Garðabær
Segir börn í sorg vera falinn hóp sem þurfi að sinna
Alþjóðlegur dagur barna í sorg fer fram í dag. Örninn, minningar- og styrktarsjóður, stendur fyrir vitundarvakningu í tilefni dagsins um þarfir syrgjandi barna. Prestur og verkefnastjóri Arnarins segir fólk oft ráðalaust þegar það verður fyrir missi og að börn í sorg séu að einhverju leyti falinn hópur sem þarfnast aðstoðar.
Dularfull fjármögnun dýrasta húss á Íslandi
Halldór Kristmannsson hefur sett hús sitt við Sunnuflöt 48 í Garðabæ á sölu. Höll. Ef Halldór fær viðunandi tilboð má búast við því að þar fari dýrasta hús Íslandssögunnar. Enda um glæsilega lúxusvillu að ræða sem vart á sér hliðstæðu hér á landi.
Særðist alvarlega eftir hnífstunguárás við Hagkaup
Sá sem varð fyrir hnífstunguárás á bílaplani við Hagkaup í Garðabæ í nótt særðist nokkuð alvarlega. Hann er þó ekki talinn í lífshættu að sögn Margeirs Sveinssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu.
Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hagkaupum í Garðabæ
Lögregla og sjúkrateymi var kallað út í Hagkaupum í Garðabæ á öðrum tímanum í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá starfsfólki Hagkaupa var um að ræða slagsmál fyrir utan verslunina. Tveir hlutu stungusár í átökunum.
Garðbæingar vísa gagnrýni á bug: „Það getur varla verið hlutverk bæjarins að stoppa einkasamkvæmi“
Yfirvöld í Garðabæ sendu frá sér yfirlýsingu fyrr í kvöld vegna umfjöllunar um smitrakningu og upplýsingagjöf í skólum Garðabæjar. Bæjarstjórinn, Gunnar Einarsson, telur að upplýsingagjöfin hafi verið góð en alltaf sé hægt að gera betur.
Hundrað smitaðir eftir villibráðarkvöld í Garðabæ
Aldrei áður hafa jafn margir verið í einangrun með kórónuveiruna hér á landi og nú eða fimmtán hundruð manns. Sóttvarnalæknir segir hópsýkingar hafa verið margar í þessari bylgju faraldursins. Um eitt hundrað manns hafa greinst með veiruna út frá villibráðarhlaðborði sem haldið var í Garðabæ um síðustu helgi.
Lektor í líftölfræði varar við Garðabæ sem pestarbæli
Jóhanna Jakobsdóttir, rannsóknasérfræðingur við Miðstöð í lýðheilsuvísindum, er ómyrk í máli á Twitter og segir Garðabæ sannkallað pestarbæli.
Uppljóstrarinn Halldór selur höll sína í Garðabæ
Halldór Kristmannsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Alvogen, hefur sett höll sína í Garðabæ á sölu.
Fimm nýjar lyftur á höfuðborgarsvæðið og hefja snjóframleiðslu
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa náð samkomulagi um 5,2 milljarða króna fjárfestingu í uppbyggingu skíðasvæða til ársins 2026.
Endaði eftirförina með því að renna í hlað á lögreglustöð
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu veitti ökumanni eftirför í nótt þar sem hann stöðvaði ekki bifreið sína þrátt fyrir ábendingar lögreglu. Eftirförin hófst í Garðabæ en endaði óvænt við lögreglustöðina á Dalveginum, þar sem ökumaðurinn lagði loks bifreið sinni.
Að minnsta kosti sjö fluttir á bráðamóttöku í gærkvöldi og nótt vegna slysa
Tveir menn voru vistaðir í fangageymslum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðin í gær sökum ástands. Annar var handtekinn í Hlíðahverfi og þar sem lögregla gat ekki komist að því hvar hann býr var hann fluttur á lögreglustöð.
Breytingar á gjaldskrá Strætó samhliða innreið Klapp-greiðslukerfisins
Samhliða innleiðingu á nýja rafræna greiðslukerfinu Klapp þann 16. nóvember 2021 verða einnig gerðar breytingar á gjaldskrá Strætó.
Víkingaskip aftur við Bessastaðanes tólf öldum síðar
„Líklega eru um 12 aldir eða svo frá því að knörr sást fyrst við Bessastaðanes og senn verða liðnar fjórar aldir frá því að skip sjóræningja frá Alsír strandaði þar um stundarsakir.“
Páll ekki rekinn en hlýtur ákúrur frá skólameistara
Kristinn Þorsteinsson skólameistari Fjölbrautarskólans í Garðabæ hefur sent nemendum og aðstandendum skólans bréf þar sem hann fer yfir mál Páls Vilhjálmssonar kennara við skólann sem varða afar umdeild bloggskrif hans um Helga Seljan fréttamann. Skólameistari lýsir sig afar ósáttan við skilaboð Páls til geðsjúkra.
Sautján ára ökumaður náðist ekki á hraðamæli og slapp með tiltal
Um klukkan hálf tvö í nótt stöðvaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ungan ökumann á Hafnarfjarðarvegi í Garðabæ, vegna gruns um of hraðan akstur. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar.
Beiðnum um leit að börnum og ungmennum fjölgaði í september
Talsverð aukning varð á beiðnum um leit að börnum og ungmennum sem bárust lögreglu í september en mánuðina þrjá á undan. Hegningarlagabrotum fækkaði hins vegar á milli mánaða.
Komið að manninum meðvitundarlausum úti á götu
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu rannsakar hvort ekið hafi verið á mann sem komið var að meðvitundarlausum úti á götu í Mávanesi í Garðabæ um tvöleytið í nótt. Málið var tilkynnt sem líkamsárás en áverkar mannsins eru minniháttar.
Hópslagsmál pilta við Hagkaup hafi átt sér aðdraganda
Veist var að þremur piltum á bílastæði fyrir utan Hagkaup í Garðabæ á fjórða tímanum í nótt. Piltarnir segja gerendur hafa verið eldri pilta, um tvítugt, sem hafi ráðist á vin þeirra fyrr um kvöldið, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.
Tré lífsins fær grænt ljós á bálstofu í Garðabæ
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur veitt Tré Lífsins samþykki fyrir staðsetningu og skipulagi bálstofu í Rjúpnadal í Garðabæ. Áður hafði grænt ljós fengist frá Garðabæ.
IKEA-geitin komin á sinn stað
IKEA-geitin er komin á sinn stað í Kauptúninu og ljós hafa verið tendruð. Geitin hefur fengið að standa óáreitt síðustu ár en nokkrum sinnum hefur verið kveikt í geitinni. Síðast var það gert árið 2016.
Einn á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu flutti einn til skoðunar á slysadeild Landspítala eftir bílslys á Arnarneshæð í Garðabæ.
Salernum stolið í Garðabæ
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti margvíslegum verkefnum í gærkvöldi og nótt. Hún var meðal annars kölluð til rétt fyrir miðnætti þar sem tveir höfðu ráðist á einn í Hlíðahverfinu. Mennirnir unnu einnig skemmdir á bifreið viðkomandi en voru á brott þegar lögregla kom á vettvang.
„Ég held að hákarl hafi bitið hann“
Ekki hefur fengist úr því skorið hvað það var sem grandaði hrefnunni sem rak á land á Álftanesi í gær. Leikskólakrakkar sem virtu hvalinn fyrir sér í morgun vörpuðu þó fram ýmsum tilgátum í þeim efnum.
Árekstur við Arnarnesið tefur fyrir veislu á Bessastöðum
Þriggja bíla árekstur varð á Reykjavíkurvegi til móts við Arnarnesið um fjögurleytið í dag. Miklar tafir eru á umferð í suðurátt sem stendur vegna árekstursins sem veldur töfum á veislu á Bessastöðum.
Skoða hvalinn í fjörunni á Álftanesi
Nokkur fjöldi fólks hefur gert sér ferð í fjöruna á Álftanesi í morgun til að skoða hvalhræ sem liggur þar í fjörunni. Lögreglan hefur sett gulan borða við hvalinn en fólk fer áhyggjulaust að hvalnum, strýkur honum og lyktar.
Hvalreki á Álftanesi
Hval hefur rekið á land á Álftanesi og liggur hræið nú í fjöru. Lögreglu var tilkynnt um dýrið seint í dag og verður það skoðað nánar í fyrramálið.
Bjarni og fjölskylda kvöddu Bó í morgun
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og fjölskylda syrgja í dag hundinn Bó. Hundurinn, franskur bolabítur, kvaddi þennan heim í morgunsárið.
Kapphlaup um nýja bálstofu í uppsiglingu
Kapphlaup virðist vera í uppsiglingu milli Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma og einkaaðila um byggingu nýrrar bálstofu. Forstjóri kirkjugarðana telur aðeins pláss fyrir eina bálstofu í landinu.
Garðabær gefur grænt ljós á bálstofu og athafnahús sem verður opið öllum
Fyrirtækið Tré lífsins hefur fengið heimild hjá Garðabæ til að byggja allt að 1.500 fermetra byggingu norðan við Vífilsstaðavatn, með salarkynnum fyrir athafnir á borð við skírnir, hjónavígslur og útfarir, auk bálstofu.
Byggðasamlög og svarthol upplýsinganna
Það er afar áhugavert að upplifa endurtekið hvernig bæjarstjóri Garðabæjar verst gagnrýni um lélega upplýsingagjöf til bæjarfulltrúa. Þar gildir einu hvort hann er í hlutverki sínu sem bæjarstjóri eða formaður Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, sem m.a. bera ábyrgð á faglegum og gagnsæjum vinnubrögðum byggðasamlaganna sem þau reka, þar á meðal Sorpu.