Atvinnulíf

Fréttamynd

Frum­kvöðlar í ára­tugi: „Launalaus sjálf­boða­vinna fyrstu árin“

„Jú, jú, pabbi kemur hingað daglega. Orðinn 82 ára. Pabbi kemur oftast eftir hádegi og er þá aðallega að laga hæðarlínur og fleira sem honum finnst skemmtilegt og hann er mjög góður í,“ segir Karl Arnar Arnarsson, framkvæmdastjóri og einn eigenda Loftmynda um föður sinn; Örn Arnar Ingólfsson og þann sem fór með þá frumkvöðlastarfsemi af stað fyrir 36 árum síðan að leggja grunninn að fyrsta íslenska Íslandskortinu; Unnu af Íslendingum.

Atvinnulíf

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Elskar kaffi að ítölskum sið og línu­lega dag­skrá

Sólveig Ása Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri stuðningsfélagsins Krafts, kemst ekki í gang fyrr en hún er búin með fyrsta kaffibollann á morgnana. Og fer þá líka alla leið; fær sér kaffi að ítölskum sið með flóaðri mjólk. Sólveig viðurkennir að elska línulega dagskrá á RÚV.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind

Guðrún Auður Böðvarsdóttir, markaðsstjóri S.Helgason steinsmiðju og framkvæmdastjóri SÓL restaurant, finnst hún flottust þegar hún vaknar klukkan fimm og nær að gera fullt af hlutum áður en hún vekur krakkana í skólann. Oftar en ekki endar hún þó á að snúsa og fer í sín morgunverk eftir að krakkarnir eru vöknuð.

Atvinnulíf
Fréttamynd

„Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir lagið Blindsker alltaf koma sér í ákveðinn gír. Enda búinn að syngja með laginu frá því að hann var unglingur. Bogi átti mjög svo stuttan feril sem hljómsveitargaur og viðurkennir að hann væri alveg til í að vera betri söngvari.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrir­tæki fram­tíðarinnar

„Við völdum fyrirtæki sem stúdentar eru að versla mikið við því þetta eru fyrirtæki sem við viljum einfaldlega að séu með hlutina í lagi; starfi eftir þeim gildum sem við viljum hafa að leiðarljósi,“ segir Arent Orri Jónsson Claessen, forseti stúdentaráðs Háskóla Íslands um þau 400 fyrirtæki sem sjónunum er beint að í átakinu Stúdentar taka til.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna

Kjartan Andrésson, framkvæmdastjóri Hvalsnes og kaupumeignir.is, viðurkennir að hann væri alveg til í að kúra aðeins lengur í rúminu á morgnana. Og sömuleiðis væri hann líklegur til að fara seinna að sofa á kvöldin ef ekki væri fyrir kærustuna sem er grjóthörð í því að vekja hann snemma og reka hann fyrr upp í rúm á kvöldin.

Atvinnulíf
Fréttamynd

„Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“

„Við heyrum af því að Íslandsstofa er kannski að leggja gríðarlega fjármuni í auglýsingaherferðir þar sem Ísland er auglýst sem þessi hreina og fallega náttúruperla sem Ísland er. Við gerum út á þennan hreinleika og erum stolt af þeirri ímynd sem Ísland hefur skapað sér,“ segir Soffía Sigurgeirsdóttir, einn eigenda ráðgjafafyrirtækisins Langbrók.

Atvinnulíf