára kona.

Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það
Spurning barst frá lesanda: „Sambýlismaðurinn minn hefur hvorki áhuga á kynlífi, snertingu né kossum. Hann sefur ekki í sama rúmi og ég. Hann vill ekki ræða þetta. Engin börn á heimilinu sem gætu haft áhrif. Mig langar að leita annað eftir kynlífi og hef aðeins orðað það en ekki tekið ákvörðun. Er þetta algengt hjá körlum sem komnir eru á miðjan aldur? Ég er oft að bugast en geymi þetta aðeins með sjálfri mér.“ - 53 ára kona.

Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði?
„Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði?” spyr 59 ára karl. Hann, líkt og fleiri lesendur, sendi mér þessa spurningu í gegnum spurningaboxið sem er að finna neðst í öllum greinunum hjá mér.

38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring?
Spurning barst frá lesenda: Ég er 38 ára maður sem hefur aldrei átt maka eða upplifað kynlíf. Ég sé sjálfan mig ekki sem kynveru, hef enga reynslu og hef enga trú á því að nokkur kona muni einhvern tíma vilja mig. Sem ég veit að er sjálfrætandi spádómur. Veistu um leið út úr þessum vítahring?

Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi
Íslenskur karlmaður á fertugsaldri, sem kallar sig Jón Jónsson, stefnir að því að opna fyrsta kynlífsklúbb landsins undir nafninu Aphrodite innan nokkurra vikna. Hann segir klúbbinn sérstaklega ætlaðan fólki í swing-senunni.

Er tantra einungis um kynlíf?
Mér var knúið til að skrifa þessa grein eftir að hafa lesið „Ég blanda tantra inn í allt sem ég geri“ þar sem höfundurinn reynir að afsanna þá hugmynd að Tantra sé einungis „furðulegar kynlífsstellingar“ en fer síðan að einblína nær eingöngu á kynferðislega þætti þess.

Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi
„Sexan“ er stuttmyndasamkeppni fyrir nemendur í 7. bekk sem ætlað er að skapa umræður og fræða ungt fólk um mörk og samþykki með áherslu á tilurð, birtingarmyndir og afleiðingar stafræns ofbeldis.

Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg
Spurning barst frá lesenda: „Eftir að hafa endað 3 ára samband með fyrrverandi kærasta mínum finnst mér ómögulegt að nálgast kynlíf með öðru fólki. Sambandið var ekki að neinu leyti ofbeldisfullt en samt er það eins og að leggja höndina á heita hellu að hugsa um nánd með öðru fólki. Hvað get ég gert í þessu?“ - 31 árs karl.

Kornungur og í vandræðum með holdris
Í hverri viku fæ ég alls konar spurningar sem tengjast typpaheilsu eða risvanda. Hér er ein slík spurning frá lesenda: „Ég get ekki haldið reisn, hvað er að mér? Þarf ég að byrja að nota stinningarlyf?„ -33 ára karlmaður.

Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“
Spurning barst frá lesenda: „Maðurinn minn hélt framhjá mér, við erum að reyna að vinna úr þessu en ég get ekki fyrirgefið eða horft framhjá þessu. Það er komið heilt ár og ég er enn í sárum og get stundum ekki talað við hann. Er von að þetta lagist eða er þetta dauðadæmt?“ - 45 ára kona.

Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024
Þau eru jafn misjöfn og þau eru mörg áramótaheitin sem ótal margir setja sér þegar nýja árið gengur í garð. Sömuleiðis er vinsælt að setja sér markmið um að skilja ákveðna hluti eftir á árinu sem leið og taka betri lífsreglur með sér inn í nýja árið.

Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi
Það eru fáir sem kunna að lifa lífinu eins og Atli Steinn Guðmundsson blaðamaður Morgunblaðsins sem um árabil hefur fært Íslendingum magnaðar fréttaskýringar frá Noregi þar sem hann er búsettur. Atli gifti sig í síðustu viku við Miklagljúfur en það sem vakti hve mesta athygli við ráðahaginn var að kærasta þeirra hjóna gaf þau saman.

Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin?
Mörgum finnst hátíðirnar eiga að vera tími sem einkennist af afslöppun, samveru, nánd og gleði. Raunveruleikinn er hins vegar sá að fyrir mörg er þetta tími sem einkennist af streitu, fjárhagsáhyggjum, skylduboðum og þreytu. Ef það er raunin er ekki skrítið að nánd og kynlíf endi aftast í forgangsröðinni í desember.

40 ára kona: Er of seint að deita konur?
Spurning barst frá lesenda: „Ég hef alltaf verið hrifin af konum en samt alltaf verið með karlmönnum. Eftir mörg ár ein er ég samt hrædd við að deita konur þó ég finni að ég vil alls ekki deita karlmenn. Er smá hrædd um að þær nenni ekki 40 ára nýgræðingi“ - 40 ára kona.

Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri
Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi, veikindadögum og lífeyrisgreiðslum eftir að ný lög þess efnis tóku gildi í dag. Í frétt Guardian segir að með lögunum sé búið að binda enda á mismunun gegn kynlífsverkafólki.

„Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“
Spurning barst frá lesenda: „Ég og konan mínum höfum verið saman í 3 ár. Ég upplifi að ég vilji meiri fjölbreytileika í kynlífinu okkur heldur en hún. Þegar við byrjuðum saman þá ræddum við þessi mál og vorum sammála um að vilja prófa nýja hluti en nú virðist það hafa slökknað hjá henni. Á meðan mig langar að prófa nýja og villtari hluti þá hefur hefðbundið kynlíf orðið óspennandi fyrir mér og kynlöngun mín minnkað til muna. Hverju myndir þú mæla með?” - 36 ára karl.

Hvernig hætti ég að feika það?
Spurning barst frá lesenda „Er komin í nýtt samband en frá byrjun er ég búin að feika fullnægingu og finnst of seint og erfitt að segja honum frá því núna, vil ekki særa hann. Með fyrrverandi manninum mínum fékk ég fullnægingar því hann var betri í að gefa mér munnmök. Ég er búin að reyna að segja nýja kærastanum til en hann hlustar ekki eða byrjar eins og ég vil en fer svo í eitthvað annað. Ég er bara í því að þóknast honum, held ég, og vil ekki særa hann. Hvernig nálgast ég þetta án þess að særa manninn?”

Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B
Nokkrir einstaklingar hér á landi hafa greinst með bráða lifrarbólgu B á síðustu mánuðum en svo virðist sem um sé að ræða smit sem hefur átt sér stað við kynmök.

Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið?
Spurning barst frá lesenda: „Tilhugsunin um kynlíf með makanum er meira sexí en þegar á hólminn er komið. Eins og ég girnist hann ekki eða ég laðast ekki að honum þannig. Getur þú útskýrt?”- 36 ára kona.

Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar
Mennta og barnamálaráðuneytið kynnir niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar klukkan 14 til 16:30 í dag Hátíðarsal aðalbyggingar Háskóla Íslands. Hægt verður að horfa í streymi hér að neðan.

„Ég er miklu oftar gröð en hann“
Spurning barst frá lesenda: „Hvernig er best að tækla það að vera með ólíkar þarfir í kynlífi. Er búin að vera með manni í fimm mánuði og ég er miklu oftar gröð en hann. Ég upplifi höfnun og hann upplifir að hann sé ekki að standa sig. Sambandið er svo nýtt og mér þætti eðlilegast að stunda fullt af kynlífi. En hann hefur ekki þörf eða löngun eins og ég. Höfum rætt opið um þetta en ekkert breytist,“ - 47 ára kona.

Er endaþarmsörvun bara fyrir homma?
Spurning barst frá lesenda svo hljóðandi: „Mér finnst gott að nota dildó á sjálfan mig. Mér finnst það mjög tabú meðal gagnkynhneigðra karla, en er það algengt eða er það bara fyrir samkynhneigða karla?” - 30 ára karl

Að prófa sig áfram í opnu sambandi
Ég og maki minn erum að prófa okkur áfram með opið samband. Við höfum verið að fylgja hinum ýmsu ráðum til að reyna að gera allt rétt. Viljum alls ekki klúðra sambandinu okkar eða fara rangt að þessu. Ertu með ráð?- 37 ára karl

Kynlífsatriðin alls ekki óþægileg
Leikkonan Laura Dern segist hafa eignast vin til lífstíðar í mótleikara hennar Liam Hemsworth en tvíeykið leikur á móti hvort öðru í nýju Netflix myndinni Lonely Planet. Dern lýsir því jafnframt yfir að hún hafi upplifað sig mjög örugga með Hemsworth við tökur á krefjandi senum, til dæmis þegar það kom að kynlífsatriðunum.

Redda smokkar málunum?
Nýleg þingsályktunartillaga um aukið aðgengi ungs fólks að smokkum er fagnaðarefni. Líkt og fram hefur komið í umræðunni er óásættanlegt að ungt fólk meti smokka sem munaðarvöru. Smokkar eru eina getnaðarvörnin sem er bæði vörn gegn kynsjúkdómum og getnaði.

Verður þér skipt út fyrir kynlífstæki?
Í hverri viku berast mér allskonar spurningar um kynlífstæki, hér er ein: „Er eðlilegt að fá bara fullnægingu með kynlífstækjum? Sama hvað ég reyni á ég erfiðara með að fá það í kynlífi með öðrum en fæ það mjög snögglega þegar ég er ein!“ - 34 ára kona

Þreyttur á stefnumótaöppum: „Hvernig fer ég að því að kynnast fólki?“
Spurning barst frá lesenda svo hljóðandi: „Er einhleypur og orðinn þreyttur á stefnumótaöppum! Hvernig fer ég að því að kynnast fólki?“- 35 ára karl

Galið að fræðsla um snípinn sé af skornum skammti
„Allt tal um kynlíf var mikið tabú þá og ég þorði ekki að fara á móti straumnum,“ segir kynlífsmarkþjálfinn Kristín Þórsdóttir sem vissi frá unglingsaldri að hún hefði áhuga á því að vera kynfræðingur. Hún rekur í dag fyrirtækið Eldmóður og stendur fyrir námskeiðinu Kveiktu á þér fyrir þig. Blaðamaður ræddi við Kristínu um kynlífsmarkþjálfunina og tilveruna.