Kaldrananeshreppur

Fréttamynd

Í­búar minntir á að veiða ekki mýs með frostlegi

Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps á Drangsnesi hyggst vekja athygli bæjarbúa á því að ólöglegt sé að nota frostlög til þess að veiða mýs. Oddviti sveitarstjórnar segir engin staðfest dæmi um slíkt en íbúar hafi haft áhyggjur.

Innlent
Fréttamynd

Þrjá­tíu milljónir til verslana í dreif­býli

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur staðfest tillögur sérstakrar valnefndar sem fela í sér að þrjátíu milljónum króna verði úthlutað til verslunar í dreifbýli fyrir árin 2022 og 2023. Samningar vegna styrkjanna verða undirritaðir á næstu dögum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ungmennaþing á Vestfjörðum í fyrsta sinn um helgina

Um fjörutíu ungmenni af öllum Vestfjörðum eru nú saman komin á Laugarhóli í Bjarnarfirði þar sem fyrsta ungmennaþing Vestfjarða fer fram. Mörg málefni eru á dagskrá, eins og um skólamál, einelti, umhverfismál og alþjóðamál.

Innlent
Fréttamynd

Vélar­vana bátur dreginn í höfn á Drangs­nesi

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar bárust upplýsingar um vélarvana bát norðan við Drangsnes á Ströndum um hádegisbil í dag. Nálægum fiskibát tókst að draga bátinn í land með aðstoð stýrimanns þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Innlent
Fréttamynd

Bíða spennt eftir 2022 og segja landsbyggðina eiga mikið inni

Vestfirðir eru efst á lista yfir svæði til að heimsækja árið 2022 að mati ferðabókaútgefandans Lonely Planet. Sviðstjóri hjá áfangastofu Vestfjarða segir að viðurkenningin muni nýtast þeim næstu árin en mikilvægt sé að uppbygging verði í takt við aukna eftirspurn.

Innlent
Fréttamynd

Ósátt við að Strandaveðrið sé sýnt á Steingrímsfjarðarheiði

„Það er mjög mikil óánægja með að Steingrímsfjarðarheiði skuli vera notuð sem spásvæði fyrir Strandir því það gefur kolranga mynd af veðrinu. Það getur munað alveg upp í 10 gráðum á Hólmavík og Steingrímsfjarðarheiði í sumum tilfellum,“ segir íbúi á Hólmavík.

Innlent
Fréttamynd

Vestfirðir á réttri leið

Í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum kemur fram að smituðum einstaklingum á svæðinu hefur fjölgað um sex frá 10. apríl.

Innlent
Fréttamynd

Sérstök lán til nýbygginga á landsbyggðinni

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, undirritaði í morgun breytingar á reglugerð sem gerir það að verkum að sveitarfélög, einstaklingar og óhagnaðardrifin félög á landsbyggðinni muni fljótlega geta tekið lán hjá Íbúðalánasjóði til húsnæðisuppbyggingar á stöðum þar sem önnur fjármögnun er ekki í boði.

Innlent
Fréttamynd

Allt að fimmfaldur munur á kostnaði

Áætlað er að meðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskóla nemi 1,72 milljónum króna á yfirstandandi skólaári. Rekstrarkostnaður grunnskóla á hvern nemanda var á milli ein og 5,5 milljónir króna árið 2015. Hæstur í Árneshrep

Innlent
Fréttamynd

Drangsnesingar reka bæjarútgerð og fiskvinnslu

Íbúar Drangsness við Steingrímsfjörð ásamt sveitarfélaginu Kaldrananeshreppi standa saman að útgerð kvótamesta bátsins og stærsta fyrirtækisins, Fiskvinnslunnar Drangs. Þetta kom fram í þættinum "Um land allt," á Stöð 2 í gærkvöldi. "Ég held að það megi alveg örugglega segja að það sé hjartað í byggðinni á Drangsnesi því að hérna starfar stór hluti og þetta er eign samfélagsins algerlega," sagði Óskar Torfason, framkvæmdastjóri Drangs.

Innlent
Fréttamynd

Tíu búrhvalir í botni Steingrímsfjarðar

Myndir af tíu búrhvölum náðust á innanverðum Steingrímsfirði í gær. Myndatökumaðurinn segist aldrei hafa séð annað eins og það hafi verið magnað að fylgja hvölunum eftir. Hvalasérfræðingur segir þessa hegðun búrhvala mjög óvenjulega.

Innlent