Ölfus

Fréttamynd

Þrumur og eldingar í Þorlákshöfn

Íbúar og aðrir sem voru í Þorlákshöfn á þriðja tímanum í dag hafa án efa orðið varir við mikið úrhelli sem þar varð og þrumur og eldingar sem fylgdu rigningunni.

Innlent
Fréttamynd

Dansandi skólastjóri í Þorlákshöfn

"Það bara bætir og kætir að dansa, maður verður glaður í hjartanu að dansa og hreyfa sig en dans er líka mikilvæg list og verkgrein, hún æfir samvinnu, danssporin, fínhreyfingar og grófhreyfingar og er gott undirstöðuatriði fyrir ýmislegt í lífinu“, segir Ólína.Þorleifsdóttir, skólastjóri Grunnskólans í Þorlákshöfn en þar eru nemendur í danstímum allan vetuirnn.

Innlent
Fréttamynd

Hárgreiðslufólk kolefnisjafnar ferðalag sitt til Íslands með gróðursetningu

Rútur streyma nú í Þorláksskóga með þátttakendur hárgreiðsluráðstefnunnar og munu gera næstu daga þar sem allir þátttakendur fá að setja niður stiklinga í sandinn við Þorlákshöfn, sem verða svo að myndarlegum plöntum. Ætlunin er að planta í fimm þúsund hektara á svæðinu í þeim tilgangi að rækta upp skóg á næstu árum.

Innlent
Fréttamynd

Menntamálaráðherra borðar íslenskt grænmeti í öll mál

"Ég held að við getum alltaf verið duglegri að borða grænmeti, ég veit það með sjálfan mig en mér finnst grænmeti afskaplega gott og hef það við allar máltíðir“, segir Lilja.Dögg Alfreðsdóttir, mennta og menningamálaráðherra aðspurð hvort Íslendingar væru nógu duglegir að borða grænmeti.

Innlent
Fréttamynd

Matjurtagarðar Akureyrar verðlaunaðir

Þá fékk Grétar Jóhann Unnsteinsson, fyrrverandi skólastjóri Garðyrkjuskólans heiðusverðlaun garðyrkjunnar en hann er fæddur á Reykjum í Ölfusi 5. nóvember 1941. Unnsteinn Ólafsson, faðir Grétars var fyrsti skólastjóri Garðyrkjuskólans þegar hann var stofnaður 1939. Grétar tók við starfinu af föður sínum og var skólastjóri skólans í 32 ár.

Innlent
Fréttamynd

Evrópufrumsýning á heimildarmynd um laxeldi í sjókvíum

Að kvikmyndinni stendur útivistarvöruframleiðandinn Patagonia, en allur ágóði myndarinnar rennur til Verndarsjóðs villtra laxastofna á Íslandi. Samskonar sjóður er í Skotlandi og á Írlandi þar sem safnað er undirskriftum gegn opnu kvíaeldi.

Innlent
Fréttamynd

Dýralæknar meta hvort mjaldrar sigla frá Þorlákshöfn

Komu tveggja mjaldra til Vestmannaeyja gæti seinkað vegna stöðu í samgöngumálum milli lands og Eyja. Ráðgert er að flytja mjaldrana ríflega 9.000 kílómetra leið frá sædýrasafni í Sjanghæ í Kína til Heimaeyjar á þriðjudag. Síðasti leggurinn átti að vera rúmlega hálftíma sigling frá Landeyjahöfn sem er enn lokuð og líklega verður siglt úr Þorlákshöfn.

Innlent
Fréttamynd

Svaka kúl lúðasveit frá Þorlákshöfn

Tónlistarlífið í Þorlákshöfn er býsna fjörugt og lúðrasveit bæjarins er ótrúlega fjölmenn miðað við höfðatölu. Formaðurinn segir þau vera "kúl lúða“ sem eigi auðvelt með að fá stjörnur til liðs við sig.

Lífið