Ein öflugasta hraðhleðslustöð landsins opnuð á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. september 2024 20:07 Hjalti Sigmundsson, framkvæmdastjóri hjá Yes-Eu fyrirtækinu, sem er leiðandi í lausnum fyrir orkuskipti í samgöngum. Hann er mjög ánægður og stoltur af nýju stöðinni á Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ein öflugasta hraðhleðslustöð landsins hefur verið opnuð á Selfossi en þar geta tuttugu og sex bílar af öllum stærðum og gerðum hlaðið í einu allan sólarhringinn. Það er hópferðafyrirtæki Guðmundar Tyrfingssonar, sem á heiðurinn af hleðslustöðinni með samstarfsaðilum sínum. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku og loftslagsráðherra mætti á Selfoss til að opna nýju hraðhleðslustöðina að viðstöddu fjölmenni á athafnasvæði Guðmundar Tyrfingssonar þar sem allar grænu rúturnar eru við þjóðveg eitt þegar komið er á Selfoss. Nýja hraðhleðslustöðin er mjög öflug og getur þjónað mörgum rafmagnsökutæjum í einu, en stöðin er 1440 kílóvatta með tengi fyrir 26 bíla. „Þetta verður opið almenningi, þetta verður inn á On appinu og svo er þetta líka hugsað fyrir Guðmund Tyrfingsson, rúturnar hjá þeim, að hlaða þær. Þetta tengi hérna fyrir aftan mig er öflugasta tengið, það er allt að 600 kílóvött og svo eru nokkur 300 kílóvatta og svo er 90 eða 180 kílóvött,” segir Hjalti Sigmundsson, framkvæmdastjóri hjá Yes-Eu fyrirtækinu, sem er leiðandi í lausnum fyrir orkuskipti í samgöngum. Össur Skarphéðinsson, sem stýrði dagskrá dagsins á opnunarhátíðinni er ánægður með Guðlaug Þór. „Og það er frá Selfossi, sem rafvæðing almannasamgangna hefur virkilega sprottið frá,” segir Össur. En ertu ánægður með Guðlaug, sem ráðherra? „Svolítið er hann að gera að viti, maður má ekki hrósa honum of mikið, ég þekki það af reynslunni, það stígur honum til höfuðs, en hann er ekki að standa sig, sem verst þeirra,” segir Össur hlæjandi. Það fór vel á með Össuri og Guðlaugi Þór þegar nýja hraðhleðslustöðin hjá Guðmundi Tyrfingssyni á Selfossi var opnuð formlega.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðlaugur, þú elskar Össur eða hvað? „Já, það er ekkert hægt annað þegar þú kynnist honum og það sem honum langaði til að segja að ég væri búin að standa mig frábærlega en þú veist í hvaða flokki hann er enn þá,” segir Guðlaugur Þór skellihlæjandi. Guðmundur Tyrfingsson sjálfur með Guðlaugi Þór, umhverfis-, orku og loftslagsráðherra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og fyrirtæki Guðmundar Tyrfingssonar er rétt að byrja þegar rafhleðslustöðvar og rafmagnsbílar eru annars vegar. „Þetta er stórt verkefni, sem er gríðarlega kostnaðarsamt en þurfti að gerast til þess að við getum haldið áfram að fara af stað, þannig að nú förum við á fullt í það,” segir Tyrfingur Guðmundsson framkvæmdastjóri Guðmundar Tyrfingssonar hópferðafyrirtækis á Selfossi. Tyrfingur Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá Guðmundi Tyrfingssyni á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og eru rafmagnsbílar það sem koma skal? „Alveg klárlega. Við erum búin að prufa bæði rútur og strætisvagna og þetta bara virkar, þannig að ég sé enga ástæðu til að gera það ekki,” bætir Tyrfingur við. Benedikt Guðmundsson hjá Guðmundi Tyrfingssyni og Guðlaugur Þór við veitingarnar, sem boðið var upp á þegar nýja hraðhleðslustöðin var tekin í notkun föstudaginn 13. september á athafnasvæði Guðmundar Tyrfingssonar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Guðmundar Tyrfingssonar Árborg Hleðslustöðvar Mest lesið „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Brjálaðist út í barn í bíó Innlent Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Mögulega tíðindi fyrir jól Innlent Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað Innlent Fleiri fréttir Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku og loftslagsráðherra mætti á Selfoss til að opna nýju hraðhleðslustöðina að viðstöddu fjölmenni á athafnasvæði Guðmundar Tyrfingssonar þar sem allar grænu rúturnar eru við þjóðveg eitt þegar komið er á Selfoss. Nýja hraðhleðslustöðin er mjög öflug og getur þjónað mörgum rafmagnsökutæjum í einu, en stöðin er 1440 kílóvatta með tengi fyrir 26 bíla. „Þetta verður opið almenningi, þetta verður inn á On appinu og svo er þetta líka hugsað fyrir Guðmund Tyrfingsson, rúturnar hjá þeim, að hlaða þær. Þetta tengi hérna fyrir aftan mig er öflugasta tengið, það er allt að 600 kílóvött og svo eru nokkur 300 kílóvatta og svo er 90 eða 180 kílóvött,” segir Hjalti Sigmundsson, framkvæmdastjóri hjá Yes-Eu fyrirtækinu, sem er leiðandi í lausnum fyrir orkuskipti í samgöngum. Össur Skarphéðinsson, sem stýrði dagskrá dagsins á opnunarhátíðinni er ánægður með Guðlaug Þór. „Og það er frá Selfossi, sem rafvæðing almannasamgangna hefur virkilega sprottið frá,” segir Össur. En ertu ánægður með Guðlaug, sem ráðherra? „Svolítið er hann að gera að viti, maður má ekki hrósa honum of mikið, ég þekki það af reynslunni, það stígur honum til höfuðs, en hann er ekki að standa sig, sem verst þeirra,” segir Össur hlæjandi. Það fór vel á með Össuri og Guðlaugi Þór þegar nýja hraðhleðslustöðin hjá Guðmundi Tyrfingssyni á Selfossi var opnuð formlega.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðlaugur, þú elskar Össur eða hvað? „Já, það er ekkert hægt annað þegar þú kynnist honum og það sem honum langaði til að segja að ég væri búin að standa mig frábærlega en þú veist í hvaða flokki hann er enn þá,” segir Guðlaugur Þór skellihlæjandi. Guðmundur Tyrfingsson sjálfur með Guðlaugi Þór, umhverfis-, orku og loftslagsráðherra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og fyrirtæki Guðmundar Tyrfingssonar er rétt að byrja þegar rafhleðslustöðvar og rafmagnsbílar eru annars vegar. „Þetta er stórt verkefni, sem er gríðarlega kostnaðarsamt en þurfti að gerast til þess að við getum haldið áfram að fara af stað, þannig að nú förum við á fullt í það,” segir Tyrfingur Guðmundsson framkvæmdastjóri Guðmundar Tyrfingssonar hópferðafyrirtækis á Selfossi. Tyrfingur Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá Guðmundi Tyrfingssyni á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og eru rafmagnsbílar það sem koma skal? „Alveg klárlega. Við erum búin að prufa bæði rútur og strætisvagna og þetta bara virkar, þannig að ég sé enga ástæðu til að gera það ekki,” bætir Tyrfingur við. Benedikt Guðmundsson hjá Guðmundi Tyrfingssyni og Guðlaugur Þór við veitingarnar, sem boðið var upp á þegar nýja hraðhleðslustöðin var tekin í notkun föstudaginn 13. september á athafnasvæði Guðmundar Tyrfingssonar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Guðmundar Tyrfingssonar
Árborg Hleðslustöðvar Mest lesið „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Brjálaðist út í barn í bíó Innlent Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Mögulega tíðindi fyrir jól Innlent Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað Innlent Fleiri fréttir Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Sjá meira