Árborg

Fréttamynd

Flestar í­búðir seljist undir eða á aug­lýstu verði

Páll Pálsson fasteignasali segir enga dramatík á fasteignamarkaði eins og er. Það sé um 30 prósent meiri sala en í fyrra, á sama tíma, en síðasta ár hafi verið lélegt. Hann segir að það hafi orðið um 8,4 prósenta hækkun á fasteignaverði síðasta árið en að stór hluti hækkunarinnar sé tilkomin á þessu ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Veittu leyfi fyrir um­­­deilda girðingu á Sel­­fossi

Bæjarstjórn Árborgar samþykkti í dag tillögu skipulagsnefndar um veitingu framkvæmdaleyfis vegna girðingar á skipulagssvæði miðbæjarins. Áhyggjur eru uppi um að girðingin hindri aðgang að svæðum sem hafa verið notuð til hátíðarhalda á útihátíðum á sumrin. Gert er ráð fyrir því að girðingin nái utan um svæði sem notað hefur verið til brekkusöngs.

Innlent
Fréttamynd

Gera út­tekt á mat í skólum Ár­borgar: Gjörunnin mat­væli þrisvar í viku

Foreldrar og kennarar í Árborg hafa mörg miklar áhyggjur af matnum sem nú er boðið upp á í grunn- og leikskólum bæjarfélagsins. Til stendur að gera úttekt á innihaldi og næringu matarins en um ár er síðan matráðum leikskólanna var sagt upp í hagræðingarskyni. Þá þurfti sveitarfélagið að gera ýmsar ráðstafanir vegna bágrar fjárhagsstöðu.

Innlent
Fréttamynd

12 þúsundasti í­búi Árborgar heiðraður

Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Árborgar og Bragi Bjarnason, bæjarstjóri mættu á heimili 12 þúsundasta íbúa sveitarfélagsins í kvöld, sem er drengur, sem kom í heiminn 1. júní til að færa fjölskyldunni gjöf frá sveitarfélaginu.  Fyrir á drengurinn systur, sem heitir Sóldís Silja og verður hún þriggja ára í haust.

Lífið
Fréttamynd

At­vinnu­laus leikskólakennari, það er víst til

Ég er fjögurra barna móðir, búsett í Árborg, ég er leikskólakennari að mennt ásamt að öðlast BA gráðu í Félagsvísindum núna á næstu vikum. Ég á börn á leikskólaaldri sem hafa seint komist inn á leikskóla og aldrei komist inn til dagforeldra þrátt fyrir að hafa sótt um mjög snemma á meðgöngu.

Skoðun
Fréttamynd

Harmar at­vik þar sem konu var sagt að hún væri búin að kjósa

Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar Suðurkjördæmis, harmar atvik þar sem kona í kjördæminu fékk ekki að kjósa í kjördæminu hans, en hún fékk þau svör á kjörstað að hún væri búin að kjósa. Hann segir að ekki sé hægt að rekja það með neinum hætti hvað gerðist.

Innlent
Fréttamynd

Frá­farandi bæjar­stjóri Ár­borgar sóttist eftir að halda á­fram

Fjóla Kristinsdóttir, fráfarandi bæjarstjóri Árborgar sem sagði skyndilega skilið við meirihlutann í síðustu viku, sóttist eftir því að sitja áfram í embætti. Hún segist ætla að sitja áfram í bæjarstjórn og veita meirihlutanum aðhald. Verðandi bæjarstjóri segir áformin ekki hafa átt að koma neinum á óvart.

Innlent
Fréttamynd

Soffía er nýr skóla­meistari FSu

Soffía Sveinsdóttir er nýr skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur skipað Soffíu í embætti skólameistara til fimm ára frá 1. ágúst næstkomandi. 

Innlent
Fréttamynd

Brauðtertuveisla í brauðtertusamkeppni á Sel­fossi

Átta manns skiluðu inn nokkrum brauðtertum og ostakökum í morgun í brauðtertu og ostakökusamkeppni Kaffi Krúsar og Konungskaffi á Selfossi. Brauðtertan, sem vinnur fer í sölu í Konungskaffi í nýja miðbænum í sumar og ostkakan á Kaffi Krús við Austurveg.

Lífið
Fréttamynd

Fjóla felldi hreinan meiri­hluta

Bragi Bjarnason oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg mun taka við embætti bæjarstjóra í sveitarfélaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bæjarfulltrúum Árborgar.

Innlent
Fréttamynd

„Ömur­leg staða að vera settur í“

Degi áður en til stóð að halda íbúakosningu í Ölfusi heldur bæjarstjórnin neyðarfund og ákveður að fresta kosningunni. Hvað gerðist? Elliði Vignisson bæjarstjóri er ekki alveg viss.

Innlent
Fréttamynd

40 tungu­mál eru töluð í leik- og grunn­skólum Árborgar

Nú er hægt að fá bókina um Karíus og Baktus á hebresku lánaða á bókasafninu á Selfossi og þar eru líka bókin um Litla prinsinn á arabísku lánuð út. Bókasafnið á nú nánast bækur á öllum þeim tungumálum, sem töluð er í grunn- og leikskólum Árborgar en þau eru fjörutíu talsins.

Innlent
Fréttamynd

Segir sein­læti First Water stór­furðu­legt

Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Hornsteins og talsmaður Heidelberg Cement, furðar sig mjög á yfirlýsingu Eggerts Þórs Kristóferssonar forstjóra First Water hf um að starfsemi á landeldi og mölunarverksmiðjunnar geti ekki farið saman.

Innlent
Fréttamynd

Hundrað milljarða fjár­festing í upp­námi

Eggert Þór Kristófersson forstjóri hefur, fyrir hönd First Water hf., ritað bæjarstjórn Þorlákshafnar afdráttarlaust bréf þar sem hann lýsir sig algjörlega andsnúinn því að mölunarverksmiðja Heidelberg rísi í næsta nágrenni við starfsemi fyrirhugaðar matvælaframleiðslu.

Innlent
Fréttamynd

93 ára og 90 ára söng­fuglar á Suður­landi

Þú ert aldrei of gamall eða gömul til að syngja í kór en það þekkir Ingibjörg Helga, sem er 90 ára og Steinunn Aðalbjörg, sem er 93 ára og syngja saman í kór á Selfossi og Reynir, sem er 90 ár og syngur í kór í Vík í Mýrdal.

Lífið