Rangárþing ytra

Fréttamynd

Loo fjarlægir umdeildu hjólhýsin

Í nýrri tillögu að deiliskipulagi jarðarinnar Leynis í Rangárþingi ytra er gert ráð fyrir því að umdeild hjólhýsi ferðaþjónustufyrirtækisins Iceland Igloo Village verði fjarlægð.

Innlent
Fréttamynd

Banna flutning á ali­fuglum frá Dísu­koti

Ástæða flutningsbanns er meintur ólöglegur innflutningur kalkúnafrjóeggja frá Færeyjum á síðasta ári. Undan eggjunum hafi komið svartir kalkúnar sem hafi verið í fréttum nýverið.

Innlent
Fréttamynd

Sameining rædd á Suðurlandi

Tillaga oddvita Skaftárhrepps um að hafnar verði viðræður um kosti og galla sameiningar sveitarfélaganna Ásahrepps, Rangárþings ytra, Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps var samþykkt í sveitarstjórn.

Innlent
Fréttamynd

Sætasta og skemmtilegasta svín landsins

Gríshildur er sennilegasta eitt af sætustu og skemmtilegustu svínum landsins. Sigurbjörg Björgúlfsdóttir og Þórir Ófeigsson á bænum Hrafnatóftum í Rangárþingi ytra fengu Gríshildi í brúðargjöf í sumar og tíma alls ekki að slátra henni eða að éta hana um jólin.

Innlent
Fréttamynd

Loo segist hafa farið að öllum reglum

Framkvæmdastjóri Iceland Igloo Village hefur starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands sem hann telur nægja til að til að leigja ferðamönnum hjólhýsi. Framkvæmdastjóri eftirlitsins segir að leyfið feli það ekki í sér, núverandi starfsemi sé ólögleg. Landeigendur hafa kært fyrirtækið.

Innlent
Fréttamynd

„Eldstöðin er að minna á sig“

Síðast gaus Hekla í febrúarmánuði árið 2000. Náttúruvársérfræðingur segir að aukin skjálftavirkni í Heklu þurfi ekki endilega að vera fyrirboði goss en Veðurstofa Íslands hefur nýlega stórbætt vöktunarkerfi í nágrenni við eldstöðina en hið nýja vöktunarkerfi sýnir fleiri og minni skjálfta.

Innlent
Fréttamynd

Virði lóðanna meira en tvöfaldaðist á tveimur árum

Virði þriggja lóða sem byggingarfulltrúinn í Rangárþingi ytra keypti að Gaddstöðum fyrir tveimur árum hefur meira en tvöfaldast eftir að þeim var breytt í lóðir fyrir íbúðarhús. Mannvirkjastofnun hefur til umfjöllunar mál sem snúa að jörðinni Leyni og fær byggingafulltrúinn athugasemdir innan fárra daga.

Innlent
Fréttamynd

Máli Iceland Igloo Villa­ge vísað til lög­reglu

Ferðaþjónustan Iceland Igloo Village hefur verið rekin ólöglega í Landsveit án starfsleyfis í sumar. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands fékk ábendingu um reksturinn í lok september og vísaði málinu til lögreglu í síðustu viku.

Innlent
Fréttamynd

Fundargerð nefndar birtist á heimasíðu sveitarstjórnar áður en fundur hefur farið fram

Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur byggt kúluhús á jörðinni Leyni í óleyfi. Þá eru hjólhýsi tengd við fráveitu á jörðinni án þess að leyfi hafi verið veitt fyrir því. Formaður skipulags-og umferðarnefndar Rangárþings ytra segir að nefndin hafi gert athugasemdir við fráveituna og alvarlegt sé ef ekki hafi verið farið að lögum. Fyrir helgi birtist fundargerð frá nefndinni á heimasíðu sveitarfélagsins um fund sem hefur ekki farið fram

Innlent