Skaftárhreppur

Fréttamynd

Mæla ekki með því að nefna ör­nefni eftir nú­lifandi fólki

Örnefnanefnd telur ekki rétt að mæla með því að ónefndur fjallstindur í Vatnajökli verði kenndur við Helga Björnsson, helsta jöklafræðing landsins. Ekki sé hefð fyrir því að nefna náttúrufyrirbæri eftir núlifandi fólki. Nefndin bendir þó að það sé ekki hlutverk hennar að taka ákvörðun um ný nöfn á náttúrufyrirbærum.

Innlent
Fréttamynd

Ræða hvort nafn­laus tindur í Vatna­jökli verði kenndur við Helga jökla­fræðing

Örnefnanefnd mun síðar í dag taka fyrir tillögu um að nafnlaus fjallstindur í Vatnajökli verði kenndur við Helga Björnsson, helsta jöklafræðing landsins. Í tillögunni er lagt til að Helgi verði heiðraður með þessum hætti, meðal annars vegna kortlagningar hans á botni Vatnajökuls sem sé mikið vísindalegt afrek sem hafi haft „ómetanleg áhrif á þekkingu á jöklafræði á Íslandi og í heiminum.“

Innlent
Fréttamynd

Þrjá­tíu milljónir til verslana í dreif­býli

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur staðfest tillögur sérstakrar valnefndar sem fela í sér að þrjátíu milljónum króna verði úthlutað til verslunar í dreifbýli fyrir árin 2022 og 2023. Samningar vegna styrkjanna verða undirritaðir á næstu dögum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ekkert sem bendi til að það fari að gjósa

Litlar breytingar hafa mælst á rennsli í jökulánni Gígjukvísl það sem af er degi og eru enn engin merki um gosóróa í Grímsvötnum. Mælingar Veðurstofunnar benda til að vatnshæðin í Gígjukvísl hafi ekki enn náð hámarki en flóðatoppurinn gæti sést síðar í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Mikilvægasta stundin í dag

Mögulegt er að hámarksrennsli hafi runnið undan Grímsvötnum í nótt. Ef svo er mun flóðatoppurinn ná til Gígjukvísla seinna í dag. Enn sjást engin merki um aukna skjálftavirkni í Grímsvötnum. 

Innlent
Fréttamynd

Ís­hellan sigið um fimm­tán metra

Íshellan í Grímvötnum hefur sigið um fimmtán metra síðan hlaup hófst fyrr í vikunni. Rennsli hefur enn ekki náð hámarki við brúna á þjóðvegi 1. Enn sjást engin merki um gosóróa í eldstöðinni.

Innlent
Fréttamynd

Rennslið nær há­marki á fimmtu­dags­kvöld

Rennslið úr Grímsvötnum mun ná hámarki annað kvöld eða aðfaranótt föstudags. Áfram er reiknað með því að hámarksrennsli verði um 500 rúmmetrar á sekúndu. Rennslið við brúna yfir Gígjukvísl mun jafnast á við mikið sumarrennsli.

Innlent
Fréttamynd

Meiri líkur á eldgosi nú en í fyrra

Búist er að fyrstu merki hlaupsins úr Grímsvötnum sjáist á vatnshæðarmælum í Gígjukvísl síðar í dag og að hlaupið nái hámarki á morgun. Meiri líkur eru á eldgosi í framhaldi af hlaupinu nú en fyrir ári.

Innlent
Fréttamynd

Tíma­móta­tré valið tré ársins

Í fyrsta sinn frá því fyrir ísöld stendur nú þrjátíu metra hátt tré á Íslandi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sló máli á hæsta tré landsins í dag og reyndist það vera 30,15 metrar á hæð.

Innlent
Fréttamynd

Hæsta tré ársins hlýtur titilinn „Tré ársins“

Skógræktarfélag Íslands hefur tilnefnt hæsta tré landsins til heiðurstitilsins „Tré ársins“ hjá félaginu þetta árið. Um er að ræða Sitkagreni í Skógarlundi við Systrafoss á Kirkjubæjarklaustri, sem er um þrjátíu metrar að hæð.

Innlent
Fréttamynd

Kona lést í um­ferðar­slysi í Skaft­ár­hreppi

Kona lést í umferðarslysinu sem varð á Meðallandsvegi í Skaftárhreppi í nótt. Konan var farþegi í bílnum, en tveir aðrir farþegar voru fluttir mikið slasaðir á sjúkrahús með þyrlu. Ökumaður bílsins slapp ómeiddur.

Innlent